Landsnet skuldar Landsvirkjun 2,4 milljarða Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 17:35 Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Arnar Halldórsson Landsnet skuldar Landsvirkjun 2,4 milljarða króna sem greiddar voru í svokallað aflgjald af framleiðendum raforku. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að innheimta Landsnets á téðu gjaldi væri ólögmæt. Forsaga málsins er sú að Landsnet hóf gjaldtöku aflgjalds og rökstuddi það með því að vísa í kostnað við að færa orku inn á flutningskerfi sitt. Hluti af flutningsfjaldi var þá færður yfir á raforkuframleiðendur í samræmi við kostnað af innmötun orku. Landsvirkjun mótmælti gjaldtökunni frá upphafi en hún tók gildi fyrsta apríl 2022. Landsvirkjun stefndi Landsneti og Orkustofnun, sem heimilaði innheimtu gjaldsins, og krafðist þess að viðurkennt yrði að óheimilt hafi verið að innheimta gjaldið. Landsvirkjun hafði betur bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. „Í dóminum var meðal annars bent á að innmötunargjaldið væri ekki hefðbundið þjónustugjald heldur gjald sérstaks eðlis sem væri ætlað að standa undir fleiri atriðum en þjónustu. Ekki yrði litið framhjá því að með breytingum á raforkulögum árið 2011 hefði verið fellt brott ákvæði þar sem vísað hefði verið til innmötunargjalds. Eftir gildistöku laganna væri því ekki lengur mælt fyrir um álagningu slíks gjalds í raforkulögum,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun vegna málsins. Þar segir einnig að á þeim tíma sem innmötunargjald var hluti af gjaldskrá Landsnets hafi Landsvirkjun rukkað viðskiptavini sína á heildsölumarkaði og stórnotendur um innmötunargjald en að ekki hafi náðst af endurheimta að fullu þann kostnað sem fyrirtækið varð fyrir vegna uppsetningar gjaldskrárinnar. „Nú þegar staðfesting Hæstaréttar á niðurstöðunni liggur fyrir mun Landsnet þurfa að endurgreiða þennan kostnað til raforkuframleiðendanna. Við munum því endurgreiða viðskiptavinum okkar þann kostnað sem þeir urðu fyrir á tímabilinu og almennir neytendur sem og stórnotendur vera jafn settir og þeir voru fyrir setningu innmötunargjaldsins,“ segir í tilkynningunni. Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Landsnet hóf gjaldtöku aflgjalds og rökstuddi það með því að vísa í kostnað við að færa orku inn á flutningskerfi sitt. Hluti af flutningsfjaldi var þá færður yfir á raforkuframleiðendur í samræmi við kostnað af innmötun orku. Landsvirkjun mótmælti gjaldtökunni frá upphafi en hún tók gildi fyrsta apríl 2022. Landsvirkjun stefndi Landsneti og Orkustofnun, sem heimilaði innheimtu gjaldsins, og krafðist þess að viðurkennt yrði að óheimilt hafi verið að innheimta gjaldið. Landsvirkjun hafði betur bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. „Í dóminum var meðal annars bent á að innmötunargjaldið væri ekki hefðbundið þjónustugjald heldur gjald sérstaks eðlis sem væri ætlað að standa undir fleiri atriðum en þjónustu. Ekki yrði litið framhjá því að með breytingum á raforkulögum árið 2011 hefði verið fellt brott ákvæði þar sem vísað hefði verið til innmötunargjalds. Eftir gildistöku laganna væri því ekki lengur mælt fyrir um álagningu slíks gjalds í raforkulögum,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun vegna málsins. Þar segir einnig að á þeim tíma sem innmötunargjald var hluti af gjaldskrá Landsnets hafi Landsvirkjun rukkað viðskiptavini sína á heildsölumarkaði og stórnotendur um innmötunargjald en að ekki hafi náðst af endurheimta að fullu þann kostnað sem fyrirtækið varð fyrir vegna uppsetningar gjaldskrárinnar. „Nú þegar staðfesting Hæstaréttar á niðurstöðunni liggur fyrir mun Landsnet þurfa að endurgreiða þennan kostnað til raforkuframleiðendanna. Við munum því endurgreiða viðskiptavinum okkar þann kostnað sem þeir urðu fyrir á tímabilinu og almennir neytendur sem og stórnotendur vera jafn settir og þeir voru fyrir setningu innmötunargjaldsins,“ segir í tilkynningunni.
Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira