
Ölgerðin

Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða
Ölgerðin hefur samið um kaup á öllu hlutafé Kjarnavara ehf. Kjarnavörur er eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Þá á félagið Ísbúð Vesturbæjar. Heildarvirði félagsins er 3,97 milljarðar króna.

Ölgerðin kaupir Gæðabakstur
Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100 prósent hlut í Gæðabakstri ehf.. Heildarvirði viðskiptanna er um 3,5 milljarðar króna.

Hagnaðurinn dregst saman
Hagnaður Ölgerðarinnar eftir skatta nam 1.160 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Það gerir 22 prósent lækkun hagnaðar milli ára.

„Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar
Sala hjá Ölgerðinni hefur aldrei verið meiri fyrir jól en í ár. Nýliðin vika var sú stærsta í sögu fyrirtækisins.

4,4 milljarðar til borgarinnar vegna framkvæmda á Hólmsheiði
Áætlaðar tekjur Reykjavíkurborgar af sölu byggingarréttar og álagningu gatnagerðargjalda í tengslum við uppbyggingu nýs atvinnusvæðis á Hólmsheiði er 4,4 milljarðar króna. Borgarstjóri og fulltrúar fimm fyrirtækja skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um lóðarvilyrði á svæðinu

Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, mun í dag skrifa undir viljayfirlýsingu við fulltrúa fimm fyrirtækja vegna uppbyggingar á Hólmsheiði. Fyrirtækin sem um ræðir í fyrsta fasa uppbyggingarinnar eru Ölgerðin, Alvotech, Parlogis, Veritas og Safari.

Leiðir dýra útrás Collab meðfram MBA-námi
Ölgerðin hefur ráðið Ernu Hrund Hermannsdóttur verkefnastýru útflutnings á virknidrykknum Collab og sölustjóra Collab á Norðurlöndunum. Ölgerðin reiknar með því að tapa þrjú hundruð milljónum króna á útflutningi Collab á árinu.

Karen Ýr ráðin gæðastjóri
Karen Ýr Jóelsdóttir hefur tekið við starfi gæðastjóra Ölgerðarinnar og dótturfélaga þess. Hún tekur við starfinu af Guðna Þór Sigurjónssyni, sem nýverið var ráðinn forstöðumaður vaxtar og þróunardeildar félagsins.

Svekkjandi uppgjör og aðstoðarforstjórinn látinn róa
Ölgerðin tilkynnti í gær að staða aðstoðarforstjóra hafi verið lögð niður og Gunnari B. Sigurgeirssyni, sem gegnt hefur þeirri stöðu, hafi verið sagt upp störfum. Daginn áður birti félagið ársfjórðungsuppgjör og lækkaði afkomuspá.

Andri Þór Viðskiptafræðingur ársins 2024
Viðskiptafræðingur ársins 2024 er Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og formaður Viðskiptaráðs Íslands. Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) veitti honum þennan titil fyrir framúrskarandi störf sín og þátttöku í íslensku viðskiptalífi.

Pepsíunnandi til margra ára kveður drykkinn eftir breytinguna
Pepsíunnandi til margra ára segist hættur að drekka drykkinn eftir að sykurmagnið var minnkað og sætuefni settí staðinn. Næringarfræðingur segir sætuefni ekki skárri en sykur.

Ölgerðin er „sóknarfyrirtæki“ án þaks á möguleikum til vaxtar
Ölgerðin hefur vaxið um 73,5 prósent á ári undanfarin þrjú ár. Það þykir „okkur vel af sér fyrir 111 ára gamalt fyrirtæki,“ sagði forstjóri félagsins sem boðaði áframhaldandi sókn. „Við erum sóknarfyrirtæki.“

Andri Þór tekur við af Ara
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, hefur verið kjörinn formaður Viðskiptaráðs. Hann tekur við embætti formanns af Ara Fenger sem gegnt hefur stöðunni frá árinu 2020.

Ölgerðin breytir slagorðinu fyrir Kristal
Ölgerðin hefur breytt slagorði sínu fyrir sódavatnsdrykkinn Kristal. Breytingin er hluti af sýnilegum breytingum út á við í framhaldi af vottun Samtakanna 78 á Ölgerðinni sem hinseginvænum vinnustað, fyrst íslenskra fyrirtækja. Breytingin er lítil en táknræn. Upphafið að mun lengri og betri vegferð okkar allra segir forstjórinn.

Ölgerðin hættir með Red Bull
Vörumerkið Red Bull verður ekki hluti vörumerkja Ölgerðarinnar lengur en fyrirtækið sagði samningi sínum við Ölgerðina upp með sex mánaða fyrirvara.

Mætir með tuttugu ára reynslu hjá Ölgerðinni til Kælitækni
Valur Ásberg Valsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kælitækni frá og með 1. nóvember næstkomandi. Hann lét af störfum hjá Ölgerðinni í mars síðastliðnum.

Ölgerðin hefur „vaxandi áhyggjur“ af erfiðleikum veitingahúsa
Farið er að bera á erfiðleikum í rekstri veitingahúsa. „Við höfum vaxandi áhyggjur af því,“ sagði forstjóri Ölgerðarinnar á fundi með fjárfestum. Hann nefndi að það hefði ekki í för með sér „stór fjárhagsleg áföll“ fyrir fyrirtækið og fjárhagur Ölgerðarinnar réði vel við slík vandræði. Einnig var rætt um að vatn væri gullnáma og koffíndrykkir seljist í fyrsta skipti betur en kóladrykkir í stórmörkuðum.

Skoða að sækja bætur vegna samráðs skipafélaganna
Ölgerðin skoðar nú að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélagannaSamskipa og Eimskips. Forstjóri segir málið reiðarslag og að samráðið hafi valdið félaginu og neytendum verulegum skaða og stórfelldu fjárhagslegu tjóni.

Fordómalaus vinnustaður sé eftirsóttur vinnustaður
Ölgerðin vinnur nú að því að verða íslenska fyrirtækið til að hljóta vottun Samtakanna '78 sem hinseginvænn vinnustaður. Forstjórinn segir heilmikla vinnu framundan sem muni skila sér í eftirsóttum vinnustað.

Verðmetur Ölgerðina töluvert yfir markaðsvirði og uppgjör yfir væntingum
Nýtt verðmat á Ölgerðinni er 29 prósentum hærra en markaðsvirði félagsins. Engu að síður er verðkennitala miðað við verðmatið „umtalsvert“ lægri en gengur og gerist erlendis. Uppgjör fyrsta ársfjórðungs var lítillega yfir væntingum hlutabréfagreinanda.

Skoðar að selja áfengi til matvöruverslana
Forstjóri Ölgerðarinnar segir að fyrirtækið geti ekki annað en skoðað það hvort hægt verði að selja áfengi til matvöruverslana í kjölfar yfirlýsingar ráðherra um lögmæti sölunnar. Ölgerðin hefur hingað til ekki selt áfengi til netverslana vegna óvissu um lögmæti hennar.

Mist slær í gegn með ferskri rödd
Ölgerðin er sérstaklega stolt af nýjasta drykknum sem er þróaður í frábæru samstarfi við Gerði Arinbjarnardóttur.

Ölgerðin vinnur að því að fá vottun sem hinsegin vænn vinnustaður
Forstjóri Ölgerðarinnar er stoltur af því að fyrirtækið sé það fyrsta hér á landi, sem vinnur að því að fá vottun sem hinsegin vænn vinnustaður.

Ölgerðin verði fyrsti hinseginvæni vinnustaðurinn
Samtökin 78 hafa ásamt Ölgerðinni skrifað undir viljayfirlýsingu um að í lok árs fái Ölgerðin vottun sem hinseginvænn vinnustaður, fyrst fyrirtækja á Íslandi.

Rekstur Ölgerðarinnar mun þyngjast á næsta ári og aðstæður minna á 2019
Eftir „frábæra“ afkomu Ölgerðarinnar í fyrra, sem má einkum rekja til aukinnar sölu ásamt fjárfestingu í sjálfvirknivæðingu og meiri skilvirkni í rekstri, má búast við að reksturinn verði þyngri á næsta ári, að sögn hlutabréfagreinenda. Rekstrarumhverfi Ölgerðarinnar mun minna margt á aðstæður árið 2019 þegar vöxtur einkaneyslu var hægur eftir ferðamönnum hafði fjölgað mikið á árunum á undan. Á þeim tíma stóð rekstrarhagnaður félagsins í stað og tekjuvöxtur var óverulegur að raunvirði.

Ölgerðin vildi stækka með yfirtöku á fyrirtækjarisanum Veritas
Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, var í hópi þeirra fjárfesta sem sýndu áhuga á að kaupa fyrirtækjasamstæðuna Veritas fyrr árinu. Óvissa í efnahagslífinu, einkum vegna hækkandi vaxta, þýddi hins vegar að talsverðu munaði í væntingum mögulegra kaupenda og seljenda um verðmiða á félaginu og var söluferlið því sett ótímabundið á ís.

Iceland Spring var metið á tæpa þrjá milljarða króna við kaup Ölgerðarinnar
Hlutafé Iceland Spring var metið á 20 milljónir Bandaríkjadali, jafnvirði 2,7 milljarða króna, við hlutafjáraukningu Ölgerðarinnar. Íslenska samstæðan fer nú með 51 prósent hlut í vatnsfyrirtækinu. Ölgerðin hefur hækkað um sjö prósent það sem af er degi í kjölfar þess að hafa birt uppgjör eftir lokun markaða í gær.

Sala á bjórkútum jókst um 48 prósent og rekstrarhagnaður stóreykst milli tímabila
Rekstarhagnaður Ölgerðarinnar á fjórða ársfjórðungi hækkaði um 439 milljónir króna milli tímabila fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta. Vörusala Ölgerðarinnar var 20,7% hærri á fjárhagsárinu og var 48% magnaukning á bjórkútum. Hagnaður samstæðunnar á fjárhagsárinu var 2,5 milljarðar króna eftir skatta.

Ölgerðin nú meirihlutaeigandi í Iceland Spring
Ölgerðin hefur undirritað samninga sem fela í sér að Ölgerðin eignast 51 prósenta hlut í vatnsútflutningsfyrirtækinu Iceland Spring sem selur íslenskt vatn í um 35 þúsund verslunum Bandaríkjunum, Taílandi og Kína, þar með talið í í verslunum 7-Eleven, Walgreens og Rite Aid.

Farið að hægja á miklum verðhækkunum á matvöru frá birgjum
Farið er að hægja á verðhækkunum frá birgjum, að sögn heildsala og smásala á matvörumarkaði, en ástandið er þó enn afar krefjandi og borið hefur á verðhækkunum frá innlendum framleiðslufyrirtækjum á undanförnum vikum vegna nýrra kjarasamninga. Vísbendingar eru um að lækkandi hrávöruverð á heimsmarkaði hafi ekki enn skilað sér í lægra innkaupverði.