Grátbáðu Hermoso um að koma fram í fyrirgefningarmyndbandi eftir kossinn alræmda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2023 14:01 Bakkabræðurnir Luis Rubiales og Jorge Vilda fagna heimsmeistaratitli Spánverja. getty/Maja Hitij Forseti spænska knattspyrnusambandsins grátbað Jennifer Hermoso um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á að hafa kysst hana á munninn eftir úrslitaleik HM. Sem frægt var smellti Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, kossi á munn Hermosos þegar hún tók við verðlaunum sínum eftir úrslitaleik HM. Þar vann Spánn England með einu marki gegn engu. Eftir að hafa upphaflega sagt öllum sem gagnrýndu hann til syndanna fann Rubiales sig knúinn til að biðjast afsökunar á kossinum fræga. Hermoso sagðist fyrst ekkert hafa verið fyrir kossinn gefin en skömmu síðar kvað við annan tón og hún afsakaði hegðun Rubiales. „Þetta gerðist bara í hita augnabliksins sökum þeirrar gríðarlegu ánægju sem fylgir því að vinna heimsmeistaratitilinn,“ segir Hermoso í yfirlýsingu sem AFP fréttaveitunni barst frá spænska knattspyrnusambandinu. „Við forsetinn eigum í góðu sambandi. Hegðun hans, gagnvart okkur öllum, hefur verið framúrskarandi. Þetta var bara hans leið til þess að sýna ástúð og þakklæti.“ Samkvæmt frétt miðilsins Revelo grátbað Rubiales Hermoso einnig um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á kossinum. Hún neitaði því. Þá leitaði Rubiales til þjálfara spænska liðsins, Jorge Vilda, og fékk hann með sér í lið. Á leiðinni heim frá Ástralíu talaði Vilda þrisvar sinnum við fjölskyldu Rubiales til að reyna að sannfæra hana um að koma fram í myndbandinu. Hermoso gaf sig hins vegar ekki og Rubiales var einn í afsökunarmyndbandinu sem var tekið á flugvelli í Doha. Vilda er sjálfur kominn í klandur eftir að myndband af honum þar sem hann sést klípa í brjóst samstarfskonu sinnar birtist á samfélagsmiðlum. Vilda er afar umdeildur en frægt er þegar fimmtán leikmenn spænska landsliðsins skrifuðu undir bréf þar sem þjálfunaraðferðir hans voru harðlega gagnrýndar og sagt að hann hefði slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu leikmanna. Vilda hefur þó alltaf notið stuðnings Rubiales. Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Greip um klofið á sér í leikslok og kyssti fleiri leikmenn Forseti spænska knattspyrnusambandsins hneykslaði marga með framkomu sinni á úrslitaleik HM kvenna og nú hefur komið í ljós að hann gerð mun meira en bara að smella rembingskossi á einn leikmenn spænska liðsins á verðlaunapallinum. 22. ágúst 2023 09:31 Heimsmeistarinn Hermoso ekki sátt með rembingskoss forseta spænska sambandsins Jennifer Hermoso spilaði stóran þátt í því að Spánn varð í fyrsta skipti heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á sunnudag þegar liðið lagði England 1-0 í úrslitum. Ásamt því að fá gullverðlaun sín frá forseta spænska knattspyrnusambandsins fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. 20. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjá meira
Sem frægt var smellti Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, kossi á munn Hermosos þegar hún tók við verðlaunum sínum eftir úrslitaleik HM. Þar vann Spánn England með einu marki gegn engu. Eftir að hafa upphaflega sagt öllum sem gagnrýndu hann til syndanna fann Rubiales sig knúinn til að biðjast afsökunar á kossinum fræga. Hermoso sagðist fyrst ekkert hafa verið fyrir kossinn gefin en skömmu síðar kvað við annan tón og hún afsakaði hegðun Rubiales. „Þetta gerðist bara í hita augnabliksins sökum þeirrar gríðarlegu ánægju sem fylgir því að vinna heimsmeistaratitilinn,“ segir Hermoso í yfirlýsingu sem AFP fréttaveitunni barst frá spænska knattspyrnusambandinu. „Við forsetinn eigum í góðu sambandi. Hegðun hans, gagnvart okkur öllum, hefur verið framúrskarandi. Þetta var bara hans leið til þess að sýna ástúð og þakklæti.“ Samkvæmt frétt miðilsins Revelo grátbað Rubiales Hermoso einnig um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á kossinum. Hún neitaði því. Þá leitaði Rubiales til þjálfara spænska liðsins, Jorge Vilda, og fékk hann með sér í lið. Á leiðinni heim frá Ástralíu talaði Vilda þrisvar sinnum við fjölskyldu Rubiales til að reyna að sannfæra hana um að koma fram í myndbandinu. Hermoso gaf sig hins vegar ekki og Rubiales var einn í afsökunarmyndbandinu sem var tekið á flugvelli í Doha. Vilda er sjálfur kominn í klandur eftir að myndband af honum þar sem hann sést klípa í brjóst samstarfskonu sinnar birtist á samfélagsmiðlum. Vilda er afar umdeildur en frægt er þegar fimmtán leikmenn spænska landsliðsins skrifuðu undir bréf þar sem þjálfunaraðferðir hans voru harðlega gagnrýndar og sagt að hann hefði slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu leikmanna. Vilda hefur þó alltaf notið stuðnings Rubiales.
Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Greip um klofið á sér í leikslok og kyssti fleiri leikmenn Forseti spænska knattspyrnusambandsins hneykslaði marga með framkomu sinni á úrslitaleik HM kvenna og nú hefur komið í ljós að hann gerð mun meira en bara að smella rembingskossi á einn leikmenn spænska liðsins á verðlaunapallinum. 22. ágúst 2023 09:31 Heimsmeistarinn Hermoso ekki sátt með rembingskoss forseta spænska sambandsins Jennifer Hermoso spilaði stóran þátt í því að Spánn varð í fyrsta skipti heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á sunnudag þegar liðið lagði England 1-0 í úrslitum. Ásamt því að fá gullverðlaun sín frá forseta spænska knattspyrnusambandsins fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. 20. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjá meira
Greip um klofið á sér í leikslok og kyssti fleiri leikmenn Forseti spænska knattspyrnusambandsins hneykslaði marga með framkomu sinni á úrslitaleik HM kvenna og nú hefur komið í ljós að hann gerð mun meira en bara að smella rembingskossi á einn leikmenn spænska liðsins á verðlaunapallinum. 22. ágúst 2023 09:31
Heimsmeistarinn Hermoso ekki sátt með rembingskoss forseta spænska sambandsins Jennifer Hermoso spilaði stóran þátt í því að Spánn varð í fyrsta skipti heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á sunnudag þegar liðið lagði England 1-0 í úrslitum. Ásamt því að fá gullverðlaun sín frá forseta spænska knattspyrnusambandsins fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. 20. ágúst 2023 23:31