Netanyahu og Gallant í hár saman undir hótunum frá Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. ágúst 2024 08:32 Netanyahu og Gallant hefur áður lent saman en starf Gallant er þó ekki sagt í hættu. Getty/Anadolu Agency/Amos Ben-Gershom Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sendi frá sér yfirlýsingu í gær eftir að fregnir bárust af því að varnarmálaráðherrann Yoav Gallant hefði kallað yfirlýst markmið Netanyahu um að tortíma Hamas „vitleysu“. Ummælin á Gallant að hafa látið falla á fundi um öryggismál. „Þegar Gallant tekur undir með orðræðunni gegn Ísrael dregur hann úr möguleikanum á að ná samningum um lausn gíslanna,“ sagði í yfirlýsingunni. Sigur gegn Hamas væru skýrt markmið forsætisráðherrans og ríkisstjórnarinnar og Gallant væri skuldbundinn til að vinna að því. Gallant hefur ekki staðfest að hafa lýst markmiðinu um tortímingu Hamas sem „vitleysu“ en sagði í eigin yfirlýsingu í gær að hann væri staðráðin í að ná markmiðum stríðsins og halda áfram að berjast þar til Hamas-samtökin hefðu verið leyst upp og gíslarnir frelsaðir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Netanyahu og Gallant deila en verulegur ágreiningur er uppi innan ríkisstjórnarinnar um stríðið og framtíð Gasa. Ísraelsmenn búa sig nú undir hefndaraðgerðir af hálfu Íran, Hamas og Hezbollah eftir drápin á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas, í Tehran og Fuad Shukr, einum leiðtoga Hezbollah, í Beirút. John F. Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjamenn væru sammála því mati Ísraelsmanna að árás af hálfu Íran gæti átt sér stað í þessari viku. Hann sagðist engu að síður gera ráð fyrir því, að óbreyttu, að vopnahlésviðræður hæfust á ný á fimmtudag. Joe Biden Bandaríkjaforseti og leiðtogar í Egyptalandi og Katar hafa sagst munu leggja fram lokatillögu að vopnahléi á fundinum á fimmtudag. Þá sendu Biden og leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu brýnt að ljúka málinu. Þeir hvöttu einnig Íran til að láta af hótunum sínum um hernaðarlega árás á Ísrael. Ísrael Íran Palestína Líbanon Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira
Ummælin á Gallant að hafa látið falla á fundi um öryggismál. „Þegar Gallant tekur undir með orðræðunni gegn Ísrael dregur hann úr möguleikanum á að ná samningum um lausn gíslanna,“ sagði í yfirlýsingunni. Sigur gegn Hamas væru skýrt markmið forsætisráðherrans og ríkisstjórnarinnar og Gallant væri skuldbundinn til að vinna að því. Gallant hefur ekki staðfest að hafa lýst markmiðinu um tortímingu Hamas sem „vitleysu“ en sagði í eigin yfirlýsingu í gær að hann væri staðráðin í að ná markmiðum stríðsins og halda áfram að berjast þar til Hamas-samtökin hefðu verið leyst upp og gíslarnir frelsaðir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Netanyahu og Gallant deila en verulegur ágreiningur er uppi innan ríkisstjórnarinnar um stríðið og framtíð Gasa. Ísraelsmenn búa sig nú undir hefndaraðgerðir af hálfu Íran, Hamas og Hezbollah eftir drápin á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas, í Tehran og Fuad Shukr, einum leiðtoga Hezbollah, í Beirút. John F. Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjamenn væru sammála því mati Ísraelsmanna að árás af hálfu Íran gæti átt sér stað í þessari viku. Hann sagðist engu að síður gera ráð fyrir því, að óbreyttu, að vopnahlésviðræður hæfust á ný á fimmtudag. Joe Biden Bandaríkjaforseti og leiðtogar í Egyptalandi og Katar hafa sagst munu leggja fram lokatillögu að vopnahléi á fundinum á fimmtudag. Þá sendu Biden og leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu brýnt að ljúka málinu. Þeir hvöttu einnig Íran til að láta af hótunum sínum um hernaðarlega árás á Ísrael.
Ísrael Íran Palestína Líbanon Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira