Felldu enn einn háttsettan ISIS-liða Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2022 14:01 Bandarískir hermenn í Sýrlandi í síðasta mánuði. Getty/Hedil Amir Bandarískir sérsveitarmenn réðust í nótt til atlögu gegn háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Hermennirnir voru fluttir með þyrlum til þorpsins Muluk Saray, sem er skammt frá Qamishli og er á yfirráðasvæði Bashars al Assads, forseta Sýrlands. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að Bandaríkjamenn geri árás sem þessa á yfirráðasvæði Assads, í það minnsta frá árinu 2008. Þrír síðustu æðstu leiðtogar hryðjuverkasamtakanna hafa verið felldir í sambærilegum árásum á undanförnum árum. Fregnir af árásinni eru enn á miklu reiki. Óljóst er hvort umræddur leiðtogi, sem er ekki núverandi æðsti leiðtogi samtakanna, var felldur eða handsamaður. Fréttaveitan Reuters hefur þó heimildir fyrir því að hann hafi verið felldur og er hann sagður hafa haldið utan um skipulag hópa hryðjuverkamanna ISIS í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa verið handsamaðir í árásinni. Heimildarmenn Reuters segja þá menn hafa haldið til í varðstöð vígahóps með tengsl við sýrlenska herinn í þorpinu. Heyrðu ekki skothríð Einn íbúi sagði að þyrlur hefðu lent í þorpinu um miðnætti að staðartíma og íbúum hafi verið sagt að halda kyrru heima fyrir og slökkva öll ljós. Hermennirnir eru sagðir hafa verið í þorpinu í nokkrar klukkustundir en íbúar munu ekki hafa heyrt neina skothríð. Charles Lister, sem sérhæfir sig meðal annars í málefnum Sýrlands, segir svæðið í kringum Qamishli lengi hafa verið viðkomustað erlendra vígamanna Al-Qaeda í Írak sem voru á leið til Íraks á árum áður. Leyniþjónusta Assads hafi hjálpað við að þjálfa þá og ferja til Íraks. Bandarískir sérsveitarmenn réðust svo til atlögu gegn AQÍ á svæðinu árið 2008 og felldu einn af leiðtogum samtakanna þar. AQÍ stökkbreyttust svo í ISIS. Hafa fellt þrjá leiðtoga á stuttum tíma Óljóst er hvort Bandaríkjamenn létu Rússa vita af atlögunni fyrirfram. Rússar eru bakhjarlar Assads og eru með herstöð skammt frá þorpinu sem um ræðir. Bandarískir sérsveitarmenn felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda ISIS, í Idlib í Sýrlandi árið 2019. Eftirmaður hans, Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, var svo felldur í annarri árás í febrúar á þessu ári. Maher al-Agal, þriðji leiðtogi samtakanna, var svo felldur í loftárás í júlí. Ekki er vitað hver leiðir samtökin í dag. Sýrland Bandaríkin Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að Bandaríkjamenn geri árás sem þessa á yfirráðasvæði Assads, í það minnsta frá árinu 2008. Þrír síðustu æðstu leiðtogar hryðjuverkasamtakanna hafa verið felldir í sambærilegum árásum á undanförnum árum. Fregnir af árásinni eru enn á miklu reiki. Óljóst er hvort umræddur leiðtogi, sem er ekki núverandi æðsti leiðtogi samtakanna, var felldur eða handsamaður. Fréttaveitan Reuters hefur þó heimildir fyrir því að hann hafi verið felldur og er hann sagður hafa haldið utan um skipulag hópa hryðjuverkamanna ISIS í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa verið handsamaðir í árásinni. Heimildarmenn Reuters segja þá menn hafa haldið til í varðstöð vígahóps með tengsl við sýrlenska herinn í þorpinu. Heyrðu ekki skothríð Einn íbúi sagði að þyrlur hefðu lent í þorpinu um miðnætti að staðartíma og íbúum hafi verið sagt að halda kyrru heima fyrir og slökkva öll ljós. Hermennirnir eru sagðir hafa verið í þorpinu í nokkrar klukkustundir en íbúar munu ekki hafa heyrt neina skothríð. Charles Lister, sem sérhæfir sig meðal annars í málefnum Sýrlands, segir svæðið í kringum Qamishli lengi hafa verið viðkomustað erlendra vígamanna Al-Qaeda í Írak sem voru á leið til Íraks á árum áður. Leyniþjónusta Assads hafi hjálpað við að þjálfa þá og ferja til Íraks. Bandarískir sérsveitarmenn réðust svo til atlögu gegn AQÍ á svæðinu árið 2008 og felldu einn af leiðtogum samtakanna þar. AQÍ stökkbreyttust svo í ISIS. Hafa fellt þrjá leiðtoga á stuttum tíma Óljóst er hvort Bandaríkjamenn létu Rússa vita af atlögunni fyrirfram. Rússar eru bakhjarlar Assads og eru með herstöð skammt frá þorpinu sem um ræðir. Bandarískir sérsveitarmenn felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda ISIS, í Idlib í Sýrlandi árið 2019. Eftirmaður hans, Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, var svo felldur í annarri árás í febrúar á þessu ári. Maher al-Agal, þriðji leiðtogi samtakanna, var svo felldur í loftárás í júlí. Ekki er vitað hver leiðir samtökin í dag.
Sýrland Bandaríkin Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira