Bandaríkin

Fréttamynd

Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals

Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við.

Erlent
Fréttamynd

„Derek Chau­vin sveik skjöld sinn“

Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur.

Erlent
Fréttamynd

Maxwell á­kærð fyrir man­sal í fyrsta sinn

Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Virkni bóluefna Moderna og Pfizer sögð 90%

Rannsókn á framlínustarfsfólki í Bandaríkjunum bendir til þess að bóluefni Moderna og Pfizer hafi 90% virkni í að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. Niðurstöður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eru sagðar í samræmi við þær rannsóknir sem lyfjafyrirtækin gerðu með bóluefnin.

Erlent
Fréttamynd

„Er þetta nógu þjóð­hollt?“

Undanfarin misseri hefur hatursglæpum gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna fjölgað gríðarlega. Upptök þessarar bylgju hatursglæpa rekja margir til rasisma í kjölfar kórónuveirufaraldursins í garð asískra Bandaríkjamanna.

Erlent
Fréttamynd

Osbourne deilir örlögum Morgan og er látin taka pokann sinn

Raunveruleikaþáttastjarnan Sharon Osbourne mun ekki snúa aftur í spjallþáttinn The Talk, eftir heita umræðu í þættinum um rasisma. Umræðan átti sér stað í kjölfar þess að Osbourne lýsti yfir stuðningi við sjónvarpsmanninn Piers Morgan.

Erlent
Fréttamynd

Eldgosið stutt frá þar sem Hot Stuff fórst með fjórtán manns

Þeirri tillögu hefur verið varpað fram að eldstöðin verði nefnd Hot Stuff, í virðingarskyni við áhöfn og farþega bandarískrar herflugvélar sem fórst á Fagradalsfjalli í síðari heimsstyrjöld. Í hópi þeirra sem létust var æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórinn sagður hafa hyglað fjölskyldu við skimun

Fjölskylda Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, og aðrir vel tengdir einstaklingar fengu forgang í skimun fyrir kórónuveirunni við upphaf faraldursins þar í fyrra. Á sama tíma áttu almennir borgarar í ríkinu erfitt með að komast í skimun.

Erlent
Fréttamynd

Enn skjóta Norðurkóreumenn eldflaugum

Bandarísk og japönsk stjórnvöld segja að einræðisstjórnin í Norður-Kóreu hafi skotið tveimur skotflaugum í Japanshaf þrátt fyrir að henni sé bannað að gera slíkar tilraunir. Þetta er í fyrsta skipti sem Norður-Kórea gerir eldflaugatilraun af þessu tagi eftir að Joe Biden varð forseti Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Leikarinn George Segal er allur

Bandaríski leikarinn George Segal er látinn, 87 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk í myndum á borð við Who’s Afraid of Virginia Wolf og sjónvarpsþáttunum Just Shoot Me! og The Goldbergs.

Lífið
Fréttamynd

Harry prins til BetterUp

Harry Bretaprins hefur verið ráðinn í stjórnandastöðu hjá bandaríska sprotafyrirtækinu BetterUp, sem metið er á um milljarð bandaríkjadala.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja

Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon.

Erlent