Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Elías braut bein í Porto

Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson endaði á sjúkrahúsi í gærkvöld, eftir að hafa meiðst þegar tuttugu mínútur voru eftir af leik Midtjylland við Porto í Evrópudeildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

„Erfitt að vinna með ein­hverjum betri en Heimi“

Samstarf Heimis Hallgrímssonar og Guðmundar Hreiðarssonar teygir sig mörg ár aftur í tímann og hefur Guðmundur fylgt Eyjamanninum í alls konar ævintýri víðs vegar um heiminn. Hann segir erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi sem laði fram það besta í fólki. 

Fótbolti
Fréttamynd

Heimaleikur Ís­lands fer fram á Spáni

Heimaleikur Íslands í umspili B-deildar Þjóðadeildarinnar gegn Kósóvó verður leikinn á Estadio Enrique Roca í Murcia á Spáni þann 23. mars næstkomandi. Þetta staðfestir KSÍ í yfirlýsingu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hareide þarf að leggjast undir hnífinn

Åge Hareide, fráfarandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, þarf að gangast undir aðgerð á hné. Þetta staðfesti hann í viðtali við norska miðilinn Nettavisen.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ

Þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson eru taldir hvað líklegastir til að taka við karlalandsliði Íslands í fótbolta eftir brotthvarf Åge Hareide. Hvorugur hefur heyrt frá Knattspyrnusambandi Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

Hákon mættur aftur til leiks

Hákon Arnar Harlaldsson, landsliðsmaður í fótbolta, lék sinn fyrsta leik í tæpa þrjá mánuði í dag þegar hann spilaði með Lille í frönsku 1. deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“

„Við misstum stjórn á leiknum í öðrum leikhlutanum, þeir taka afgerandi forystu og gegn liði eins og Ítalíu er erfitt að snúa spilinu við. Við gerðum vel og héldum áfram að berjast, það kom eitt augnablik þar sem ég hélt að við værum að snúa leiknum okkur í vil, en það fór ekki svo,“ sagði Tryggvi Hlinason, miðherji íslenska landsliðsins, eftir 71-95 tap gegn Ítalíu í Laugardalshöll.

Körfubolti