Saka samtök olíuútflutningsfyrirtækja um að styðja Rússa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. október 2022 00:12 Frá fundi ríkjanna í Vín. Prins Abdulaziz bin Salman, orkumálaráðherra Sádí-Arabíu sést fyrir miðri mynd. Bandaríkjamenn eru æfir yfir ákvörðun samtaka olíuútflutningsríkja um að minnka framleiðslu. EPA OPEC+ samtök olíuútflutningsríkja ákváðu í dag að draga verulega úr olíuframleiðslu til að bregðast við lækkandi olíuverði. Áhrifin á heimshagkerfið eru talin mikil og búist er við hækkunum á olíuverði eftir langþráðar lækkanir síðustu vikur. Ákvörðunin er högg fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta sem segir ákvörðunina til marks um skammsýni og sakar samtökin um að styðja Rússa með ákvörðuninni. Orkumálaráðherrar í samtökum olíuútflutningsríkja, OPEC+ tóku í dag ákvörðun um að skera niður framleiðslu um tvær milljónir olíutunna á dag frá og með nóvember. Ráðamenn segja ákvörðunina byggða á „óvissu sem umlykur efnahags- og olíumarkaðshorfur á heimsvísu.“ Orkuráðherra Sádi-Arabíu, Abdulaziz bin Salman, lagði áherslu á yfirlýst hlutverk hópsins sem verndari stöðugra orkumarkaða. „Við erum hér til að vera sem hófstillt afl, til að koma á stöðugleika,“ sagði hann við fréttamenn AP fréttaveitunnar. Olíuverð er langt undir sumartoppum sínum vegna ótta við samdrátt í helstu hagkerfum, Bandaríkja og Evrópu vegna verðbólgu, hækkandi vaxta og óvissu í kringum orkuútflugning. Ákvörðunin er sögð hagnast Rússum við að takast á við yfirvofandi bann Evrópusambandsins á stóran hluta rússneskrar olíu. Joe Biden Bandaríkjaforseti er allt annað en sáttur við ákvörðunina. Samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu ætla Biden og bandamenn hans að beita öllum brögðum til að minnka áhrif samtaka olíuútflutningsfyrirtækja á olíuverð. Key paragraph here in White House statement — suggests, maybe, US interest in exploring NOPEC, or repealing sovereign immunity from antitrust legislation that protects OPEC producers who manipulate energy prices. Would be a huge response pic.twitter.com/gRbvb4hEbm— Jeff Stein (@JStein_WaPo) October 5, 2022 “Það er alveg ljóst að OPEC+ eru að taka hlið Rússlands með nýjustu ákvörðuninni ,” sagði Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. Bin Salman vísaði því alfarið á bug að samtökin væru að aðstoða Rússa og sagði áherslu samtakanna vera skynsamlega stjórnun olíumarkaða. Orkumál Bandaríkin Sádi-Arabía Bensín og olía Tengdar fréttir Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. 5. október 2022 14:23 OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð. 5. október 2022 10:36 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Orkumálaráðherrar í samtökum olíuútflutningsríkja, OPEC+ tóku í dag ákvörðun um að skera niður framleiðslu um tvær milljónir olíutunna á dag frá og með nóvember. Ráðamenn segja ákvörðunina byggða á „óvissu sem umlykur efnahags- og olíumarkaðshorfur á heimsvísu.“ Orkuráðherra Sádi-Arabíu, Abdulaziz bin Salman, lagði áherslu á yfirlýst hlutverk hópsins sem verndari stöðugra orkumarkaða. „Við erum hér til að vera sem hófstillt afl, til að koma á stöðugleika,“ sagði hann við fréttamenn AP fréttaveitunnar. Olíuverð er langt undir sumartoppum sínum vegna ótta við samdrátt í helstu hagkerfum, Bandaríkja og Evrópu vegna verðbólgu, hækkandi vaxta og óvissu í kringum orkuútflugning. Ákvörðunin er sögð hagnast Rússum við að takast á við yfirvofandi bann Evrópusambandsins á stóran hluta rússneskrar olíu. Joe Biden Bandaríkjaforseti er allt annað en sáttur við ákvörðunina. Samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu ætla Biden og bandamenn hans að beita öllum brögðum til að minnka áhrif samtaka olíuútflutningsfyrirtækja á olíuverð. Key paragraph here in White House statement — suggests, maybe, US interest in exploring NOPEC, or repealing sovereign immunity from antitrust legislation that protects OPEC producers who manipulate energy prices. Would be a huge response pic.twitter.com/gRbvb4hEbm— Jeff Stein (@JStein_WaPo) October 5, 2022 “Það er alveg ljóst að OPEC+ eru að taka hlið Rússlands með nýjustu ákvörðuninni ,” sagði Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. Bin Salman vísaði því alfarið á bug að samtökin væru að aðstoða Rússa og sagði áherslu samtakanna vera skynsamlega stjórnun olíumarkaða.
Orkumál Bandaríkin Sádi-Arabía Bensín og olía Tengdar fréttir Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. 5. október 2022 14:23 OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð. 5. október 2022 10:36 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. 5. október 2022 14:23
OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð. 5. október 2022 10:36