Tileinkaði andstæðingunum í úrslitaleik HM verðlaunin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 11:01 Sarina Wiegman er besti þjálfari Evrópu að mati UEFA. EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Sarina Wiegman, þjálfari Englands, var í gærkvöld valin þjálfari ársins í kvennaflokki af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Hún tileinkaði spænska kvennalandsliðinu, liðið sem hafði betur gegn Englandi í úrslitum HM, verðlaunin sín. Spánn hafði betur gegn Englandi í úrslitaleik HM í síðasta mánuði. Í stað þess að umræðan hafi snúist um hversu magnað lið Spánn er með og ótrúlegt afrek þeirra hefur hún snúið að Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Óumbeðinn smellti hann rembingskossi á Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins, og hefur atvikið dregið dilk á eftir sér. Hin 53 ára gamla Wiegman passaði sig að nefna það og stöðu kvenna í knattspyrnu í ræðu sinni. "There's still a long way to go in women's football and society."England manager Sarina Wiegman dedicates her UEFA Coach of the Year Award to the Spain national team. pic.twitter.com/WfGNySnmr2— DAZN Football (@DAZNFootball) August 31, 2023 Hún þakkaði fólki, þá sérstaklega kollegum sínum, fyrir að kjósa sem og öllum þeim sem koma að enska landsliðinu. Wiegman sagði að um mikinn heiður væri að ræða en að sama skapi væri þetta frekar skrítið. „Við vitum öll af vandamálunum í kringum spænska liðið og það svíður sem þjálfari, sem móðir tveggja stúlkna, sem eiginkona og sem manneskja. Það sýnir að það er enn langt í land þegar kemur að kvennaknattspyrnu og samfélaginu í heild.“ „Verðlaunin vil ég tileinka spænska landsliðinu sem spilaði frábæran fótbolta sem öll nutu,“ sagði Wiegman við dynjandi lófaklapp. „Ég ætlaði að biðja ykkur um að klappa eftir á en þetta lið á skilið að vera hyllt og á skilið að það sé hlustað á það,“ sagði Wiegman að endingu. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Sjá meira
Spánn hafði betur gegn Englandi í úrslitaleik HM í síðasta mánuði. Í stað þess að umræðan hafi snúist um hversu magnað lið Spánn er með og ótrúlegt afrek þeirra hefur hún snúið að Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Óumbeðinn smellti hann rembingskossi á Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins, og hefur atvikið dregið dilk á eftir sér. Hin 53 ára gamla Wiegman passaði sig að nefna það og stöðu kvenna í knattspyrnu í ræðu sinni. "There's still a long way to go in women's football and society."England manager Sarina Wiegman dedicates her UEFA Coach of the Year Award to the Spain national team. pic.twitter.com/WfGNySnmr2— DAZN Football (@DAZNFootball) August 31, 2023 Hún þakkaði fólki, þá sérstaklega kollegum sínum, fyrir að kjósa sem og öllum þeim sem koma að enska landsliðinu. Wiegman sagði að um mikinn heiður væri að ræða en að sama skapi væri þetta frekar skrítið. „Við vitum öll af vandamálunum í kringum spænska liðið og það svíður sem þjálfari, sem móðir tveggja stúlkna, sem eiginkona og sem manneskja. Það sýnir að það er enn langt í land þegar kemur að kvennaknattspyrnu og samfélaginu í heild.“ „Verðlaunin vil ég tileinka spænska landsliðinu sem spilaði frábæran fótbolta sem öll nutu,“ sagði Wiegman við dynjandi lófaklapp. „Ég ætlaði að biðja ykkur um að klappa eftir á en þetta lið á skilið að vera hyllt og á skilið að það sé hlustað á það,“ sagði Wiegman að endingu.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Sjá meira