Símtal í neyðarlínu varpar ljósi á atburðarásina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. október 2024 10:19 Starfsfólk óttaðist að Liam Payne myndi gera sjálfum sér mein vegna ástands hans í gær. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Starfsfólk á hóteli þar sem breski söngvarinn Liam Payne lést í gærkvöldi hringdi á neyðarlínu skömmu fyrir andlátið vegna hegðunar söngvarans sem sagður var láta öllum illum látum á milli þess sem hann væri meðvitundarlaus vegna fíkniefnaneyslu. Erlendir miðlar hafa í dag birt upptöku af símtalinu. Payne lést í gærkvöldi eftir að hafa fallið af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Hann var einungis 31 árs og var líkt og alþjóð veit einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction sem naut gríðarlegra vinsælda árin 2010 til 2016 þegar sveitin hætti. Heyra má upptökuna í innslagi Sky News hér fyrir neðan og einnig neðar í fréttinni. Sagður hafa verið undir miklum áhrifum fíkniefna Í símtalinu má heyra yfirmaður í mótttöku hótelsins Casa Sur hringja áhyggjufullur í neyðarlínu. „Við erum með gest sem er gjörsamlega farinn vegna áfengis-og vímuefnaneyslu og þegar hann er með meðvitund þá skemmir hann allt í herberginu sínu.“ Yfirmaðurinn óskar eftir því við starfsmann neyðarlínunnar að aðstoð verði send með hraði. Er hann þá ítrekað spurður að því hvar hótelið sé. „Casa Azul Palermo. Við þurfum að fá einhvern strax því við vitum ekki hvort líf gestsins sé í hættu vegna þess að hann er í herbergi með svölum og við erum hrædd um að hann muni verða sér að voða,“ svarar hótelstarfsmaðurinn þá. Hann er þá spurður að því hve lengi söngvarinn hafi gist á hótelinu og svarar því að hann hafi verið þar í þrjá daga. Þá er hann spurður hvort hann hafi frekari upplýsingar um gestinn en segir svo ekki vera þar sem starfsfólk komist ekki inn á herbergið. Segist starfsmaður neyðarlínunnar að lokum ætla að senda lögreglu með sjúkrabíl og upphefst þá misskilningur þeirra á milli um hvort einungis þurfi sjúkrabíl en yfirmaðurinn bendir honum á að lögregla þurfi að vera með í för þar sem Payne sé undir áhrifum. Chilling 911 hotel call revealed as Liam Payne was ‘behaving erratically' pic.twitter.com/QjI9D8EPqV— The Sun (@TheSun) October 17, 2024 Hollywood Andlát Liam Payne Argentína Bretland Tengdar fréttir Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43 Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Payne lést í gærkvöldi eftir að hafa fallið af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Hann var einungis 31 árs og var líkt og alþjóð veit einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction sem naut gríðarlegra vinsælda árin 2010 til 2016 þegar sveitin hætti. Heyra má upptökuna í innslagi Sky News hér fyrir neðan og einnig neðar í fréttinni. Sagður hafa verið undir miklum áhrifum fíkniefna Í símtalinu má heyra yfirmaður í mótttöku hótelsins Casa Sur hringja áhyggjufullur í neyðarlínu. „Við erum með gest sem er gjörsamlega farinn vegna áfengis-og vímuefnaneyslu og þegar hann er með meðvitund þá skemmir hann allt í herberginu sínu.“ Yfirmaðurinn óskar eftir því við starfsmann neyðarlínunnar að aðstoð verði send með hraði. Er hann þá ítrekað spurður að því hvar hótelið sé. „Casa Azul Palermo. Við þurfum að fá einhvern strax því við vitum ekki hvort líf gestsins sé í hættu vegna þess að hann er í herbergi með svölum og við erum hrædd um að hann muni verða sér að voða,“ svarar hótelstarfsmaðurinn þá. Hann er þá spurður að því hve lengi söngvarinn hafi gist á hótelinu og svarar því að hann hafi verið þar í þrjá daga. Þá er hann spurður hvort hann hafi frekari upplýsingar um gestinn en segir svo ekki vera þar sem starfsfólk komist ekki inn á herbergið. Segist starfsmaður neyðarlínunnar að lokum ætla að senda lögreglu með sjúkrabíl og upphefst þá misskilningur þeirra á milli um hvort einungis þurfi sjúkrabíl en yfirmaðurinn bendir honum á að lögregla þurfi að vera með í för þar sem Payne sé undir áhrifum. Chilling 911 hotel call revealed as Liam Payne was ‘behaving erratically' pic.twitter.com/QjI9D8EPqV— The Sun (@TheSun) October 17, 2024
Hollywood Andlát Liam Payne Argentína Bretland Tengdar fréttir Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43 Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43