Anna og Jón algengust Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2023 11:12 Í nýju myndbandi Hagstofunnar er farið yfir þróun helstu hagtalna á árinu. Vísir/Vilhelm Algengustu nöfnin, meðalaldur þjóðarinnar, hagvöxtur og mannfjöldaþróun er meðal þess sem tekið er saman í jóla-og áramótamyndbandi Hagstofunnar. Í myndbandinu þar sem farið er yfir þróun helstu hagtalna á árinu kemur meðal annars fram að Anna sé vinsælasta kvenmannsnafn landsins. Líkt og greint var frá í byrjun árs er þetta í fyrsta sinn sem Guðrúnu er steypt af stóli sem vinsælasta kvenmannsnafninu. Þriðja vinsælasta kvenmannsnafnið er Kristín. Af karlmannsnöfnum er Jón vinsælasta karlmannsnafnið, Sigurður í öðru sæti og Guðmundur í því þriðja. 400 þúsunda múrinn nálgast óðfluga Í byrjun árs voru landsmenn tæplega 388 þúsund, í september hafði þeim fjölgað um níu þúsund og voru þá tæplega 397 þúsund. Þar af bluggu 250 þúsund á höfuðborgarsvæðinu en 145 þúsund á landsbyggðinni. Tæplega 73 þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi í lok september, 18% landsmanna. Í byrjun árs voru landsmenn tæplega 388 þúsund en nær 400 þúsund í lok árs. Hagstofan Í myndbandinu er einnig vikið að ævilengd landsmanna, en þar kemur fram að íslenskar konur lifa að meðaltali í 84 ár en karlar í 81 ár. Þetta merkir að íslendingar eru einna langlífastir evrópuþjóða. Íslenskar konur lifa að meðaltali í 84 ár en karlar í 81 ár. Hagstofan Dró úr atvinnuleysi annað árið í röð Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust mikið á árinu á sama tíma og það dró verulega úr tekjum á álútflugningi. Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust mikið á árinu á sama tíma og það dró verulega úr tekjum á álútflugningi. Hagstofan Verðbólgan hélst mikil en tók aðeins að hjaðna upp úr miðju ári. Á sama tíma hækkuðu helstu neysluvörur og vextir fóru hækkandi. Annað árið í röð dró úr atvinnuleysi á sama tíma og starfandi fólki fjölgaði. Hagvöxtur hefur verið mikill undanfarið tvö ár og á fyrri hluta þessa árs. Á seinni hluta ársins hægðist hins vegar á miklum vexti efnahagslífsins, einkum innlendri neyslu. Hér er hægt að sjá myndband Hagstofunnar í heild sinni: Mannfjöldi Mannanöfn Fréttir ársins 2023 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Í myndbandinu þar sem farið er yfir þróun helstu hagtalna á árinu kemur meðal annars fram að Anna sé vinsælasta kvenmannsnafn landsins. Líkt og greint var frá í byrjun árs er þetta í fyrsta sinn sem Guðrúnu er steypt af stóli sem vinsælasta kvenmannsnafninu. Þriðja vinsælasta kvenmannsnafnið er Kristín. Af karlmannsnöfnum er Jón vinsælasta karlmannsnafnið, Sigurður í öðru sæti og Guðmundur í því þriðja. 400 þúsunda múrinn nálgast óðfluga Í byrjun árs voru landsmenn tæplega 388 þúsund, í september hafði þeim fjölgað um níu þúsund og voru þá tæplega 397 þúsund. Þar af bluggu 250 þúsund á höfuðborgarsvæðinu en 145 þúsund á landsbyggðinni. Tæplega 73 þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi í lok september, 18% landsmanna. Í byrjun árs voru landsmenn tæplega 388 þúsund en nær 400 þúsund í lok árs. Hagstofan Í myndbandinu er einnig vikið að ævilengd landsmanna, en þar kemur fram að íslenskar konur lifa að meðaltali í 84 ár en karlar í 81 ár. Þetta merkir að íslendingar eru einna langlífastir evrópuþjóða. Íslenskar konur lifa að meðaltali í 84 ár en karlar í 81 ár. Hagstofan Dró úr atvinnuleysi annað árið í röð Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust mikið á árinu á sama tíma og það dró verulega úr tekjum á álútflugningi. Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust mikið á árinu á sama tíma og það dró verulega úr tekjum á álútflugningi. Hagstofan Verðbólgan hélst mikil en tók aðeins að hjaðna upp úr miðju ári. Á sama tíma hækkuðu helstu neysluvörur og vextir fóru hækkandi. Annað árið í röð dró úr atvinnuleysi á sama tíma og starfandi fólki fjölgaði. Hagvöxtur hefur verið mikill undanfarið tvö ár og á fyrri hluta þessa árs. Á seinni hluta ársins hægðist hins vegar á miklum vexti efnahagslífsins, einkum innlendri neyslu. Hér er hægt að sjá myndband Hagstofunnar í heild sinni:
Mannfjöldi Mannanöfn Fréttir ársins 2023 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira