„Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2025 11:00 Jóhannes fylgist stoltur með syni sínum Ísaki Bergmann. Vísir/Getty Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta og þjálfari FH, segir son sinn, Ísak Bergmann Jóhannesson, vera að uppskera vegna gríðarmikillar vinnu er hann brillerar í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem og með íslenska landsliðinu. „Það er búið að vera ótrúlega gaman að fylgjast með honum. Hann hefur lagt gríðarlega mikið á sig frá því að hann var ungur strákur uppi á Skaga. Það er þetta hugarfar sem hann hefur, sem maður sem faðir og einnig sem þjálfari, sér. Þegar þú ert tilbúinn að gera þetta alltaf, ekki bara þegar hentar, að leggja á þig dag frá degi núna í áraraðir - hann er að uppskera eftir því,“ segir Jóhannes Karl. Klippa: Jóhannes Karl ræðir flutninga, nýtt starf og synina Mikið var látið með Ísak þegar hann færði sig frá Norrköping til FCK í Danmörku á unga aldri en þegar honum gekk illa að festa sig í sessi í byrjunarliði danska liðsins færði hann sig til Fortuna Dusseldorf í þýsku B-deildinni. Einhverjir töldu það vera skref niður á við en það er ákvörðun sem hefur borgað sig. „Hann hefur lagt á sig gríðarmikla vinnu og passar vel upp á sig. Það gekk ekki alveg nógu vel hjá honum í FCK þó hann hafi unnið titla, verið hluti af mjög góðum hópi og spilað í Meistaradeild og allt það. Þá vildi hann stærra hlutverk. Hann fékk stórt hlutverk í 2. Bundesligunni hjá Fortuna Dusseldorf. Þegar honum var treyst fyrir stóru hlutverki gekk það náttúrulega bara gríðarlega vel,“ segir Jóhannes Karl en Ísak hefur gert það gott hjá Köln eftir að hafa skipt til liðsins í sumar og er sömuleiðis orðinn lykilmaður í íslenska landsliðinu. „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum. Líka af því hvaða leiðtogi hann er orðinn að inni í íslenska landsliðinu. Hann er farinn að standa sig gríðarlega vel þar og átt mjög góða períódu. Það sama er með byrjunina hjá Köln og hjá honum sem einstaklingi í Bundesligunni,“ „Ég er mjög stoltur að sjá hvernig hann er að uppskera því ég veit að hann er búinn að leggja gríðarlega mikið á sig,“ segir Jóhannes Karl sem á fjóra syni sem búa í þremur löndum. „Börnin manns eru komin út um allt. Yngsti strákurinn er ennþá heima en það eru tveir í Kaupmannahöfn og einn í Þýskalandi. Ég get ekki sagt annað en að ég horfi mjög stoltur yfir þetta og reyni eins og ég get að hjálpa þeim og fylgjast með eins og hægt er. En þetta eru líka að verða fullorðnir menn svo þeir þurfa að geta staðið á eigin fótum og þeir eru að standa sig vel í því,“ segir Jóhannes. Viðtalið má sjá í spilaranum en rætt er um Ísak og synina í lok þess. Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Þýski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
„Það er búið að vera ótrúlega gaman að fylgjast með honum. Hann hefur lagt gríðarlega mikið á sig frá því að hann var ungur strákur uppi á Skaga. Það er þetta hugarfar sem hann hefur, sem maður sem faðir og einnig sem þjálfari, sér. Þegar þú ert tilbúinn að gera þetta alltaf, ekki bara þegar hentar, að leggja á þig dag frá degi núna í áraraðir - hann er að uppskera eftir því,“ segir Jóhannes Karl. Klippa: Jóhannes Karl ræðir flutninga, nýtt starf og synina Mikið var látið með Ísak þegar hann færði sig frá Norrköping til FCK í Danmörku á unga aldri en þegar honum gekk illa að festa sig í sessi í byrjunarliði danska liðsins færði hann sig til Fortuna Dusseldorf í þýsku B-deildinni. Einhverjir töldu það vera skref niður á við en það er ákvörðun sem hefur borgað sig. „Hann hefur lagt á sig gríðarmikla vinnu og passar vel upp á sig. Það gekk ekki alveg nógu vel hjá honum í FCK þó hann hafi unnið titla, verið hluti af mjög góðum hópi og spilað í Meistaradeild og allt það. Þá vildi hann stærra hlutverk. Hann fékk stórt hlutverk í 2. Bundesligunni hjá Fortuna Dusseldorf. Þegar honum var treyst fyrir stóru hlutverki gekk það náttúrulega bara gríðarlega vel,“ segir Jóhannes Karl en Ísak hefur gert það gott hjá Köln eftir að hafa skipt til liðsins í sumar og er sömuleiðis orðinn lykilmaður í íslenska landsliðinu. „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum. Líka af því hvaða leiðtogi hann er orðinn að inni í íslenska landsliðinu. Hann er farinn að standa sig gríðarlega vel þar og átt mjög góða períódu. Það sama er með byrjunina hjá Köln og hjá honum sem einstaklingi í Bundesligunni,“ „Ég er mjög stoltur að sjá hvernig hann er að uppskera því ég veit að hann er búinn að leggja gríðarlega mikið á sig,“ segir Jóhannes Karl sem á fjóra syni sem búa í þremur löndum. „Börnin manns eru komin út um allt. Yngsti strákurinn er ennþá heima en það eru tveir í Kaupmannahöfn og einn í Þýskalandi. Ég get ekki sagt annað en að ég horfi mjög stoltur yfir þetta og reyni eins og ég get að hjálpa þeim og fylgjast með eins og hægt er. En þetta eru líka að verða fullorðnir menn svo þeir þurfa að geta staðið á eigin fótum og þeir eru að standa sig vel í því,“ segir Jóhannes. Viðtalið má sjá í spilaranum en rætt er um Ísak og synina í lok þess.
Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Þýski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira