Felldu enn einn háttsettan ISIS-liða Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2022 14:01 Bandarískir hermenn í Sýrlandi í síðasta mánuði. Getty/Hedil Amir Bandarískir sérsveitarmenn réðust í nótt til atlögu gegn háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Hermennirnir voru fluttir með þyrlum til þorpsins Muluk Saray, sem er skammt frá Qamishli og er á yfirráðasvæði Bashars al Assads, forseta Sýrlands. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að Bandaríkjamenn geri árás sem þessa á yfirráðasvæði Assads, í það minnsta frá árinu 2008. Þrír síðustu æðstu leiðtogar hryðjuverkasamtakanna hafa verið felldir í sambærilegum árásum á undanförnum árum. Fregnir af árásinni eru enn á miklu reiki. Óljóst er hvort umræddur leiðtogi, sem er ekki núverandi æðsti leiðtogi samtakanna, var felldur eða handsamaður. Fréttaveitan Reuters hefur þó heimildir fyrir því að hann hafi verið felldur og er hann sagður hafa haldið utan um skipulag hópa hryðjuverkamanna ISIS í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa verið handsamaðir í árásinni. Heimildarmenn Reuters segja þá menn hafa haldið til í varðstöð vígahóps með tengsl við sýrlenska herinn í þorpinu. Heyrðu ekki skothríð Einn íbúi sagði að þyrlur hefðu lent í þorpinu um miðnætti að staðartíma og íbúum hafi verið sagt að halda kyrru heima fyrir og slökkva öll ljós. Hermennirnir eru sagðir hafa verið í þorpinu í nokkrar klukkustundir en íbúar munu ekki hafa heyrt neina skothríð. Charles Lister, sem sérhæfir sig meðal annars í málefnum Sýrlands, segir svæðið í kringum Qamishli lengi hafa verið viðkomustað erlendra vígamanna Al-Qaeda í Írak sem voru á leið til Íraks á árum áður. Leyniþjónusta Assads hafi hjálpað við að þjálfa þá og ferja til Íraks. Bandarískir sérsveitarmenn réðust svo til atlögu gegn AQÍ á svæðinu árið 2008 og felldu einn af leiðtogum samtakanna þar. AQÍ stökkbreyttust svo í ISIS. Hafa fellt þrjá leiðtoga á stuttum tíma Óljóst er hvort Bandaríkjamenn létu Rússa vita af atlögunni fyrirfram. Rússar eru bakhjarlar Assads og eru með herstöð skammt frá þorpinu sem um ræðir. Bandarískir sérsveitarmenn felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda ISIS, í Idlib í Sýrlandi árið 2019. Eftirmaður hans, Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, var svo felldur í annarri árás í febrúar á þessu ári. Maher al-Agal, þriðji leiðtogi samtakanna, var svo felldur í loftárás í júlí. Ekki er vitað hver leiðir samtökin í dag. Sýrland Bandaríkin Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að Bandaríkjamenn geri árás sem þessa á yfirráðasvæði Assads, í það minnsta frá árinu 2008. Þrír síðustu æðstu leiðtogar hryðjuverkasamtakanna hafa verið felldir í sambærilegum árásum á undanförnum árum. Fregnir af árásinni eru enn á miklu reiki. Óljóst er hvort umræddur leiðtogi, sem er ekki núverandi æðsti leiðtogi samtakanna, var felldur eða handsamaður. Fréttaveitan Reuters hefur þó heimildir fyrir því að hann hafi verið felldur og er hann sagður hafa haldið utan um skipulag hópa hryðjuverkamanna ISIS í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa verið handsamaðir í árásinni. Heimildarmenn Reuters segja þá menn hafa haldið til í varðstöð vígahóps með tengsl við sýrlenska herinn í þorpinu. Heyrðu ekki skothríð Einn íbúi sagði að þyrlur hefðu lent í þorpinu um miðnætti að staðartíma og íbúum hafi verið sagt að halda kyrru heima fyrir og slökkva öll ljós. Hermennirnir eru sagðir hafa verið í þorpinu í nokkrar klukkustundir en íbúar munu ekki hafa heyrt neina skothríð. Charles Lister, sem sérhæfir sig meðal annars í málefnum Sýrlands, segir svæðið í kringum Qamishli lengi hafa verið viðkomustað erlendra vígamanna Al-Qaeda í Írak sem voru á leið til Íraks á árum áður. Leyniþjónusta Assads hafi hjálpað við að þjálfa þá og ferja til Íraks. Bandarískir sérsveitarmenn réðust svo til atlögu gegn AQÍ á svæðinu árið 2008 og felldu einn af leiðtogum samtakanna þar. AQÍ stökkbreyttust svo í ISIS. Hafa fellt þrjá leiðtoga á stuttum tíma Óljóst er hvort Bandaríkjamenn létu Rússa vita af atlögunni fyrirfram. Rússar eru bakhjarlar Assads og eru með herstöð skammt frá þorpinu sem um ræðir. Bandarískir sérsveitarmenn felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda ISIS, í Idlib í Sýrlandi árið 2019. Eftirmaður hans, Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, var svo felldur í annarri árás í febrúar á þessu ári. Maher al-Agal, þriðji leiðtogi samtakanna, var svo felldur í loftárás í júlí. Ekki er vitað hver leiðir samtökin í dag.
Sýrland Bandaríkin Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira