
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins

Þjálfari karlaliðsins biðst afsökunar á að hafa klappað fyrir Rubiales
Luis de la Fuente, þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur beðist afsökunar á því að hafa klappað fyrir ræðu Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, þar sem hann sagðist ekki ætla að segja af sér í kjölfar þess að hafa kysst Jenni Hermoso gegn hennar vilja.

Tileinkaði andstæðingunum í úrslitaleik HM verðlaunin
Sarina Wiegman, þjálfari Englands, var í gærkvöld valin þjálfari ársins í kvennaflokki af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Hún tileinkaði spænska kvennalandsliðinu, liðið sem hafði betur gegn Englandi í úrslitum HM, verðlaunin sín.

Mamma Rubiales útskrifuð af spítala eftir hungurverkfallið
Ángeles Béjar, mamma hins umdeilda forseta spænska knattspyrnusambandsins Luis Rubiales, hefur verið útskrifuð af spítala eftir að hafa verið lögð þar inn í kjölfar hungurverkfalls.

Kallar Rubiales gungu og segir hann hafa skemmt sér með táningum
Juan Rubiales, frændi Luis Rubiales – forseta spænska knattspyrnusambandsins, kallar frænda sinn gungu og segir frá veisluhöldum með táningum sem voru mögulega ólögráða.

Sameinuðu þjóðirnar senda Hermoso stuðningsyfirlýsingu
Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sent Jennifer Hermoso, leikmanni spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, stuðningsyfirlýsingu eftir að leikmaðurinn fékk óumbeðinn rembingskoss frá forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubialis.

Spænska knattspyrnusambandið leitar leiða til að reka Vilda
Spænska knattspyrnusambandið skoðar nú hvort það sé möguleiki á því að reka Jorge Vilda, þjálfara spænska kvennalandsliðsins.

Mamma Rubiales tilbúin að „deyja fyrir réttlætið“
Móðir Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, kveðst tilbúin að deyja til að sonur hennar njóti réttlætis.

BBC birti mynd af röngum sköllóttum manni í umfjöllun um Rubiales
Breska ríkisútvarpinu varð á í messunni þegar það fjallaði um Luis Rubiales og hneykslismálið sem skekur spænska fótboltann.

Rannsaka koss Rubiales sem mögulegt kynferðisbrot
Saksóknarar á Spáni kanna nú hvort að Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands landsins, hafi framið kynferðisbrot þegar hann kyssti leikmann kvennalandsliðsins á munninn án samþykkis hennar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Leikmaðurinn segir að sambandið beiti hana þrýstingi.

Knattspyrnusamband Spánar biður forseta sambandsins að segja af sér
Knattspyrnusamband Spánar, RFEF, hefur beðið forseta sambandsins, Luis Rubiales, um að segja af sér vegna hegðunar hans.

Real Madrid og Barcelona gæti verið hent úr Meistaradeildinni vegna Rubiales-hneykslisins
Hneyklismálið með Luis Rubiales hefur þegar haft mikil áhrif og þau gætu orðið enn meiri.

Mamma Rubiales í hungurverkfalli í kirkju
Þegar málið með Luis Rubiales virtist ekki geta orðið skrítnara varð það skrítnara. Móðir hans hefur nefnilega blandast í málið.

Leikmenn og stuðningsmenn sýndu Hermoso stuðning
Leikmenn og stuðningsmenn knattspyrnuliða um alla Evrópu sýndu Jenni Hermoso, leikmanni heimsmeistara Spánar, stuðning í verki í leikjum helgarinnar eftir að Hermosofékk óumbeðinn rembingskoss frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins.

Annar krísufundur framundan hjá Spánverjum
Spænska knattspyrnusambandið hefur boðað til annars krísufundar á morgun vegna málefna forsetans Luis Rubiales. Forsetinn neitar að hætta en FIFA hefur dæmt hann í þriggja mánaða bann.

Allt þjálfarateymi spænska landsliðsins segir upp störfum en Vilda fer ekki fet
Allt þjálfarateymi Jorge Vilda hefur sagt upp störfum í mótmælaskyni vegna framferðis Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Alls eru ellefu þjálfarar og starfsfólk sem yfirgefið liðið og lýsa þau yfir eindregnum stuðningi við Jenni Hermoso.

FIFA setur Rubiales í bann
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að setja Luis Rubiales, forseta Knattspyrnusambands Spánar, í tímabundið bann frá afskiptum af knattspyrnu.

Allar spænsku landsliðskonurnar ætla ekki að spila aftur fyrr en Luis Rubiales segir af sér
Leikmenn heimsmeistara Spánar hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þær segja að þær muni ekki spila fleiri leiki fyrir landsliðið fyrr en Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambandsins, segir af sér.

Hermoso stendur föst á sínu og er hætt í landsliðinu á meðan Rubiales er við völd
Jenni Hermoso, heimsmeistari með Spáni, hefur tjáð sig um atvikið sem átti sér stað að loknum úrslitaleik HM í knattspyrnu. Auk þess að fá verðlaunapening sinn afhentan frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss.

Iglesias gefur ekki á kost á sér í landsliðið vegna hegðunar forsetans
Borja Iglesias, framherji Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi verkefni vegna hegðunar Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins.

Rubiales bauð Vilda nýjan ofursamning í varnarræðu sinni
Luis Rubiales fór mikinn í ræðu sinni á fundi spænska knattspyrnusambandsins, sagðist ekki ætla að segja af sér sem forseti þess og lýsti yfir stuðningi sínum við umdeildan þjálfara kvennalandsliðsins.

Rubiales ætlar ekki að segja af sér: „Þeir eru að reyna að drepa mig“
Luis Rubiales harðneitar að segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna í fyrsta sinn.

Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin
Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld.

FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna
Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA.

Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar
Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta.

„Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“
Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru.

Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás
Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn.

Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu
Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál.

Forsætisráðherra Spánar gagnrýnir Rubiales
Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir úrslitaleik HM óásættanlega.

Grátbáðu Hermoso um að koma fram í fyrirgefningarmyndbandi eftir kossinn alræmda
Forseti spænska knattspyrnusambandsins grátbað Jennifer Hermoso um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á að hafa kysst hana á munninn eftir úrslitaleik HM.

Þjálfari Spánar kleip í brjóst samstarfskonu í úrslitaleiknum
Það er ekki bara forseti spænska knattspyrnusambandsins sem hefur komist í fréttirnar fyrir ósæmilega hegðun eftir að Spánn varð heimsmeistari kvenna heldur einnig þjálfarinn.