Andlát Liam Payne

Fréttamynd

Hafi áður tekið of stóran skammt

Breski söngvarinn Liam Payne hafði áður tekið of stóran skammt eiturlyfja þannig að honum varð að bjarga. Hann er sagður hafa verið í engu ástandi til þess að taka þátt í upptökum á raunveruleikaþáttum Netflix sem fram fóru fyrr á þessu ári.

Lífið
Fréttamynd

Vilja gefa út síðustu þættina með Payne

Forsvarsmenn bandarísku streymisveitunnar Netflix hafa sett framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Building the Band á pásu en breski söngvarinn Liam Payne var þar aðalsprautan sem dómari. Þeir ætla sér að ræða málin við fjölskyldu söngvarans en vilja samt gefa þættina út að lokum. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hafi liðið sem gísl í Argentínu

Samfélagsmiðlastjarnan Kate Cassidy kærasta Liam Payne fannst líkt og hún væri gísl kærasta síns þar sem þau dvöldu saman í Buenos Aires í Argentínu stuttu áður en hann lést í sama fríi. Hún hafi átt gríðarlega erfitt með þá ákvörðun að fara eftir tvær vikur í Argentínu með söngvaranum.

Lífið
Fréttamynd

Frestar tón­leika­ferða­lagi vegna and­láts Payne

Zayn Malik hefur ákveðið að fresta Ameríkutúr sínum vegna fráfalls Liam Payne. Malik og Payne voru saman í strákahljómsveitinni One Direction. Payne lést á miðvikudag eftir að hafa fallið af svölum á hóteli í Buenos Aires í Argentínu.

Lífið
Fréttamynd

Faðir Payne las minningar­orð og þakkaði að­dá­endum

Geoff Payne, faðir söngvarans Liam Payne sem lést í vikunni, fór að hótelinu þar sem sonur hans lést í gær og skoðaði bréf og skilaboð frá aðdáendum hans. Aðdáendur Payne mynduðu einskonar vegg utan um hann á meðan hann gekk um til að skoða minningarorð aðdáenda sonar síns.

Lífið
Fréttamynd

Bar fyrir sig að hafa eitt sinn verið í strákabandi

Hótelgestur á CasaSur Palermo sem var einn sá síðasti til að eiga samskipti við breska söngvarann Liam Payne lýsir því að söngvarinn hafi verið hegðað sér einkennilega og  óþægilega við aðra hótelgesti skömmu áður en hann fór upp á herbergi sitt þar sem hann féll svo af svölunum. Hann þóttist kyrkja einn gestanna, rústaði tölvunni sinni og bar fyrir sig að hann hefði eitt sinn verið í strákabandi. 

Lífið
Fréttamynd

Fjöl­skylda Liam Payne biður um and­rými

Fjölskyldumeðlimir breska söngvarans Liam Payne hafa gefið frá sér yfirlýsingu vegna andláts hins 31 árs gamla söngvara. Þau segjast vera harmi slegin og biðja fjölmiðla um að gefa sér rými til að syrgja. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Argentínu gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að ómögulegt hafi verið að bjarga söngvaranum.

Lífið
Fréttamynd

Sím­tal í neyðarlínu varpar ljósi á at­burða­rásina

Starfsfólk á hóteli þar sem breski söngvarinn Liam Payne lést í gærkvöldi hringdi á neyðarlínu skömmu fyrir andlátið vegna hegðunar söngvarans sem sagður var láta öllum illum látum á milli þess sem hann væri meðvitundarlaus vegna fíkniefnaneyslu. Erlendir miðlar hafa í dag birt upptöku af símtalinu.

Lífið