Elsti Íslendingurinn er látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2025 15:25 Þórhildur var kát og hress á afmælisdaginn sinn í fyrra þann 22. desember. Vísir/MagnúsHlynur Þórhildur Magnúsdóttir, sem bar titilinn elsti Íslendingurinn í þrjú ár, lést á laugardaginn 107 ára gömul. Hún hefði orðið árinu eldri þann 22. desember. Jónas Ragnarsson greinir frá andláti Þórhildar á vefnum Langlífi. Þar kemur fram að aðeins átta Íslendingar hafi orðið eldri en Þórhildur. Þórhildur var fædd 22. desember 1917 í Miðhúsum í Árnessýslu, dóttir Magnúsar Gíslasonar bónda og Guðrúnar Ragnheiðar Brynjólfsdóttur húsfreyju. Systkinin voru átta. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1923. Fimm af sex dætrum Þórhildar og Gústafs Adolfs Lárussonar eru á lífi á aldrinum frá 75 ára til 83 ára. Elsta barnabarnið er orðið 67 ára. Afkomendurnir eru um eitt hundrað. Þórhildur bjó í Blesugróf í Reykjavík í rúm sjötíu ár en fór á Hrafnistu á Sléttuvegi þegar hún var 102 ára. Magnús Hlynur heimsótti Þórhildi á 107 ára afmælisdaginn hennar í fyrra. Þórhildur og Hulda systir hennar, sem er 99 ára, slógu í sumar Íslandsmetið í samanlögðum aldri systkina. Þórhildur ásamt Huldu systur sinni.Vísir/MagnúsHlynur Met þeirra er 207 ár og 108 dagar og má búast við að það standi í nokkur ár. Langlífi tekur saman ýmsar áhugaverðar staðreyndir um ævi Þórhildar. Hún var á fyrsta ári þegar Íslands varð fullvalda árið 1918, tólf ára þegar Alþingishátíðin var haldin á Þingvöllum 1930, 26 ára þegar Lýðveldishátíðin var haldin á Þingvöllum 1944, 37 ára þegar Halldór Laxness fékk bókmenntaverðlaun Nóbels 1955, 55 ára þegar eldgosið varð í Heimaey 1973, 62 ára þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands 1980 og 90 ára þegar bankahrunið varð 2008. Á ævi Þórhildar hafa tuttugu og níu forsætisráðherrar verið starfandi, níu biskupar og sjö forsetar. Jóninna Margrét Pálsdóttir er elsti núlifandi Íslendingurinn, 105 ára, fædd í Stykkishólmi í mars 1920. Hildur Sólveig systir hennar varð 103 ára og móðir þeirra 101 árs. Fjörutíu og fjórir einstaklingar hér á landi voru 100 ára eða eldri um síðustu áramót. Fyrr á árinu lést Tomioko Itooka, elsta kona í heimi en hún var 116 ára gömul. Langlífi Andlát Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Jónas Ragnarsson greinir frá andláti Þórhildar á vefnum Langlífi. Þar kemur fram að aðeins átta Íslendingar hafi orðið eldri en Þórhildur. Þórhildur var fædd 22. desember 1917 í Miðhúsum í Árnessýslu, dóttir Magnúsar Gíslasonar bónda og Guðrúnar Ragnheiðar Brynjólfsdóttur húsfreyju. Systkinin voru átta. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1923. Fimm af sex dætrum Þórhildar og Gústafs Adolfs Lárussonar eru á lífi á aldrinum frá 75 ára til 83 ára. Elsta barnabarnið er orðið 67 ára. Afkomendurnir eru um eitt hundrað. Þórhildur bjó í Blesugróf í Reykjavík í rúm sjötíu ár en fór á Hrafnistu á Sléttuvegi þegar hún var 102 ára. Magnús Hlynur heimsótti Þórhildi á 107 ára afmælisdaginn hennar í fyrra. Þórhildur og Hulda systir hennar, sem er 99 ára, slógu í sumar Íslandsmetið í samanlögðum aldri systkina. Þórhildur ásamt Huldu systur sinni.Vísir/MagnúsHlynur Met þeirra er 207 ár og 108 dagar og má búast við að það standi í nokkur ár. Langlífi tekur saman ýmsar áhugaverðar staðreyndir um ævi Þórhildar. Hún var á fyrsta ári þegar Íslands varð fullvalda árið 1918, tólf ára þegar Alþingishátíðin var haldin á Þingvöllum 1930, 26 ára þegar Lýðveldishátíðin var haldin á Þingvöllum 1944, 37 ára þegar Halldór Laxness fékk bókmenntaverðlaun Nóbels 1955, 55 ára þegar eldgosið varð í Heimaey 1973, 62 ára þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands 1980 og 90 ára þegar bankahrunið varð 2008. Á ævi Þórhildar hafa tuttugu og níu forsætisráðherrar verið starfandi, níu biskupar og sjö forsetar. Jóninna Margrét Pálsdóttir er elsti núlifandi Íslendingurinn, 105 ára, fædd í Stykkishólmi í mars 1920. Hildur Sólveig systir hennar varð 103 ára og móðir þeirra 101 árs. Fjörutíu og fjórir einstaklingar hér á landi voru 100 ára eða eldri um síðustu áramót. Fyrr á árinu lést Tomioko Itooka, elsta kona í heimi en hún var 116 ára gömul.
Langlífi Andlát Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira