Krabbamein

Fréttamynd

Bylting fram­undan en Land­spítalinn þurfi að hlaupa hraðar

Hægt er að stórefla forvarnir, greiningar og meðferðir sjúkdóma með því að nýta upplýsingar úr stórum gagna- og lífsýnasöfnum. Heilbrigðisráðherra telur að Ísland geti orðið leiðandi á sviðinu og undirbýr þingsályktun. Kona sem fékk vitneskju um erfðasjúkdóm með slíkri aðferð segir að alla eftirfylgni hafi vantað.

Innlent
Fréttamynd

„Blessaður, þú ert með heila­æxli“

„Ég er alls ekki að leitast eftir vorkunn heldur langar mig bara að vekja athygli á því að fólk þarf að finna sínar leiðir og ég fann mína,“ segir Atli Þór Sigurðsson sem var að gefa út plötuna Heilakvel. Atli greindist með heilaæxli í fyrra og syngur um reynsluna.

Lífið
Fréttamynd

Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul

„Hún barðist ávallt eins og ljón og mjög hetjulega við öll þau veikindi sem á hana dundu. Það kom berlega í ljós hvað hún bjó yfir miklum styrk og baráttuvilja,“ segir Stella Maris Þorsteinsdóttir en yngri systir hennar, Sandra Þorsteinsdóttir, greindist með hvítblæði árið 1988, þá einungis átta ára gömul. 

Lífið
Fréttamynd

Mamman grét, eigin­maðurinn fraus en Veru var létt

25 ára kona sem greindist með bráðahvítblæði fyrir tveimur árum segir níu mánaða dóttur sína hafa verið sinn allra mest drifkraft í gegnum erfiða lyfjagjöf í lengri tíma. Hún hefur nú lokið meðferð og er orðin tveggja barna móðir eftir að hafa óvænt orðið ófrísk.

Lífið
Fréttamynd

Með krabba­mein í brjósti en hættir ekki að spila

Ein af aðalstjörnunum úr sigursælu landsliði Noregs í handbolta, Camilla Herrem, greindist með brjóstakrabbamein í sumar. Hún hefur verið í stífri lyfjameðferð en samt getað æft handbolta og ætlar að spila áfram með liði sínu í vetur.

Handbolti
Fréttamynd

„Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“

Í ár hefur þéttur og náinn vinahópur frá Borgarnesi skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið til að styðja við bakið á Birtu Björk Birgisdóttur sem staðið hefur frammi fyrir alvarlegum veikindum. Birta Björk greindist með beinkrabbamein í nóvember síðastliðnum og hefur síðan þá verið í strangri lyfjameðferð. Hópurinn ætlar að hlaupa til styrktar Ljósinu en þar hefur Birta fengið ómetanlegan stuðning í gegnum veikindaferlið.

Lífið
Fréttamynd

Fjöl­breytni í endur­hæfingu skiptir máli

Í starfi mínu hjá Ljósinu, þar sem unnið er með krabbameinsgreindum, sé ég daglega hversu öflug áhrif fjölbreytt iðja getur haft á þá sem sækja endurhæfingu. Þar eru allir að vinna að ákveðnum bata en engir tveir eru eins og það á einnig við um markmið þeirra, áskoranir og hvatningu til framfara.

Skoðun
Fréttamynd

Krabba­mein – reddast þetta?

Það er misviðrasamt á landinu þessar vikurnar; skýjabakkar en bjart með köflum. Þetta er staða sem við Íslendingar þekkjum og erum þjálfuð í að takast á við. Við höfum regnjakkann við höndina þrátt fyrir að sólin skíni, því við þurfum að vera tilbúin fyrir hvað sem er.

Skoðun
Fréttamynd

Geisla­með­ferð sem lífs­björg

Ég held að við upplifum flest áhyggjur þegar við lesum fréttir af því að bið fólks með krabbamein eftir því að komast í geislameðferð sé orðin tvöfalt lengri en sú hámarksbið sem miðað er við. Flest þekkjum við til og vitum hversu mikið álag er á fólki sem gengur í gegnum þessa erfiðu meðferð og sömuleiðis á ástvini þess. Það er hálfóhugsandi að ímynda sér stöðu þeirra sem hafa lokið lyfjameðferð og bíða bara eftir að geta haldið áfram sinni meðferð við þennan lífsógnandi óvin.

Skoðun
Fréttamynd

Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum

„Við erum ekki eitthvað eitt, þetta er alls konar,“ segir hinn 33 ára gamli uppistandari og útvarpsmaður Bolli Bjarnason. Móðir hans Jóna Hrönn Bolladóttir prestur greindist með krabbamein í september 2024 og segir Bolli að hann hafi upplifað breytt ástand innra með sér og tilfinningar sem hann þekkti ekki. Fjölskyldan heldur þó fast í jákvæðni og húmorinn.

Lífið
Fréttamynd

Sigraðist á krabba og komst að ó­léttu sam­dægurs

„Þær voru flestar áratugi eldri en ég og með gjörólíkar áskoranir í sínum veikindum Ég var að missa af útskriftarveislum og þurfti að útskýra fyrir glænýjum kærasta að ég væri á leið í lyfjameðferð,“ segir Guðrún Blöndal, eða Gunna eins og hún er oftast kölluð. Gunna greindist með Hodgkin’s eitilfrumukrabbamein snemma árs 2022, þá aðeins 21 árs gömul.

Lífið
Fréttamynd

Áhrifa­valdur sakaður um að bera á­byrgð á dauða dóttur sinnar

Synir breskrar konu sem er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um bóluefni og heilsu á samfélagsmiðlum saka hana um að bera ábyrgð á dauða systur þeirra. Hún lést af völdum krabbameins sem læknar töldu góðar líkur á að lækna með lyfjameðferð eftir að hún hafnaði meðferðinni.

Erlent
Fréttamynd

Söfnuðu milljón krónum fyrir ungt fólk með krabba­mein

Góðgerðardagurinn var haldinn í annað sinn í ár. Íbúar voru í aðdraganda dagsins beðnir um að styrkja nemendur um hundrað krónur til innkaupa á hráefnum. Á góðgerðadeginum sjálfum seldu nemendur svo mat, drykk og varning til styrktar Krafti, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.

Lífið
Fréttamynd

Hefja á­tak í HPV-bólu­setningu í vetur

Bólusetningar á drengjum gegn HPV-veirunni upp í átján ára aldur hefjast næsta vetur eftir að heilbrigðisráðherra ákvað að veita auknu fjármagni til þess að útvíkka bólusetningarnar. Bóluefni gegn veirunni eykur vörn gegn krabbameinum.

Innlent
Fréttamynd

Bak­slag í veikindi Val­geirs

Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson berst fyrir lífi sínu á krabbameinsdeild Landspítalans eftir að bakslag kom í baráttu hans við víðtækt eitlakrabbamein sem hann greindist með árið 2021. Sonur hans segir að tónlistin verði alltaf hans haldreipi í baráttunni.

Lífið
Fréttamynd

Fæstir bera nægi­lega mikið af sólar­vörn á sig

Íslendingar nota fæstir nægilega mikla sólarvörn að mati lækna sem vara við því að það geti tekið óvarið fólk skamman tíma að brenna þessa dagana. Slíkt getur haft alvarleg áhrif síðar. Þeir hvetja fólk til að bera á sig sólarvörn og velja hana vel.

Innlent
Fréttamynd

Rafrettur hafi lang­varandi af­leiðingar á lungu, heila og hjarta

Vís­bend­ing­ar eru komn­ar fram um að rafsíga­rett­ur­eyk­ing­ar hafi lang­vinn­ar heilsu­fars­leg­ar af­leiðing­ar á lungu, hjarta og heila. Rannsóknir sýna að rafsíga­rett­ur hafa ekki reynst gagn­leg­ar til að hætta síga­rett­ur­eyk­ing­um og tilhneigingin sé þvert á móti að inn­byrða meira nikó­tín.

Innlent