Skoðar að selja áfengi til matvöruverslana Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2023 16:47 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Ölgerðarinnar segir að fyrirtækið geti ekki annað en skoðað það hvort hægt verði að selja áfengi til matvöruverslana í kjölfar yfirlýsingar ráðherra um lögmæti sölunnar. Ölgerðin hefur hingað til ekki selt áfengi til netverslana vegna óvissu um lögmæti hennar. „Við tókum þann pól í hæðina að á meðan það liggur vafi á lögmæti vefverslana að þá myndum við ekki selja slíkum verslunum áfengi. Hins vegar í kjölfarið á yfirlýsingu ráðherra þá hljótum við að endurskoða það,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar í samtali við Vísi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra lét hafa eftir sér í gær að hann gæti ekki dregið aðra ályktun en þá að netverslun með áfengi væri lögmæt. Costco og Hagkaup eru meðal verslana sem hafa tilkynnt að þær hyggist hefja sölu á áfengi í netverslunum og þá hefur mbl.is eftir forstjóra Samkaupa að Nettó muni ekki geta setið á hliðarlínunni á meðan og muni því gera slíkt hið sama. Andri Þór segir að Ölgerðin hafi hingað til unnið eftir áliti sem Félag atvinnurekenda hafi óskað eftir og bárust í bréfi frá dómsmálaráðuneytinu. „Þar var tekinn af allur vafi um það að innlend vefverslun með áfengi væri ólögleg og það var á þeim grunni sem við tókum þessa ákvörðun á sínum tíma.“ Yfirlýsing ráðherra setji málin í annað samhengi. Ölgerðin hefur hingað til selt Costco áfengi og segir Andri spurður að fyrirtækið muni halda sínu striki. „Við seljum bara til þeirra sem hafa til þess tilskilin leyfi. En við munum leggjast yfir þetta með okkar lögfræðingum og endurskoða okkar stefnu í þessum málum.“ Ölgerðin Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00 Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Sjá meira
„Við tókum þann pól í hæðina að á meðan það liggur vafi á lögmæti vefverslana að þá myndum við ekki selja slíkum verslunum áfengi. Hins vegar í kjölfarið á yfirlýsingu ráðherra þá hljótum við að endurskoða það,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar í samtali við Vísi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra lét hafa eftir sér í gær að hann gæti ekki dregið aðra ályktun en þá að netverslun með áfengi væri lögmæt. Costco og Hagkaup eru meðal verslana sem hafa tilkynnt að þær hyggist hefja sölu á áfengi í netverslunum og þá hefur mbl.is eftir forstjóra Samkaupa að Nettó muni ekki geta setið á hliðarlínunni á meðan og muni því gera slíkt hið sama. Andri Þór segir að Ölgerðin hafi hingað til unnið eftir áliti sem Félag atvinnurekenda hafi óskað eftir og bárust í bréfi frá dómsmálaráðuneytinu. „Þar var tekinn af allur vafi um það að innlend vefverslun með áfengi væri ólögleg og það var á þeim grunni sem við tókum þessa ákvörðun á sínum tíma.“ Yfirlýsing ráðherra setji málin í annað samhengi. Ölgerðin hefur hingað til selt Costco áfengi og segir Andri spurður að fyrirtækið muni halda sínu striki. „Við seljum bara til þeirra sem hafa til þess tilskilin leyfi. En við munum leggjast yfir þetta með okkar lögfræðingum og endurskoða okkar stefnu í þessum málum.“
Ölgerðin Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00 Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Sjá meira
Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00
Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51
Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03