Texas í hart gegn foreldrum transbarna Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 21:57 Greg Abbott talar hér til stuðningsmanna sinna á framboðsfundi fyrr í þessum mánuði en ríkisstjórakosningar fara fram í Texas í nóvember. Vísir/AP Ríkisstjóri Texas hefur fyrirskipað starfsmönnum ríkisins að rannsaka mál sem tengjast réttindum og kynleiðréttingaferli transbarna. Texas gæti fetað í fótspor ríkja sem bannað hafa kynleiðréttingar barna. Í bréfi sem ríkisstjórinn, Greg Abbott, sendi skrifstofu fjölskyldu- og barnaverndar í Texas um helgina fylgdi hann eftir yfirlýsingu ríkissaksóknara Texas, Ken Paxton, sem hélt því fram að hlutar ferlisins í kynleiðréttingu barna væru ofbeldi gegn börnum. Báðir eru þeir Abbott og Paxton Repúblikanar. Í bréfinu segir Abbott að skurðaðgerðir og hormónameðferðir vegna kynleiðréttingar gætu flokkast sem ofbeldi gegn börnum samkvæmt lögum Texasríkis. Þá tók hann fram að barnaverndarskrifstofan bæri ábyrgð á því að vernda börn gegn ofbeldi og bætti við á Twitter að stofnunin ætti að ákæra tilfelli þar sem grunur væri uppi um slíkt. Texas Attorney General: “There is no doubt" that gender transition of minors is ‘child abuse’ under Texas law.The Texas Dept. of Family & Protective Services will enforce this ruling and investigate & refer for prosecution any such abuse.https://t.co/hZQguNOiye— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) February 22, 2022 Þá sagði Abbott að læknum, hjúkrunarfræðingum og kennurum bæri skylda til að tilkynna ofbeldi gagnvart börnum og að hægt væri að ákæra þá sem ekki framfylgdu þeim skyldum. Þetta er nýjasta útspil hans í þeirri vegferð að takmarka réttindi transbarna en í október skrifaði Abbott undir lög sem banna transstúlkum að keppa í kvennaflokki í íþróttum. Fleiri ríki Bandaríkjanna hafa fetað svipaðar slóðir og Texas. Í apríl voru samþykkt lög sem banna kynleiðréttingar barna og fyrr í þessum mánuði skrifaði ríkisstjóri Suður-Dakóta undir lög sem banna transstúlkum að spila í kvennaflokki íþrótta alveg út háskóla. Demókratar hafa brugðist við þessum yfirlýsingum Abbott. Saksóknari Harris sýslu, Christian Menefee gaf út yfirlýsingu þar sem Abbott og Paxton væru að hunsa lækna og vísvitandi að mistúlka lög. .@GovAbbott As the lawyer who represents DFPS in civil child abuse cases in Harris County, I can tell you my office won’t be participating in this political game. We’ll continue to follow the laws on the books—not @KenPaxtonTX’s politically motivated and legally wrong ‘opinion’ https://t.co/cJdaYE7uC3— Christian D. Menefee (@CDMenefee) February 22, 2022 Skrifstofa saksóknara í Travis sýslu þar sem höfuðborg Texas, Austin, er staðsett segist ekki ætla að framfylgja fyrirmælum Abbott. Delia Garza, saksóknari Travis sýslu, segir að forystumenn Repúblikana í ríkinu væru að reyna að gera ástríka og góða foreldra að glæpamönnum. Bandaríkin Málefni trans fólks Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Í bréfi sem ríkisstjórinn, Greg Abbott, sendi skrifstofu fjölskyldu- og barnaverndar í Texas um helgina fylgdi hann eftir yfirlýsingu ríkissaksóknara Texas, Ken Paxton, sem hélt því fram að hlutar ferlisins í kynleiðréttingu barna væru ofbeldi gegn börnum. Báðir eru þeir Abbott og Paxton Repúblikanar. Í bréfinu segir Abbott að skurðaðgerðir og hormónameðferðir vegna kynleiðréttingar gætu flokkast sem ofbeldi gegn börnum samkvæmt lögum Texasríkis. Þá tók hann fram að barnaverndarskrifstofan bæri ábyrgð á því að vernda börn gegn ofbeldi og bætti við á Twitter að stofnunin ætti að ákæra tilfelli þar sem grunur væri uppi um slíkt. Texas Attorney General: “There is no doubt" that gender transition of minors is ‘child abuse’ under Texas law.The Texas Dept. of Family & Protective Services will enforce this ruling and investigate & refer for prosecution any such abuse.https://t.co/hZQguNOiye— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) February 22, 2022 Þá sagði Abbott að læknum, hjúkrunarfræðingum og kennurum bæri skylda til að tilkynna ofbeldi gagnvart börnum og að hægt væri að ákæra þá sem ekki framfylgdu þeim skyldum. Þetta er nýjasta útspil hans í þeirri vegferð að takmarka réttindi transbarna en í október skrifaði Abbott undir lög sem banna transstúlkum að keppa í kvennaflokki í íþróttum. Fleiri ríki Bandaríkjanna hafa fetað svipaðar slóðir og Texas. Í apríl voru samþykkt lög sem banna kynleiðréttingar barna og fyrr í þessum mánuði skrifaði ríkisstjóri Suður-Dakóta undir lög sem banna transstúlkum að spila í kvennaflokki íþrótta alveg út háskóla. Demókratar hafa brugðist við þessum yfirlýsingum Abbott. Saksóknari Harris sýslu, Christian Menefee gaf út yfirlýsingu þar sem Abbott og Paxton væru að hunsa lækna og vísvitandi að mistúlka lög. .@GovAbbott As the lawyer who represents DFPS in civil child abuse cases in Harris County, I can tell you my office won’t be participating in this political game. We’ll continue to follow the laws on the books—not @KenPaxtonTX’s politically motivated and legally wrong ‘opinion’ https://t.co/cJdaYE7uC3— Christian D. Menefee (@CDMenefee) February 22, 2022 Skrifstofa saksóknara í Travis sýslu þar sem höfuðborg Texas, Austin, er staðsett segist ekki ætla að framfylgja fyrirmælum Abbott. Delia Garza, saksóknari Travis sýslu, segir að forystumenn Repúblikana í ríkinu væru að reyna að gera ástríka og góða foreldra að glæpamönnum.
Bandaríkin Málefni trans fólks Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira