Símtal í neyðarlínu varpar ljósi á atburðarásina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. október 2024 10:19 Starfsfólk óttaðist að Liam Payne myndi gera sjálfum sér mein vegna ástands hans í gær. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Starfsfólk á hóteli þar sem breski söngvarinn Liam Payne lést í gærkvöldi hringdi á neyðarlínu skömmu fyrir andlátið vegna hegðunar söngvarans sem sagður var láta öllum illum látum á milli þess sem hann væri meðvitundarlaus vegna fíkniefnaneyslu. Erlendir miðlar hafa í dag birt upptöku af símtalinu. Payne lést í gærkvöldi eftir að hafa fallið af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Hann var einungis 31 árs og var líkt og alþjóð veit einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction sem naut gríðarlegra vinsælda árin 2010 til 2016 þegar sveitin hætti. Heyra má upptökuna í innslagi Sky News hér fyrir neðan og einnig neðar í fréttinni. Sagður hafa verið undir miklum áhrifum fíkniefna Í símtalinu má heyra yfirmaður í mótttöku hótelsins Casa Sur hringja áhyggjufullur í neyðarlínu. „Við erum með gest sem er gjörsamlega farinn vegna áfengis-og vímuefnaneyslu og þegar hann er með meðvitund þá skemmir hann allt í herberginu sínu.“ Yfirmaðurinn óskar eftir því við starfsmann neyðarlínunnar að aðstoð verði send með hraði. Er hann þá ítrekað spurður að því hvar hótelið sé. „Casa Azul Palermo. Við þurfum að fá einhvern strax því við vitum ekki hvort líf gestsins sé í hættu vegna þess að hann er í herbergi með svölum og við erum hrædd um að hann muni verða sér að voða,“ svarar hótelstarfsmaðurinn þá. Hann er þá spurður að því hve lengi söngvarinn hafi gist á hótelinu og svarar því að hann hafi verið þar í þrjá daga. Þá er hann spurður hvort hann hafi frekari upplýsingar um gestinn en segir svo ekki vera þar sem starfsfólk komist ekki inn á herbergið. Segist starfsmaður neyðarlínunnar að lokum ætla að senda lögreglu með sjúkrabíl og upphefst þá misskilningur þeirra á milli um hvort einungis þurfi sjúkrabíl en yfirmaðurinn bendir honum á að lögregla þurfi að vera með í för þar sem Payne sé undir áhrifum. Chilling 911 hotel call revealed as Liam Payne was ‘behaving erratically' pic.twitter.com/QjI9D8EPqV— The Sun (@TheSun) October 17, 2024 Hollywood Andlát Liam Payne Argentína Bretland Tengdar fréttir Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Payne lést í gærkvöldi eftir að hafa fallið af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Hann var einungis 31 árs og var líkt og alþjóð veit einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction sem naut gríðarlegra vinsælda árin 2010 til 2016 þegar sveitin hætti. Heyra má upptökuna í innslagi Sky News hér fyrir neðan og einnig neðar í fréttinni. Sagður hafa verið undir miklum áhrifum fíkniefna Í símtalinu má heyra yfirmaður í mótttöku hótelsins Casa Sur hringja áhyggjufullur í neyðarlínu. „Við erum með gest sem er gjörsamlega farinn vegna áfengis-og vímuefnaneyslu og þegar hann er með meðvitund þá skemmir hann allt í herberginu sínu.“ Yfirmaðurinn óskar eftir því við starfsmann neyðarlínunnar að aðstoð verði send með hraði. Er hann þá ítrekað spurður að því hvar hótelið sé. „Casa Azul Palermo. Við þurfum að fá einhvern strax því við vitum ekki hvort líf gestsins sé í hættu vegna þess að hann er í herbergi með svölum og við erum hrædd um að hann muni verða sér að voða,“ svarar hótelstarfsmaðurinn þá. Hann er þá spurður að því hve lengi söngvarinn hafi gist á hótelinu og svarar því að hann hafi verið þar í þrjá daga. Þá er hann spurður hvort hann hafi frekari upplýsingar um gestinn en segir svo ekki vera þar sem starfsfólk komist ekki inn á herbergið. Segist starfsmaður neyðarlínunnar að lokum ætla að senda lögreglu með sjúkrabíl og upphefst þá misskilningur þeirra á milli um hvort einungis þurfi sjúkrabíl en yfirmaðurinn bendir honum á að lögregla þurfi að vera með í för þar sem Payne sé undir áhrifum. Chilling 911 hotel call revealed as Liam Payne was ‘behaving erratically' pic.twitter.com/QjI9D8EPqV— The Sun (@TheSun) October 17, 2024
Hollywood Andlát Liam Payne Argentína Bretland Tengdar fréttir Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43