Bandaríkin Morðingi Nipsey Hussle í minnst 60 ára fangelsi Maðurinn sem myrti rapparann Nipsey Hussle hefur verið dæmdur í minnst 60 ára fangelsi. Hann gæti setið inni til dauðadags. Erlent 22.2.2023 21:13 Endurheimti óvænt listaverk sem týndust á leiðinni frá Íslandi Bandarísk listakona sem dvaldi á Íslandi nýlega var eyðilögð þegar hún týndi dýrmætum listaverkum í fluginu heim. Sagan af því hvernig hún endurheimti verðmætin hefur fangað hug og hjörtu netverja. Lífið 22.2.2023 20:01 Pútín dásamaður á mikilli hyllingarsamkomu í Moskvu Biden Bandaríkjaforseti fundaði í dag í Varsjá með leiðtogum níu aðildarríkja NATO í austur Evrópu um varnir álfunnar og stuðning við Úkraínu. Pútín reyndi að fá Kínverja til liðs við sig og mætti síðan á hyllingarsamkomu með stuðningsmönnum sínum. Erlent 22.2.2023 19:05 Bað sjö ára dóttur sína um að leikstýra fyrir sig Rapparinn Macklemore ákvað að spyrja dóttur sína hvort hún væri til í að leikstýra myndbandinu við nýjasta lagið sitt, No Bad Days. Lagið er á nýrri plötu rapparans sem kemur út þann þriðja mars næstkomandi. Lífið 22.2.2023 10:30 Lögðu til ákærur í máli Trumps í Georgíu: „Þetta er ekki stuttur listi“ Ákærudómstóll í Georgíu sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamenn hans vegna afskipta þeirra af framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur lagt til að nokkrir sem að málinu koma verði ákærðir. Erlent 22.2.2023 10:24 Þingmaður vill kljúfa Bandaríkin í tvennt Umdeildur fulltrúadeildarþingmaður með vaxandi áhrif innan Repúblikanaflokksins kallaði eftir því að Bandaríkjunum yrði skipt í tvennt í annars vegar ríki þar sem meirihluti kýs repúblikana og hins vegar þar sem flestir kjósa demókrata. Þá vill hún banna þeim sem flytja frá síðarnefndu ríkjunum til þeirra fyrrnefndu að kjósa tímabundið. Erlent 22.2.2023 09:05 Ráðherra þáði hundruð milljóna frá eiturlyfjahring Genaro García Luna, fyrrverandi öryggismálaráðherra Mexíkó, var í gær sakfelldur fyrir dómi í Bandaríkjunum fyrir að hafa þegið milljónir dollara í mútur frá mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa. Hann mun dvelja í fangelsi að minnsta kosti næstu tuttugu árin. Erlent 22.2.2023 07:25 Bandarískur auðmaður býður sig fram til forseta Bandaríski auðmaðurinn Vivek Ramaswamy hefur tilkynnt um framboð sitt til að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum sem fram fara í Bandaríkjunum á næsta ári. Innlent 22.2.2023 07:03 Fóru að óttast um Panettiere eftir að hann mætti ekki á fund Vinir leikarans Jansen Panettiere, sem fannst látinn á heimili sínu, höfðu áhyggjur af líðan hans eftir að hann mætti ekki á fund á sunnudag. Einn vinanna kom síðar að honum látnum á heimili sínu. Lífið 21.2.2023 20:36 Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. Erlent 21.2.2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 21.2.2023 17:04 Stofnandi umdeildra hægrisamtaka út í kuldann Hægrisamtökin Project Veritas sem eru þekktust fyrir leynilegar og misvísandi upptökur útsendara sem villa á sér heimildir ráku James O'Keefe, stofnanda þeirra, í gær. O'Keefe er sakaður um að koma illa fram við starfsfólk og eyða fé samtakanna í bíla, einkaflugvélar og misheppnaðar danssýningar. Erlent 21.2.2023 15:05 Feðgamyndin frá New York sem endaði óvart í Góða hirðinum „Hver hendir þrívíddar fjölskyldumyndinni sinni?“ spurði kona að nafni Aldís í færslu á Facebook á dögunum. Svarið við þeirri spurningu er Magnús Már Kristinsson. Hann ætlaði þó ekki að gefa myndina frá sér þar sem honum þykir afar vænt um hana. Lífið 21.2.2023 14:36 George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. Erlent 21.2.2023 10:32 Bólgan eftir aðgerðina búin að hjaðna Söngkonan Madonna vakti töluverða athygli á Grammy-verðlaunahátíðinni í byrjun febrúar. Það var umtalað á netinu að andlitið hennar virtist vera bólgið eftir aðgerð. Söngkonan segir að bólgan sé búin að hjaðna og birti mynd því til stuðnings í gær. Lífið 21.2.2023 10:17 Fyrrverandi starfsmaður handtekinn vegna dráps á biskupi Karlmaður sem lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum handtók í tengslum við morð á þekktum biskupi er eiginmaður þernu biskupsins og hafði sjálfur unnið fyrir hann. Lögregla rannsakar enn tilefni morðsins. Erlent 21.2.2023 08:49 Bróðir Hayden Panettiere látinn Bandaríski leikarinn og barnastjarnan Jansen Panettiere er látinn, 28 ára að aldri. Hann var bróðir leikkonunnar Hayden Panettiere. Lífið 21.2.2023 07:51 Sameinaðar á Íslandi eftir tveggja ára aðskilnað Tvær konur, önnur frá Bandaríkjunum og hin frá Bretlandi, hittust í Þýskalandi árið 2019 og urðu yfir sig ástfangnar. Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar settu hins vegar stórt strik í reikninginn og komu í veg fyrir að þær gátu hist. Eftir tæpan tveggja ára aðskilnað voru þær loksins sameinaðar á ný, á Íslandi. Lífið 20.2.2023 22:40 Telja að biskup hafi verið myrtur í Los Angeles Lögreglan í Los Angeles-sýslu rannsakar lát kaþólsks biskups á laugardag sem morð. Biskupinn var skotinn til bana á heimili sínu og byssumaðurinn eða mennirnir ganga enn lausir. Erlent 20.2.2023 12:00 Anna Maggý og Ashley Tisdale á listamessunni LA Art Show Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý er stödd í Kaliforníu um þessar mundir en hún er með bás á alþjóðlegu listamessunni LA Art Show. Með henni í för er Ásdís Þula, eigandi Gallerí Þulu, en blaðamaður tók aðeins púlsinn á þeim. Menning 20.2.2023 11:31 Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur í óvænta heimsókn til úkraínsku höfuðborgarinnar Kænugarðs. Hann fundaði með Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseta í morgun. Erlent 20.2.2023 10:26 Enn einni Teslunni ekið á neyðarbifreið vestanhafs Ökumaður Tesla-bifreiðar lést og farþegi slasaðist alvarlega þegar henni var ekið á kyrrstæða slökkvibifreið á hraðbraut í norðanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum á laugardag. Brunabílnum hafði verið lagt til að vernda slökkviliðsmenn á vettvangi annars slyss. Fjöldi sambærilegra slysa þar sem Teslur koma við sögu hefur átt sér stað vestanhafs. Erlent 20.2.2023 08:47 Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Bandarísk stjórnvöld telja ljóst að Kínverjar íhugi nú að veita Rússum beinan stuðning í innrásarstríði þeirra í Úkraínu í formi vopna. Sérfræðingur í alþjóðamálum telur að slíkur stuðningur yrði Kínverjum afar dýrkeyptur. Erlent 19.2.2023 22:00 Law & Order stjarna fallin frá Leikarinn og grínistinn Richard Belzer er látinn. Belzer, sem var 78 ára gamall var þekktastur fyrir að leika rannsóknarlögreglumanninn John Munch í Homicide: Life on the Street og Law & Order: SVU þáttunum um árabil. Hann lést á heimili sínu í Frakklandi í morgun. Lífið 19.2.2023 20:13 Tom Sizemore í alvarlegu ástandi eftir heilablóðfall Leikarinn Tom Sizemore, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Saving Private Ryan, Black Hawk Down, Heat og mörgum öðrum myndum var fluttur á sjúkrahús í Los Angeles síðustu nótt. Hann er sagður hafa fengið heilablóðfall og ku vera í alvarlegu ástandi. Lífið 19.2.2023 18:46 Jimmy Carter liggur banaleguna Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. Erlent 18.2.2023 21:04 Slapp frá mannræningja með því að læsa sig inni á bensínstöð Kona sem hafði verið haldið nauðugri í nærri því ár, slapp með því að læsa sig inni á bensínstöð í New Jersey í Bandaríkjunum. Maður sem hún hóf samband með beitti hana ofbeldi og hélt henni nauðugri um langt skeið. Hann hefur verið ákærður fyrir mannrán. Erlent 18.2.2023 20:43 Sex skotin til bana í smábæ Sex létust í röð skotárása í smábænum Arkabutla í Mississippi í Bandaríkjunum í dag. Einn hefur verið handtekinn, grunaður um ódæðið. Erlent 17.2.2023 21:27 Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi Fyrrverandi lögregluþjónarnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir að berja Tyre Nichols til bana, lýstu allir yfir sakleysi sínu í dómsal. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir mættu í dómsal eftir dauða Nichols, sem vakti mikla athygli og reiði um gervöll Bandaríkin. Erlent 17.2.2023 16:19 Fleiri ríki í Bandaríkjunum setja nú LeBron James fyrir ofan Jordan LeBron James er nú orðinn stigahæsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta sem mörgum finnst að hjálpi honum mikið í baráttunni um að vera álitinn sá besti sem hefur spilað körfuboltaíþróttina. Körfubolti 17.2.2023 15:30 « ‹ 91 92 93 94 95 96 97 98 99 … 334 ›
Morðingi Nipsey Hussle í minnst 60 ára fangelsi Maðurinn sem myrti rapparann Nipsey Hussle hefur verið dæmdur í minnst 60 ára fangelsi. Hann gæti setið inni til dauðadags. Erlent 22.2.2023 21:13
Endurheimti óvænt listaverk sem týndust á leiðinni frá Íslandi Bandarísk listakona sem dvaldi á Íslandi nýlega var eyðilögð þegar hún týndi dýrmætum listaverkum í fluginu heim. Sagan af því hvernig hún endurheimti verðmætin hefur fangað hug og hjörtu netverja. Lífið 22.2.2023 20:01
Pútín dásamaður á mikilli hyllingarsamkomu í Moskvu Biden Bandaríkjaforseti fundaði í dag í Varsjá með leiðtogum níu aðildarríkja NATO í austur Evrópu um varnir álfunnar og stuðning við Úkraínu. Pútín reyndi að fá Kínverja til liðs við sig og mætti síðan á hyllingarsamkomu með stuðningsmönnum sínum. Erlent 22.2.2023 19:05
Bað sjö ára dóttur sína um að leikstýra fyrir sig Rapparinn Macklemore ákvað að spyrja dóttur sína hvort hún væri til í að leikstýra myndbandinu við nýjasta lagið sitt, No Bad Days. Lagið er á nýrri plötu rapparans sem kemur út þann þriðja mars næstkomandi. Lífið 22.2.2023 10:30
Lögðu til ákærur í máli Trumps í Georgíu: „Þetta er ekki stuttur listi“ Ákærudómstóll í Georgíu sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamenn hans vegna afskipta þeirra af framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur lagt til að nokkrir sem að málinu koma verði ákærðir. Erlent 22.2.2023 10:24
Þingmaður vill kljúfa Bandaríkin í tvennt Umdeildur fulltrúadeildarþingmaður með vaxandi áhrif innan Repúblikanaflokksins kallaði eftir því að Bandaríkjunum yrði skipt í tvennt í annars vegar ríki þar sem meirihluti kýs repúblikana og hins vegar þar sem flestir kjósa demókrata. Þá vill hún banna þeim sem flytja frá síðarnefndu ríkjunum til þeirra fyrrnefndu að kjósa tímabundið. Erlent 22.2.2023 09:05
Ráðherra þáði hundruð milljóna frá eiturlyfjahring Genaro García Luna, fyrrverandi öryggismálaráðherra Mexíkó, var í gær sakfelldur fyrir dómi í Bandaríkjunum fyrir að hafa þegið milljónir dollara í mútur frá mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa. Hann mun dvelja í fangelsi að minnsta kosti næstu tuttugu árin. Erlent 22.2.2023 07:25
Bandarískur auðmaður býður sig fram til forseta Bandaríski auðmaðurinn Vivek Ramaswamy hefur tilkynnt um framboð sitt til að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum sem fram fara í Bandaríkjunum á næsta ári. Innlent 22.2.2023 07:03
Fóru að óttast um Panettiere eftir að hann mætti ekki á fund Vinir leikarans Jansen Panettiere, sem fannst látinn á heimili sínu, höfðu áhyggjur af líðan hans eftir að hann mætti ekki á fund á sunnudag. Einn vinanna kom síðar að honum látnum á heimili sínu. Lífið 21.2.2023 20:36
Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. Erlent 21.2.2023 20:00
„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 21.2.2023 17:04
Stofnandi umdeildra hægrisamtaka út í kuldann Hægrisamtökin Project Veritas sem eru þekktust fyrir leynilegar og misvísandi upptökur útsendara sem villa á sér heimildir ráku James O'Keefe, stofnanda þeirra, í gær. O'Keefe er sakaður um að koma illa fram við starfsfólk og eyða fé samtakanna í bíla, einkaflugvélar og misheppnaðar danssýningar. Erlent 21.2.2023 15:05
Feðgamyndin frá New York sem endaði óvart í Góða hirðinum „Hver hendir þrívíddar fjölskyldumyndinni sinni?“ spurði kona að nafni Aldís í færslu á Facebook á dögunum. Svarið við þeirri spurningu er Magnús Már Kristinsson. Hann ætlaði þó ekki að gefa myndina frá sér þar sem honum þykir afar vænt um hana. Lífið 21.2.2023 14:36
George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. Erlent 21.2.2023 10:32
Bólgan eftir aðgerðina búin að hjaðna Söngkonan Madonna vakti töluverða athygli á Grammy-verðlaunahátíðinni í byrjun febrúar. Það var umtalað á netinu að andlitið hennar virtist vera bólgið eftir aðgerð. Söngkonan segir að bólgan sé búin að hjaðna og birti mynd því til stuðnings í gær. Lífið 21.2.2023 10:17
Fyrrverandi starfsmaður handtekinn vegna dráps á biskupi Karlmaður sem lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum handtók í tengslum við morð á þekktum biskupi er eiginmaður þernu biskupsins og hafði sjálfur unnið fyrir hann. Lögregla rannsakar enn tilefni morðsins. Erlent 21.2.2023 08:49
Bróðir Hayden Panettiere látinn Bandaríski leikarinn og barnastjarnan Jansen Panettiere er látinn, 28 ára að aldri. Hann var bróðir leikkonunnar Hayden Panettiere. Lífið 21.2.2023 07:51
Sameinaðar á Íslandi eftir tveggja ára aðskilnað Tvær konur, önnur frá Bandaríkjunum og hin frá Bretlandi, hittust í Þýskalandi árið 2019 og urðu yfir sig ástfangnar. Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar settu hins vegar stórt strik í reikninginn og komu í veg fyrir að þær gátu hist. Eftir tæpan tveggja ára aðskilnað voru þær loksins sameinaðar á ný, á Íslandi. Lífið 20.2.2023 22:40
Telja að biskup hafi verið myrtur í Los Angeles Lögreglan í Los Angeles-sýslu rannsakar lát kaþólsks biskups á laugardag sem morð. Biskupinn var skotinn til bana á heimili sínu og byssumaðurinn eða mennirnir ganga enn lausir. Erlent 20.2.2023 12:00
Anna Maggý og Ashley Tisdale á listamessunni LA Art Show Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý er stödd í Kaliforníu um þessar mundir en hún er með bás á alþjóðlegu listamessunni LA Art Show. Með henni í för er Ásdís Þula, eigandi Gallerí Þulu, en blaðamaður tók aðeins púlsinn á þeim. Menning 20.2.2023 11:31
Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur í óvænta heimsókn til úkraínsku höfuðborgarinnar Kænugarðs. Hann fundaði með Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseta í morgun. Erlent 20.2.2023 10:26
Enn einni Teslunni ekið á neyðarbifreið vestanhafs Ökumaður Tesla-bifreiðar lést og farþegi slasaðist alvarlega þegar henni var ekið á kyrrstæða slökkvibifreið á hraðbraut í norðanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum á laugardag. Brunabílnum hafði verið lagt til að vernda slökkviliðsmenn á vettvangi annars slyss. Fjöldi sambærilegra slysa þar sem Teslur koma við sögu hefur átt sér stað vestanhafs. Erlent 20.2.2023 08:47
Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Bandarísk stjórnvöld telja ljóst að Kínverjar íhugi nú að veita Rússum beinan stuðning í innrásarstríði þeirra í Úkraínu í formi vopna. Sérfræðingur í alþjóðamálum telur að slíkur stuðningur yrði Kínverjum afar dýrkeyptur. Erlent 19.2.2023 22:00
Law & Order stjarna fallin frá Leikarinn og grínistinn Richard Belzer er látinn. Belzer, sem var 78 ára gamall var þekktastur fyrir að leika rannsóknarlögreglumanninn John Munch í Homicide: Life on the Street og Law & Order: SVU þáttunum um árabil. Hann lést á heimili sínu í Frakklandi í morgun. Lífið 19.2.2023 20:13
Tom Sizemore í alvarlegu ástandi eftir heilablóðfall Leikarinn Tom Sizemore, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Saving Private Ryan, Black Hawk Down, Heat og mörgum öðrum myndum var fluttur á sjúkrahús í Los Angeles síðustu nótt. Hann er sagður hafa fengið heilablóðfall og ku vera í alvarlegu ástandi. Lífið 19.2.2023 18:46
Jimmy Carter liggur banaleguna Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. Erlent 18.2.2023 21:04
Slapp frá mannræningja með því að læsa sig inni á bensínstöð Kona sem hafði verið haldið nauðugri í nærri því ár, slapp með því að læsa sig inni á bensínstöð í New Jersey í Bandaríkjunum. Maður sem hún hóf samband með beitti hana ofbeldi og hélt henni nauðugri um langt skeið. Hann hefur verið ákærður fyrir mannrán. Erlent 18.2.2023 20:43
Sex skotin til bana í smábæ Sex létust í röð skotárása í smábænum Arkabutla í Mississippi í Bandaríkjunum í dag. Einn hefur verið handtekinn, grunaður um ódæðið. Erlent 17.2.2023 21:27
Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi Fyrrverandi lögregluþjónarnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir að berja Tyre Nichols til bana, lýstu allir yfir sakleysi sínu í dómsal. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir mættu í dómsal eftir dauða Nichols, sem vakti mikla athygli og reiði um gervöll Bandaríkin. Erlent 17.2.2023 16:19
Fleiri ríki í Bandaríkjunum setja nú LeBron James fyrir ofan Jordan LeBron James er nú orðinn stigahæsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta sem mörgum finnst að hjálpi honum mikið í baráttunni um að vera álitinn sá besti sem hefur spilað körfuboltaíþróttina. Körfubolti 17.2.2023 15:30
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent