Hafi liðið sem gísl í Argentínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. október 2024 16:23 Liam Payne og Kate Cassidy voru saman þar til stuttu áður en hann lést. Darren Gerrish/Getty Images Samfélagsmiðlastjarnan Kate Cassidy kærasta Liam Payne fannst líkt og hún væri gísl kærasta síns þar sem þau dvöldu saman í Buenos Aires í Argentínu stuttu áður en hann lést í sama fríi. Hún hafi átt gríðarlega erfitt með þá ákvörðun að fara eftir tvær vikur í Argentínu með söngvaranum. Frá þessu keppast erlendir slúðurmiðlar nú að hafa eftir vinkonu Cassidy. Payne lést í síðustu viku eftir að hann féll fram af svölum á hóteli í Buenos Aires í Argentínu. Komið hefur í ljós að söngvarinn var á fjöldanum öllum af eiturlyfjum en starfsfólk hringdi á neyðarlínu þar sem hann lét þar öllum illum látum. Áður hefur komið fram að hann hafi nýverið verið búinn að missa plötusamning sinn og umboðsmann. Voru í tvær vikur saman á hótelinu Fram kemur í umfjöllun PageSix um málið að parið hafi fyrst einungis ætlað sér að dvelja í Buenos Aires í nokkra daga, til þess að fara á tónleika hjá Niall Horan. Payne hafi hinsvegar ítrekað framlengt ferðina þrátt fyrir að Cassidy hafi viljað fara. „Þau eru í Argentínu og þetta er eins og gíslataka,“ segir vinkona hennar. „Hún segir honum að hún vilji fara, þetta er viku síðar. Hann grátbiður hana um að vera og hún framlengir alltaf ferðina, um einn dag, svo tvo daga. Hann vill bara að hún verði áfram, áfram, áfram.“ Hún hafi að endingu gefist upp. Hana hafi langað heim til sín, til vina sinna og fjölskyldu auk þess sem hún hafi haft skyldum að gegna í heimalandinu. Hafi ætlað að giftast Sjálf hefur Cassidy ekki með beinum hætti tjáð sig um síðustu daga sína með kærasta sínum. Hún minntist hans hinsvegar í einlægri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram sem hún birti í gær. Þar segir hún Payne hafa skrifað sér bréf stuttu fyrir andlát hans. „Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja. Hjarta mitt er brotið á hátt sem ég get ekki lýst. Ég vildi að þú gætir séð þau áhrif sem þú hefur á heiminn jafnvel þótt það sé sveipað rökkri einmitt núna. Þú færðir öllum svo mikla gleði og jákvæðni, milljónum aðdáenda, vinum, fjölskyldu og sérstaklega mér. Þú varst svo ótrúlega elskaður.“ View this post on Instagram A post shared by Kate Cassidy (@kateecass) Andlát Liam Payne Argentína Tengdar fréttir Bar fyrir sig að hafa eitt sinn verið í strákabandi Hótelgestur á CasaSur Palermo sem var einn sá síðasti til að eiga samskipti við breska söngvarann Liam Payne lýsir því að söngvarinn hafi verið hegðað sér einkennilega og óþægilega við aðra hótelgesti skömmu áður en hann fór upp á herbergi sitt þar sem hann féll svo af svölunum. Hann þóttist kyrkja einn gestanna, rústaði tölvunni sinni og bar fyrir sig að hann hefði eitt sinn verið í strákabandi. 18. október 2024 16:53 Frestar tónleikaferðalagi vegna andláts Payne Zayn Malik hefur ákveðið að fresta Ameríkutúr sínum vegna fráfalls Liam Payne. Malik og Payne voru saman í strákahljómsveitinni One Direction. Payne lést á miðvikudag eftir að hafa fallið af svölum á hóteli í Buenos Aires í Argentínu. 20. október 2024 08:20 Rekinn af útgáfunni stuttu fyrir andlátið Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music sagði upp samningi sínum við breska söngvarann Liam Payne nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þá var hann án umboðsmanns. 18. október 2024 09:59 Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Frá þessu keppast erlendir slúðurmiðlar nú að hafa eftir vinkonu Cassidy. Payne lést í síðustu viku eftir að hann féll fram af svölum á hóteli í Buenos Aires í Argentínu. Komið hefur í ljós að söngvarinn var á fjöldanum öllum af eiturlyfjum en starfsfólk hringdi á neyðarlínu þar sem hann lét þar öllum illum látum. Áður hefur komið fram að hann hafi nýverið verið búinn að missa plötusamning sinn og umboðsmann. Voru í tvær vikur saman á hótelinu Fram kemur í umfjöllun PageSix um málið að parið hafi fyrst einungis ætlað sér að dvelja í Buenos Aires í nokkra daga, til þess að fara á tónleika hjá Niall Horan. Payne hafi hinsvegar ítrekað framlengt ferðina þrátt fyrir að Cassidy hafi viljað fara. „Þau eru í Argentínu og þetta er eins og gíslataka,“ segir vinkona hennar. „Hún segir honum að hún vilji fara, þetta er viku síðar. Hann grátbiður hana um að vera og hún framlengir alltaf ferðina, um einn dag, svo tvo daga. Hann vill bara að hún verði áfram, áfram, áfram.“ Hún hafi að endingu gefist upp. Hana hafi langað heim til sín, til vina sinna og fjölskyldu auk þess sem hún hafi haft skyldum að gegna í heimalandinu. Hafi ætlað að giftast Sjálf hefur Cassidy ekki með beinum hætti tjáð sig um síðustu daga sína með kærasta sínum. Hún minntist hans hinsvegar í einlægri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram sem hún birti í gær. Þar segir hún Payne hafa skrifað sér bréf stuttu fyrir andlát hans. „Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja. Hjarta mitt er brotið á hátt sem ég get ekki lýst. Ég vildi að þú gætir séð þau áhrif sem þú hefur á heiminn jafnvel þótt það sé sveipað rökkri einmitt núna. Þú færðir öllum svo mikla gleði og jákvæðni, milljónum aðdáenda, vinum, fjölskyldu og sérstaklega mér. Þú varst svo ótrúlega elskaður.“ View this post on Instagram A post shared by Kate Cassidy (@kateecass)
Andlát Liam Payne Argentína Tengdar fréttir Bar fyrir sig að hafa eitt sinn verið í strákabandi Hótelgestur á CasaSur Palermo sem var einn sá síðasti til að eiga samskipti við breska söngvarann Liam Payne lýsir því að söngvarinn hafi verið hegðað sér einkennilega og óþægilega við aðra hótelgesti skömmu áður en hann fór upp á herbergi sitt þar sem hann féll svo af svölunum. Hann þóttist kyrkja einn gestanna, rústaði tölvunni sinni og bar fyrir sig að hann hefði eitt sinn verið í strákabandi. 18. október 2024 16:53 Frestar tónleikaferðalagi vegna andláts Payne Zayn Malik hefur ákveðið að fresta Ameríkutúr sínum vegna fráfalls Liam Payne. Malik og Payne voru saman í strákahljómsveitinni One Direction. Payne lést á miðvikudag eftir að hafa fallið af svölum á hóteli í Buenos Aires í Argentínu. 20. október 2024 08:20 Rekinn af útgáfunni stuttu fyrir andlátið Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music sagði upp samningi sínum við breska söngvarann Liam Payne nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þá var hann án umboðsmanns. 18. október 2024 09:59 Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Bar fyrir sig að hafa eitt sinn verið í strákabandi Hótelgestur á CasaSur Palermo sem var einn sá síðasti til að eiga samskipti við breska söngvarann Liam Payne lýsir því að söngvarinn hafi verið hegðað sér einkennilega og óþægilega við aðra hótelgesti skömmu áður en hann fór upp á herbergi sitt þar sem hann féll svo af svölunum. Hann þóttist kyrkja einn gestanna, rústaði tölvunni sinni og bar fyrir sig að hann hefði eitt sinn verið í strákabandi. 18. október 2024 16:53
Frestar tónleikaferðalagi vegna andláts Payne Zayn Malik hefur ákveðið að fresta Ameríkutúr sínum vegna fráfalls Liam Payne. Malik og Payne voru saman í strákahljómsveitinni One Direction. Payne lést á miðvikudag eftir að hafa fallið af svölum á hóteli í Buenos Aires í Argentínu. 20. október 2024 08:20
Rekinn af útgáfunni stuttu fyrir andlátið Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music sagði upp samningi sínum við breska söngvarann Liam Payne nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þá var hann án umboðsmanns. 18. október 2024 09:59