Þannig gæti Alþingi sameinast um orkumál Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir skrifar 13. júní 2024 11:01 Hér á landi hafa tveir ósammála hópar átt samtal um orkumál. Hvor hópur hefur eitt og annað til síns máls en þar sem samtalið er oftast í skeytasendingum á samfélagsmiðlum þá verður lítið ágengt í umræðunni. Oft er það lausn á málum að tala saman, hlusta á hinn. Þá er hægt að finna braut sem sameinar sjónarmið beggja. Ég hef nýlega einsett mér það að eiga samtöl við fólk sem er ósammála mér um orkumál. Persónuleg samtöl þar sem ég hlusta og set einnig fram sjónarmið. Mín niðurstaða er að það er miklu auðveldara að ná saman um orkumál en ég hélt. Í raun eru miklu fleiri sammála en umræða gefur til kynna, því atriðin sem við erum ósammála um eru útfæranleg, eins og ég vil nú reyna að sýna fram á. Til einföldunar má segja að hóparnir séu tveir: „Náttúruverndarsinnar“ vilja vernda náttúru Íslands og fara mjögt hægt í aukna orkuframleiðslu en „grænorkusinnar“ vilja auka framleiðslu á grænni orku. Ég skil eftir hópinn „orkusinna“ sem vill bara meiri orku í hvaða verkefni sem er en það sjónarmið heyrist æ sjaldnar í umræðunni. Ánægjulegt er að sjá á myndinni að við erum sammála um langflesta þætti orkumála. Þessir tveir punktar, framleiða orku eða ekki, nýta orku stóriðju eða ekki, eru í raun útfærsluatriði sem auðveldlega má leysa í samtali beggja hópa. Sumir hafa bent á að „orkuskortur“ sé ekki til staðar á Íslandi því hér sé nóg af orku sem hægt sé að nýta frá mengandi framleiðslu í græn orkuskipti. En við nánari athugun kemst maður að því að stærstu samningarnir renna ekki út fyrir en eftir um 20 ár, og því verður eitthvað að fylla í skarðið. Eins og sést í töflunni að ofan eru báðir hópar sammála því að ekki sé hægt að eyða 20 árum í að bíða og hvað gerum við þá? Að rifta raforkusamningum hefði óafturkræf neikvæð áhrif fyrir orðspor Íslands alþjóðlega og myndi leiða til hárra skaðabótakrafna á hendur íslenska ríkinu. Eitthvað verður að fylla í skarðið, og eru vindorkuver sem hvort sem er endast í 15-20 ár fullkomin í verkið þangað til að önnur orka losnar eða að nýframleidd orka verði í boði. Við getum því öll verið sammála um það að til þess að ná að setja orkuskiptin í gang þurfi einhverja orku til þess að hlaupa í skarðið, svo hægt sé að byrja nú. En margir taka þessu ekki sem jákvæðu skrefi í loftslagsmálum því mögulega gæti orkan bara farið í aukna mengandi framleiðslu. Hér erum við samt komin með leysanlegt vandamál. Ég legg til eftirfarandi útfærslu sem báðir aðilar eiga að geta sætt sig við: Við leyfum aukna framleiðslu og flýtimeðferð á grænni orku aðeins ef hún er einungis nýtt í orkuskiptaverkefni sem útfasa jarðefnaeldsneyti. Við tryggjum að sveitarfélög séu með í ráðum og fái sinn hlut af ávinninginum. Samhliða aukinni framleiðslu á grænni orku, vinnum við jafn þétt að minnkun á útblæstri, því bæði er jafnmikilvægt ef við ætlum að takast á við loftslagsmálin. Stjórnmál snúast alltaf um sáttamiðlun og því er eðlilegt að tveir hópar séu með ólíka sýn, en það má ekki stöðva okkur frá því að byrja. Tungllendinginn var ekki ákveðin með öll smáatriði útfærð. Þessvegna hvet ég Alþingi að hlusta á mismunandi hópa og finna lausnir sem virka fyrir alla því þær eru svo sannarlega til. Höfundur er hagfræðinemi við Harvard-háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hér á landi hafa tveir ósammála hópar átt samtal um orkumál. Hvor hópur hefur eitt og annað til síns máls en þar sem samtalið er oftast í skeytasendingum á samfélagsmiðlum þá verður lítið ágengt í umræðunni. Oft er það lausn á málum að tala saman, hlusta á hinn. Þá er hægt að finna braut sem sameinar sjónarmið beggja. Ég hef nýlega einsett mér það að eiga samtöl við fólk sem er ósammála mér um orkumál. Persónuleg samtöl þar sem ég hlusta og set einnig fram sjónarmið. Mín niðurstaða er að það er miklu auðveldara að ná saman um orkumál en ég hélt. Í raun eru miklu fleiri sammála en umræða gefur til kynna, því atriðin sem við erum ósammála um eru útfæranleg, eins og ég vil nú reyna að sýna fram á. Til einföldunar má segja að hóparnir séu tveir: „Náttúruverndarsinnar“ vilja vernda náttúru Íslands og fara mjögt hægt í aukna orkuframleiðslu en „grænorkusinnar“ vilja auka framleiðslu á grænni orku. Ég skil eftir hópinn „orkusinna“ sem vill bara meiri orku í hvaða verkefni sem er en það sjónarmið heyrist æ sjaldnar í umræðunni. Ánægjulegt er að sjá á myndinni að við erum sammála um langflesta þætti orkumála. Þessir tveir punktar, framleiða orku eða ekki, nýta orku stóriðju eða ekki, eru í raun útfærsluatriði sem auðveldlega má leysa í samtali beggja hópa. Sumir hafa bent á að „orkuskortur“ sé ekki til staðar á Íslandi því hér sé nóg af orku sem hægt sé að nýta frá mengandi framleiðslu í græn orkuskipti. En við nánari athugun kemst maður að því að stærstu samningarnir renna ekki út fyrir en eftir um 20 ár, og því verður eitthvað að fylla í skarðið. Eins og sést í töflunni að ofan eru báðir hópar sammála því að ekki sé hægt að eyða 20 árum í að bíða og hvað gerum við þá? Að rifta raforkusamningum hefði óafturkræf neikvæð áhrif fyrir orðspor Íslands alþjóðlega og myndi leiða til hárra skaðabótakrafna á hendur íslenska ríkinu. Eitthvað verður að fylla í skarðið, og eru vindorkuver sem hvort sem er endast í 15-20 ár fullkomin í verkið þangað til að önnur orka losnar eða að nýframleidd orka verði í boði. Við getum því öll verið sammála um það að til þess að ná að setja orkuskiptin í gang þurfi einhverja orku til þess að hlaupa í skarðið, svo hægt sé að byrja nú. En margir taka þessu ekki sem jákvæðu skrefi í loftslagsmálum því mögulega gæti orkan bara farið í aukna mengandi framleiðslu. Hér erum við samt komin með leysanlegt vandamál. Ég legg til eftirfarandi útfærslu sem báðir aðilar eiga að geta sætt sig við: Við leyfum aukna framleiðslu og flýtimeðferð á grænni orku aðeins ef hún er einungis nýtt í orkuskiptaverkefni sem útfasa jarðefnaeldsneyti. Við tryggjum að sveitarfélög séu með í ráðum og fái sinn hlut af ávinninginum. Samhliða aukinni framleiðslu á grænni orku, vinnum við jafn þétt að minnkun á útblæstri, því bæði er jafnmikilvægt ef við ætlum að takast á við loftslagsmálin. Stjórnmál snúast alltaf um sáttamiðlun og því er eðlilegt að tveir hópar séu með ólíka sýn, en það má ekki stöðva okkur frá því að byrja. Tungllendinginn var ekki ákveðin með öll smáatriði útfærð. Þessvegna hvet ég Alþingi að hlusta á mismunandi hópa og finna lausnir sem virka fyrir alla því þær eru svo sannarlega til. Höfundur er hagfræðinemi við Harvard-háskóla.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun