Orkumál

Fréttamynd

Orkuúlfur snýr úr sauðagæru

HS Orka verður seint talið fyrirtæki sem lætur sér annt um náttúruna, a.m.k. ekki hin síðari ár. Fyrirtækið fór vel af stað á síðustu öld með snyrtilegri jarðhitavirkjun og hitaveitu, en smitaðist síðan af græðgissótt þar sem stóriðju var lofað orku sem fyrirtækið átti í erfiðleikum með að skaffa.

Skoðun
Fréttamynd

Níunda gagna­ver atNorth rís í Dan­mörku

Nýtt gagnaver atNorth rís í Danmörku. Varmi frá gagnaverinu verður nýttur til að hita fjölda heimila á Kaupmannahafnarsvæðinu. Gagnaverið verður níunda gagnaver atNorth, en með þessari viðbót verður fyrirtækið með starfsemi í fjórum af Norðurlöndunum fimm.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­form um tugi milljarða í arð ætti að vera stjórn OR „al­var­legt um­hugsunar­efni“

Áform Orkuveitu Reykjavíkur um að greiða út tugi milljarða í arð til eigenda sinna á næstu árum ætti að vera stjórn fyrirtækisins „alvarlegt umhugsunarefni“ með hliðsjón af versnandi afkomu og að blikur séu á lofti í efnahagsmálum, að sögn stjórnarmanns í OR. Tillaga hans um að fallið yrði frá arðgreiðslum að fjárhæð samanlagt 19 milljarðar á árunum 2024 til 2026 var felld af meirihluta stjórnar Orkuveitunnar.

Innherji
Fréttamynd

Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Orkuafrek næstu ára

Orkuskiptin sem brenna á Íslendingum lúta fyrst og fremst að samgöngum, enda búum við svo vel að hafa fyrir löngu rafvætt heimili og fyrirtæki og varmaorku til húshitunar og annarra nota sækjum við víðast hvar í jarðvarma.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar orkan er upp­seld

Öll starfsemi Landsvirkjunar miðast við það hlutverk að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem okkur er treyst fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Við höfum gert marga og misstóra samninga um afhendingu á orku sem taka mið af mögulegri orkuvinnslu í vinnslukerfinu okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Vindorka í ó­snortinni náttúru eða í byggð?

Orkuskiptin eru fram undan og nokkuð ljóst er að vindorkuver munu rísa á Íslandi áður en langt um líður. Hingað til höfum við beislað vatnsaflið og jarðvarmann sem eru staðbundnir virkjanakostir. Þar beislum við orkuna þar sem hún er í iðrum jarðar eða rennur frá hálendinu út í sjó. 

Skoðun
Fréttamynd

Leyfin og tíminn

Ferli leyfisveitinga vegna orkuvinnslu er í ólestri. Afgreiðsla leyfa tekur allt of langan tíma. Eðlilegur eða æskilegur afgreiðslutími hefur sjaldnast verið skilgreindur fyrirfram og stofnun eða stjórnvaldi því nánast í sjálfsvald sett hversu langan tíma afgreiðslan tekur.

Skoðun
Fréttamynd

Skoða hvernig vetni nýtist í orkuskiptum

Vetni gæti gegnt lykilhlutverki í orkuskiptum flutningabíla og skipa hérlendis, að því er fram kom á norrænni vetnisráðstefnu í Reykjavík. Vetnisvæðing kallar hins vegar á miklar fjárfestingar í innviðum.

Innlent
Fréttamynd

Breytingin er á hraða snigilsins

Á afar skemmtilegum morgunverðarfundi í húsnæði Rafal í Hafnarfirði í síðustu viku var birt skýrsla KÍO um stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hefur lítil breyting verið á hlut kvenna í geiranum á síðastliðnum tveimur árum. Góðu fréttirnar voru hinsvegar að það voru tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar á aldursbilinu 30 til 44 ára. Á heildina litið eru kvenkyns framkvæmdastjórar 38% í geiranum. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér: Úttekt á stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum

Skoðun
Fréttamynd

Fagnar gjaldinu en hefur áhyggjur af hnignandi rafbílaeftirspurn

Framkvæmdastjóri FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist fagna áformum fjármálaráðherra um kílómetragjald rafmagns- og vetnisbíla en að þau hefðu mátt vera betur útfærð. Þá segist hann hafa áhyggjur af því að gjaldið gæti komið niður á áhuga landsmanna á rafmagnsbílum. 

Innlent
Fréttamynd

Sex krónu kíló­metra­gjaldi komið á um næstu ára­mót

Áform fjármálaráðherra um frumvarp um kílómetragjald á bílanotkun gerir ráð fyrir að sex krónu kílómetragjaldi verði komið á rafmagns- og vetnisbíla á næsta ári. Þannig sé áætlað að eigandi rafmagnsbíls sem ekur sömu vegalengd muni greiða sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og sá sem ekur bensínbíl. Tengiltvinnbílar munu hins vegar greiða tveggja krónu kílómetragjald á næsta ári. Kílómetragjald á bensín- og díselbíla verður komið á í ársbyrjun 2025.

Neytendur
Fréttamynd

Bjóða al­­menningi á þver­n­or­rænt hakka­þon um fram­tíð haf­svæða

Ís­lenski sjávar­klasinn skipu­leggur „hakka­þon“ næstu daga þar sem ein­staklingar hvaða­næva af Norður­löndum koma saman til að þróa sjálf­bæra leið til að deila haf­svæðum. Að sögn fram­kvæmda­stjóra Sjávar­kla­sans kann að vera stutt í að stjórn­völd þurfi að meta hvernig svæðum á hafinu verði ráð­stafað. Almenningi er boðið á föstudag kl. 17:00 að berja afrakstur hakkaþonsins augum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eig­andi Ver­ne Global í kröppum dansi og sölu­ferli gagna­vera dregst á langinn

Hlutabréfaverð breska fjárfestingarfélagsins Digital 9 Infrastructure, sem rekur meðal annars Verne Global á Íslandi, hrundi um nærri 40 prósent þegar ljóst varð að það myndi ekki standa við áform um arðgreiðslu til hluthafa vegna lausafjárþurrðar og mikillar skuldsetningar og að söluferli á hlutum í gagnaverunum myndi tefjast. Nokkur óskuldbindandi tilboð hafa borist í Verne Global sem verðmeta gagnaver félagsins nálægt bókfærðu virði, eða samtals jafnvirði liðlega 90 milljarða króna. 

Innherji
Fréttamynd

Kísildalir norðursins

Við erum stödd í norður Kaliforníu, nánar tiltekið í útjaðri San Fransisco. Sólin skín hátt á himni og um leið og bíllinn silast um borgina glampar á merki þeirra fjölda fyrirtækja sem hafa skotið rótum, vaxið og dafnað á staðnum sem er hvað þekktastur fyrir nýsköpun í heiminum: Kísildalurinn sjálfur.

Skoðun
Fréttamynd

Kyrr­staða þrátt fyrir tæki­færi til breytinga

Í nýrri skýrslu Kvenna í orkumálum kemur skýrt fram hvers vegna þörf er á samráðs- og samstöðuvettvangi líkt og félagið hefur verið frá stofnun þess fyrir sjö árum. Skýrslan um stöðu kvenna í orku- og veitugeiranum er gefin út annað hvert ár í samstarfi við EY og kom fyrst út árið 2017.

Skoðun
Fréttamynd

Banda­rískur sjóða­stýringar­risi vill fjár­festa í Car­b­fix fyrir milljarða

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að undirgangast tiltekna skilmála vegna tilboðs bandaríska sjóðastýringarfélagsins Stonepeak, einn stærsti innviðafjárfestir heims, um möguleg kaup á nýjum hlutum í fyrirtækinu Carbfix. Erlendir fjárfestar gætu lagt félaginu, sem hefur hannað tæknilausn sem bindur koltvísýring varanlega í bergi, til marga milljarða króna í aukið hlutafé til að standa straum að uppbyggingu þess á komandi árum.

Innherji
Fréttamynd

Nýjar lausnir fyrir nýja tíma

Nýsköpunarverðlaun Samorku voru veitt í þriðja sinn á dögunum. Um árleg verðlaun er að ræða, þar sem óskað er eftir tilnefningum frá framúrskarandi fyrirtækjum sem vinna að orku- og veitutengdum lausnum eða nýta orku, heitt vatn, neysluvatn eða fráveitu í sinni nýsköpun. Að þessu sinni hlutu fjögur fyrirtæki tilnefningu sem hafa ólík tengsl við orku- og veitustarfsemi.

Skoðun
Fréttamynd

Hætta á að verðmætum verði glutrað niður

Ísland er eitt fárra landa í heiminum sem hefur ekki kortlagt jarðauðlindir sínar eins og heitt og kalt vatn. Forstjóri Ísor segir um mikilvægustu auðlindir mannskyns að ræða og gríðarlega mikilvægt að hraða rannsóknum. Nú sé hætta á að verðmætum verði glutrað niður. 

Innlent
Fréttamynd

Orku­laus orku­skipti?

Nú eru rétt um 100 dagar til áramóta. Fjármálaráðherra hefur sagt að þá verði lagður virðisaukaskattur á rafbíla af fullum þunga en í dag eru fyrstu 5.500.000 krónurnar af kaupverði rafbíla án virðisaukskatts. Rafbílar bera að auki 5% vörugjöld frá síðustu áramótum.

Skoðun