Skírði sóknarbörnin vitlaust í sextán ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 08:32 Séra Andres Arango með einu sóknarbarna sinna í Jórdan ánni í Ísrael. AP/Andrea Reyes Kaþólskur prestur í Arizona í Bandaríkjunum gerði reginmistök við störf sín í sextán ár. Hann skírði sóknarbörnin vitlaust og telur kaþólska kirkjan nú að allir þeir sem hann skírði séu ekki skírðir í Guðs augum. Kaþólskir eftirlitsmenn telja að þúsundir Arizonabúa hafi verið skírðir vitlaust þar sem presturinn fór með vitlaust mál við skírnarathöfnina og segja alla þá, sem presturinn skírði, þurfa að mæta aftur til kirkju til að láta endurskíra sig. Þá vilja mörg sóknarbarna hafa vaðið fyrir neðan sig og láta endurtaka fleiri athafnir, þar á meðal hjónavígslur. Presturinn Andres Arango starfaði við sömu kirkjuna í Arizona í sextán ár en mistök hans fólust í vitlausu orðalagi. Í stað þess að segja „Ég skíri þig í nafni föðurins, sonarins og heilags anda,“ sagði hann „Við skírum þig“ í upphafi bænarinnar. Vatíkanið úrskurðaði það árið 2020 að munurinn sé mjög mikilvægur í guðfræðilegum skilningi þar sem sóknin, „við“, er ekki að skíra manninn heldur Jesús kristur, „ég“, í gegn um prestinn. Sóknarbörn sem Arango skírði þurfa að láta skíra sig að nýju svo þau hafi vaðið fyrir neðan sig.AP Photo/Ross D. Franklin Þrátt fyrir þessi mistök voru sóknarbörn hans mjög ánægð með hans störf og segja hann ástæðuna fyrir því að fjölgaði í sókninni. Arango var prestur í miðbæ Phoenix frá árinu 2005 en hann settist nýlega í helgan stein, þann 1. febrúar síðastliðinn. Biskupsdæmið í Phoenix vinnur nú að því að leita uppi fólkið sem Arango skírði svo hægt sé að endurskíra það. Arango segir í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðu biskupsdæmisins að honum þætti miður að hann hafi gert mistök við skírnir undanfarin sextán ár. Bandaríkin Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Kaþólskir eftirlitsmenn telja að þúsundir Arizonabúa hafi verið skírðir vitlaust þar sem presturinn fór með vitlaust mál við skírnarathöfnina og segja alla þá, sem presturinn skírði, þurfa að mæta aftur til kirkju til að láta endurskíra sig. Þá vilja mörg sóknarbarna hafa vaðið fyrir neðan sig og láta endurtaka fleiri athafnir, þar á meðal hjónavígslur. Presturinn Andres Arango starfaði við sömu kirkjuna í Arizona í sextán ár en mistök hans fólust í vitlausu orðalagi. Í stað þess að segja „Ég skíri þig í nafni föðurins, sonarins og heilags anda,“ sagði hann „Við skírum þig“ í upphafi bænarinnar. Vatíkanið úrskurðaði það árið 2020 að munurinn sé mjög mikilvægur í guðfræðilegum skilningi þar sem sóknin, „við“, er ekki að skíra manninn heldur Jesús kristur, „ég“, í gegn um prestinn. Sóknarbörn sem Arango skírði þurfa að láta skíra sig að nýju svo þau hafi vaðið fyrir neðan sig.AP Photo/Ross D. Franklin Þrátt fyrir þessi mistök voru sóknarbörn hans mjög ánægð með hans störf og segja hann ástæðuna fyrir því að fjölgaði í sókninni. Arango var prestur í miðbæ Phoenix frá árinu 2005 en hann settist nýlega í helgan stein, þann 1. febrúar síðastliðinn. Biskupsdæmið í Phoenix vinnur nú að því að leita uppi fólkið sem Arango skírði svo hægt sé að endurskíra það. Arango segir í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðu biskupsdæmisins að honum þætti miður að hann hafi gert mistök við skírnir undanfarin sextán ár.
Bandaríkin Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira