Landsvirkjun vann og neytendur borga brúsann Árni Sæberg skrifar 5. júní 2024 14:26 Guðmundur Ingi Ásmundsson er forstjóri Landsnets. Vísir/Arnar Hæstiréttur hefur dæmt innheimtu Landsnets á svokölluðu aflgjaldi af framleiðendum raforku ólögmæta. Sama niðurstaða á neðri dómstigum gerði það að verkum að Landsnet færði aflgjaldið yfir á notendur raforku, neytendur. Forsaga málsins er sú að Landsnet gerði þá breytingu í apríl 2022 að krefja orkuframleiðendur um fyrrnefnt aflgjald fyrir að mata orku inn á kerfi Landsnets. Hluti af flutningsgjaldi var færður yfir á raforkuframleiðendur í samræmi við kostnað af innmötun orku. Ágreiningurinn laut að því hvort heimild væri í raforkulögum til að innheimta aflgjaldið. Orkustofnun lagði blessun sína yfir gjaldið Landsvirkjun er langstærsti orkuframleiðandi landsins og taldi gjaldið ekki samræmast lögum. Fyrirtækið stefndi Landsneti og Orkustofnun, sem heimilaði innheimtu gjaldsins, og krafðist þess að viðurkennt yrði að óheimilt hafi verið að innheimta gjaldið. Landsvirkjun hafði betur bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Vegna niðurstöðu dómsins breytti Landsnet uppbyggingu flutningsgjaldskrár sinnar þannig að aflgjaldið svonefnda lenti aftur á notendum raforku. Kostnaður vegna innmötunar þeirra færðist því frá framleiðendunum og til neytenda sem hluti af flutnings- og dreifikostnaði. Allt að fimm prósent hækkun Í tilkynningu frá RARIK, sem er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins, á sínum tíma sagði að hækkun Landsnets á RARIK fæli í sér 3-5 prósenta verðhækkun fyrir viðskiptavini RARIK. RARIK er með um 90 prósent hlutdeild í dreifikerfi raforku í sveitum landsins og selur raforku í gegnum dótturfélagið Orkusöluna. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp klukkan 14 og hefur ekki enn verið birtur. Orkumál Landsvirkjun Tengdar fréttir Leggjast yfir umdeilt gjald sem færðist aftur yfir á almenning Hæstiréttur ætlar að leggjast yfir deilur Landsvirkjunar við Landsnet um innheimtu Landsnets á svonefndu aflgjaldi. Héraðsdómur og Landsréttur hafa þegar úrskurðað gjaldið ólögmætt. 18. janúar 2024 09:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Landsnet gerði þá breytingu í apríl 2022 að krefja orkuframleiðendur um fyrrnefnt aflgjald fyrir að mata orku inn á kerfi Landsnets. Hluti af flutningsgjaldi var færður yfir á raforkuframleiðendur í samræmi við kostnað af innmötun orku. Ágreiningurinn laut að því hvort heimild væri í raforkulögum til að innheimta aflgjaldið. Orkustofnun lagði blessun sína yfir gjaldið Landsvirkjun er langstærsti orkuframleiðandi landsins og taldi gjaldið ekki samræmast lögum. Fyrirtækið stefndi Landsneti og Orkustofnun, sem heimilaði innheimtu gjaldsins, og krafðist þess að viðurkennt yrði að óheimilt hafi verið að innheimta gjaldið. Landsvirkjun hafði betur bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Vegna niðurstöðu dómsins breytti Landsnet uppbyggingu flutningsgjaldskrár sinnar þannig að aflgjaldið svonefnda lenti aftur á notendum raforku. Kostnaður vegna innmötunar þeirra færðist því frá framleiðendunum og til neytenda sem hluti af flutnings- og dreifikostnaði. Allt að fimm prósent hækkun Í tilkynningu frá RARIK, sem er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins, á sínum tíma sagði að hækkun Landsnets á RARIK fæli í sér 3-5 prósenta verðhækkun fyrir viðskiptavini RARIK. RARIK er með um 90 prósent hlutdeild í dreifikerfi raforku í sveitum landsins og selur raforku í gegnum dótturfélagið Orkusöluna. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp klukkan 14 og hefur ekki enn verið birtur.
Orkumál Landsvirkjun Tengdar fréttir Leggjast yfir umdeilt gjald sem færðist aftur yfir á almenning Hæstiréttur ætlar að leggjast yfir deilur Landsvirkjunar við Landsnet um innheimtu Landsnets á svonefndu aflgjaldi. Héraðsdómur og Landsréttur hafa þegar úrskurðað gjaldið ólögmætt. 18. janúar 2024 09:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Leggjast yfir umdeilt gjald sem færðist aftur yfir á almenning Hæstiréttur ætlar að leggjast yfir deilur Landsvirkjunar við Landsnet um innheimtu Landsnets á svonefndu aflgjaldi. Héraðsdómur og Landsréttur hafa þegar úrskurðað gjaldið ólögmætt. 18. janúar 2024 09:00