Leiðir dýra útrás Collab meðfram MBA-námi Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2024 10:22 Samtals er gert ráð fyrir 300 milljóna króna neikvæðum áhrifum vegna útflutnings á Collab á næsta ári. Ölgerðin sér mikil tækifæri í að fjárfesta í Collab á Norðurlöndum. Ölgerðin Ölgerðin hefur ráðið Ernu Hrund Hermannsdóttur verkefnastýru útflutnings á virknidrykknum Collab og sölustjóra Collab á Norðurlöndunum. Ölgerðin reiknar með því að tapa þrjú hundruð milljónum króna á útflutningi Collab á árinu. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir að sala á Collab sé hafin í Danmörku og Finnlandi og móttökur hafi verið jákvæðar, en drykkurinn hafi þegar slegið rækilega í gegn á Íslandi. Erna Hrund taki nú við útflutningsverkefninu sem Gunnar B. Sigurgeirsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri, og samstarfsfólk hans hóf og byggi ofan gott starf sem þar hafi verið unnið. Látinn fara daginn eftir uppgjör Talverða athygli vakti á dögunum þegar Ölgerðin tilkynnti að Gunnari hefði verið sagt upp störfum og staða aðstoðarforstjóra lögð niður. Daginn áður hafði Ölgerðin birt árshlutauppgjör, sem flestir myndu telja svekkjandi. Meðal þess sem kom fram í tilkynningu um uppgjörið var að stjórn hefði lækkað afkomuspá félagsins í 5.100 til 5.500 milljónir króna í stað 5.500 til 5.900 milljóna króna. Af lækkun afkomuspár væru 100 milljónir króna vegna aukinnar markaðssóknar Collab erlendis. Í fyrri spá hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna neikvæðum áhrifum á EBITDA. Samtals væri því gert ráð fyrir 300 milljóna króna neikvæðum áhrifum vegna útflutnings á Collab. Neikvæð áhrif á EBITDA vegna Collab útflutnings hafi numið fimmtíu milljónum króna á ársfjórðungnum. Spennt að takast á við áskoranir Í tilkynningunni segir að Erna Hrund stundi nú MBA nám við Háskóla Íslands og sé með diplómur í vörumerkjastjórnun og stafrænni markaðssetningu. Hún hafi starfað hjá Ölgerðinni frá árinu 2010 og sinnt starfi vörumerkjastjóra frá árinu 2016, síðustu fjögur ár hjá dótturfélaginu Danól. Hún búi að viðamikilli reynslu af vörumerkjauppbyggingu á ólíkum mörkuðum og hafi í gegnum störf sín öðlast mikla þekkingu á mörkuðum Norðurlanda. „Ég tek við þessu verkefni með mikilli ánægju og ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem bíða mín. Collab hefur fengið góðar undirtektir á þeim mörkuðum sem drykkurinn hefur verið kynntur og þau tengsl sem ég hef myndað á Norðurlöndunum munu koma sér vel í þeirri spennandi vegferð sem bíður,“ er haft eftir Ernu Hrund. Taki við krefjandi starfi „Það er fengur að fá Ernu Hrund í þetta starf enda hefur hún sýnt í störfum sínum sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og Danól að hún tekst á við nýjar áskoranir og verkefni af einurð og krafti. Útflutningur á Collab er rétt að byrja og Erna Hrund tekur við krefjandi starfi sem ég er sannfærður um að hún á eftir að sinna vel,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. Drykkir Orkudrykkir Ölgerðin Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir að sala á Collab sé hafin í Danmörku og Finnlandi og móttökur hafi verið jákvæðar, en drykkurinn hafi þegar slegið rækilega í gegn á Íslandi. Erna Hrund taki nú við útflutningsverkefninu sem Gunnar B. Sigurgeirsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri, og samstarfsfólk hans hóf og byggi ofan gott starf sem þar hafi verið unnið. Látinn fara daginn eftir uppgjör Talverða athygli vakti á dögunum þegar Ölgerðin tilkynnti að Gunnari hefði verið sagt upp störfum og staða aðstoðarforstjóra lögð niður. Daginn áður hafði Ölgerðin birt árshlutauppgjör, sem flestir myndu telja svekkjandi. Meðal þess sem kom fram í tilkynningu um uppgjörið var að stjórn hefði lækkað afkomuspá félagsins í 5.100 til 5.500 milljónir króna í stað 5.500 til 5.900 milljóna króna. Af lækkun afkomuspár væru 100 milljónir króna vegna aukinnar markaðssóknar Collab erlendis. Í fyrri spá hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna neikvæðum áhrifum á EBITDA. Samtals væri því gert ráð fyrir 300 milljóna króna neikvæðum áhrifum vegna útflutnings á Collab. Neikvæð áhrif á EBITDA vegna Collab útflutnings hafi numið fimmtíu milljónum króna á ársfjórðungnum. Spennt að takast á við áskoranir Í tilkynningunni segir að Erna Hrund stundi nú MBA nám við Háskóla Íslands og sé með diplómur í vörumerkjastjórnun og stafrænni markaðssetningu. Hún hafi starfað hjá Ölgerðinni frá árinu 2010 og sinnt starfi vörumerkjastjóra frá árinu 2016, síðustu fjögur ár hjá dótturfélaginu Danól. Hún búi að viðamikilli reynslu af vörumerkjauppbyggingu á ólíkum mörkuðum og hafi í gegnum störf sín öðlast mikla þekkingu á mörkuðum Norðurlanda. „Ég tek við þessu verkefni með mikilli ánægju og ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem bíða mín. Collab hefur fengið góðar undirtektir á þeim mörkuðum sem drykkurinn hefur verið kynntur og þau tengsl sem ég hef myndað á Norðurlöndunum munu koma sér vel í þeirri spennandi vegferð sem bíður,“ er haft eftir Ernu Hrund. Taki við krefjandi starfi „Það er fengur að fá Ernu Hrund í þetta starf enda hefur hún sýnt í störfum sínum sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og Danól að hún tekst á við nýjar áskoranir og verkefni af einurð og krafti. Útflutningur á Collab er rétt að byrja og Erna Hrund tekur við krefjandi starfi sem ég er sannfærður um að hún á eftir að sinna vel,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar.
Drykkir Orkudrykkir Ölgerðin Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira