Spánn vann HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á sunnudaginn en síðan hefur umfjöllunin um árangur liðsins aðallega snúist um hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins á úrslitaleiknum.
Las Territoriales quieren una Asamblea que escenifique el apoyo del fútbol a Rubiales
— MARCA (@marca) August 22, 2023
Los presidentes regionales consideran una injusticia la desproporción con la que los medios están juzgando al presidente de la RFEF
Lo cuenta @jfelixdiaz https://t.co/Otofza9p3W
Hinar frábæru landsliðskonur Spánar hafa þurft að sætta sig að vera svolítið í skugganum af fréttum af hegðun hæstráðanda í spænskum fótbolta.
Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, kyssti Jennifer Hermoso, einn leikmanna spænska liðsins beint á munninn í verðlaunaafhendingunni, faðmaði síðan alla leikmenn liðsins innilega og kyssti svo fleiri leikmenn út á velli í kjölfarið en ekki þó á muninn.
Þetta byrjað hins vegar allt þegar hann greip um klofið á sér í leikslok og fagnaði sigri með óboðlegum hætti, nánast við hlið spænsku drottningarinnar í heiðursstúkunni.
MACHISMO. SÓLO SÍ ES SÍ.
— MarthaMárquez (@MarthaMrquez13) August 20, 2023
Rubiales tuvo el ABUSO de besar en la boca a JEMI HERMOSO, demostrando su superioridad de MACHIRULO, esta ha declarado; "Eh, pero no me ha gustado".
Vilda es SOMOS CAMPEONAS DEL MUNDO, en femenino no masculino
Y el Marca;"con dos chochetes" en su portada. pic.twitter.com/bFsJPrt1GP
Rubiales gerði lítið út gagnrýninni til að byrja með en baðst svo afsökunar og reyndi allt til að þvinga Jennifer Hermoso til að vera með í þeirri afsökun. Hún varð ekki við því.
Gagnrýnin hefur komið alls staðar að, ekki aðeins í heimalandinu heldur út um allan heim. Spænski forsætisráðherrann er einn þeirra sem hefur fordæmt hegðun Rubiales.
Nú hefur spænska knattspyrnusambandið boðið neyðarfund, sannkallaðan krísufund í lok vikunnar.
Fundurinn verður mögulega strax á morgun. Sambandið sendi frá sér tilkynningu um neyðarfund hjá stjórn sambandsins þar sem kemur fram að þetta mál verði tekið fyrir sem agamál.
Spænska stórblaðið Marca segir að Rubiales ætli ekki að segja af sér og ætli að verja sig á neyðarfundi stjórnarinnar.
Por lo que sea Rubiales no se atrevió a hacer esto con Adama Traoré pic.twitter.com/Z3FQKLzBnP
— elon (@offensiveprank) August 23, 2023