Bandaríkin

Fréttamynd

Biden bólu­settur eftir helgi

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Dr. Jill Biden, eiginkona hans, munu fá fyrri skammt bóluefnis við Covid-19 á mánudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Saka FAA og Boeing um að leyna upp­lýsingum um 737 MAX slysin

Rannsókn sem gerð var fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings segir sýna fram á að bæði flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum (FAA) og flugvélaframleiðandinn Boeing hafi reynt að koma í veg fyrir að mikilvægar upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar kæmu fram í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna

Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu.

Erlent
Fréttamynd

Vonast eftir skýrari svörum um stöðu bólu­efnis í dag

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir verkefni dagsins vera að ræða við dreifingaraðila bóluefnis Pfizer og finna út hver staða mála sé gagnvart Evrópu. Tilkynning var send út frá lyfjarisanum í kjölfar umræðu vestanhafs um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnisins.

Innlent
Fréttamynd

Pfizer: Engin seinkun á sendingum bólu­efna

Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað.

Erlent
Fréttamynd

Bóluefni Moderna fær neyðarleyfi

Ráðgjafaráð Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, FDA, hefur lagt til að bóluefni lyfjafyrirtækisins Moderna fái neyðarleyfi stofnunarinnar. Þannig verði hægt að taka bóluefnið í almenna notkun. Búist er við því að stofnunin fylgi ráðleggingum ráðsins fljótt og veiti bóluefninu blessun sína.

Erlent
Fréttamynd

Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan

Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni.

Erlent
Fréttamynd

Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna

Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn búa sig undir snjóstorm

Bandaríkjamenn á austurströndinni búa sig nú undir mikla snjókomu og eru viðvaranir í gildi hjá sextíu milljónum manna. Búist er við að stormurinn nái allt frá Colorado og upp til Maine ríkis og viðvaranir vegna þessa eru í gildi í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Þjóð­garðar í Banda­ríkjunum og á Ís­landi

Theodore Roosevelt fæddist árið 1858 í stóru einbýlishúsi á besta stað í miðborg New York. Hann hóf snemma að veiða dýr og stoppa þau upp, áhugamál sem áttu eftir að fylgja honum lengi. Rúmlega tvítugur fór hann til Dakóta landsvæðisins til að veiða vísunda áður en tegundin yrði útdauð. Þessi ferð breytti lífi hans.

Skoðun
Fréttamynd

Fylgjast náið með njósnahneykslinu í Danmörku

Íslensk stjórnvöld fylgast náið með framvindu njósnahneykslis sem skekið hefur danska stjórnkerfið að undanförnu, eftir að upp komst að leyniþjónusta danska hersins veitti Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, aðgang að ljósleiðurum.

Innlent
Fréttamynd

McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju

Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Biden ætlar að tilnefna Buttigieg í embætti samgönguráðherra

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að skipa Pete Buttigieg í embætti samgönguráðherra Bandaríkjanna. Þetta hafa fjölmiðlar vestanhafs eftir heimildarmönnum sínum. Buttigieg, sem kallaður er Mayor Pete, því hann var borgarstjóri South Bend í Indiana, bauð sig fram til forseta í forvali Demókrataflokksins og þá gegn Biden.

Erlent
Fréttamynd

Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps

Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu.

Erlent
Fréttamynd

Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni.

Erlent
Fréttamynd

Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín

Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Samstarfsmenn Trump meðal fyrstu til að fá bóluefnið

Starfsmenn Hvíta hússins sem vinna með Donald Trump Bandaríkjaforseta verða bólusettir á næstu dögum. Verið er að undirbúa dreifingu bóluefnis Pfizer og BioNTech til forgangshópa vestanhafs en starfsmenn Hvíta hússins tilheyra ekki þeim hópum.

Erlent