Mannfjöldi

Fréttamynd

Er­lendum ríkis­borgurum fjölgað um níu prósent frá í desember

Alls voru 70.307 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. júlí síðastliðinn og fjölgaði þeim um 5.722 einstaklinga frá 1. desember 2022 eða um 8,9%. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár. Erlendir ríkisborgarar eru nú um 18 prósent landsmanna og hefur hlutfallið aukist að um rúmt prósent á ári undanfarin fimm ár.

Innlent
Fréttamynd

Frjósemi aldrei verið minni á Íslandi

Frjósemi hefur aldrei verið minni á Íslandi síðan mælingar hófust árið 1853. Frjósemistölur eru langt undir viðmiðum um þá frjósemi sem þarf til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Frjósemi hefur ekki náð því viðmiði í yfir tíu ár.

Innlent
Fréttamynd

Íbúum fjölgar og fjölgar í Hveragerði

„Hvergi á landinu hefur verið jafn mikil fjölgun hlutfallslega af íbúum eins og í Hveragerði síðustu tvö árin eða um sjö prósent“. Þetta segir Geir Sveinsson, bæjarstjóri um leið og hann ítrekar að vaxtarverkir fylgi slíkri fjölgun því allir innviðir bæjarfélagsins þurfi að vera í lagi.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum að halda áfram í þessu frjálsa falli“

„Við erum að halda áfram í þessu frjálsa falli í raun og veru,“ segir Sunna Kristín Símonardóttir nýdoktor í félagsfræði, sem rannsakar orsakir sífellt lækkandi fæðingartíðni á Íslandi. Á hverju ári lækkar fæðingartíðnin, með undantekingu í Covid, og eftir að hafa njósnað um óútkomnar tölur frá 2022, telur Sunna líklegt að þær verði lægri en nokkru sinni fyrr.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei meiri fjölgun íbúa

Íbúum á Íslandi fjölgaði um rúmlega 11.500 manns eða 3,1 prósent á milli ára í upphafi árs. Það er mesta fjölgun í sögu mannfjöldatalna á Íslandi sem ná aftur til fyrri hluta átjándu aldar.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingur búsettur í 100 ríkjum heims

Þann 1. desember 2022 voru 48.951 Íslendingur með skráð lögheimili erlendis, þar af 11.590 í Danmörku. Næst flestir voru skráðir í Noregi, 9.278, og 8.933 í Svíþjóð. Alls eru 62,1 prósent hópsins með skráð lögheimili á Norðurlöndunum.

Innlent
Fréttamynd

Elsti Ís­lendingurinn er 105 ára

Í dag eru 47 einstaklingar á Íslandi 100 ára og eldri. Þrír af þessum 47 einstaklingum eiga maka á lífi. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt Þjóðskrár yfir elstu íbúa landsins.

Innlent
Fréttamynd

Kínverjum fækkar í fyrsta sinn frá árinu 1961

Kínverjum fer nú fækkandi í fyrsta sinn síðan árið 1961. Í lok síðasta árs voru Kínverjar 1.41175 milljarðar en ári áður voru þeir 1.41260 milljarðar, sem er fækkun um 850 þúsund einstaklinga á einu ári.

Erlent
Fréttamynd

Lang­lífir og hamingju­samir en um leið met­hafar í lyfja­notkun

Á meðan Íslendingar eru meðal hamingjusömustu og langlífustu þjóða í heimi setja þeir hvert metið á fætur öðru í lyfjanotkun. Heimilislæknir segir mikilvægt að finna út hvað veldur þessu og meta stöðuna upp á nýtt. Það geti verið skaðlegt að vera mörgum lyfjum í langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta kom mér alls ekki á óvart“

Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima.

Innlent