„Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2025 08:02 Åge Hareide sést hér stýra íslenska landsliðinu í leik á móti Wales í Þjóðadeildinni í nóvember 2024. Getty/James Gill Norska fótboltafjölskyldan syrgir góðan mann og missirinn er mikill fyrir þá sem þekktu einn öflugasta þjálfarann í sögu Norðurlanda. Åge Hareide, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins og goðsögn í þjálfaraheiminum á Norðurlöndum, sofnaði svefninum langa á fimmtudag. Norska ríkisútvarpið heyrði í fyrrverandi samstarfsmönnum hans eftir að fréttirnar voru opinberar af fjölskyldu Hareide. Ótrúlega, ótrúlega sorglegt „Þetta er bara ótrúlega, ótrúlega sorglegt. Åge er maður sem hefur þýtt mjög mikið fyrir mig, bæði sem vinur og þjálfari,“ sagði Arild Stavrum við NRK. Stavrum skrifaði ævisögu Hareide – „Åge Hareide – et fotballiv“ eða „Åge Hareide – fótboltalíf“. „Mér finnst þetta virkilega, virkilega þungbært og hugsa mikið til fjölskyldu hans, sem ég þekki vel,“ sagði Stavrum og heldur áfram. „Ég hef eytt kvöldinu í að hugsa um allar góðu minningarnar sem ég á með Åge,“ sagði Stavrum. Frétt hjá norska ríkusútvarpinu um viðbrögð við fráfalli Åge Hareide.NRK Sport „Með honum hefur Noregur misst frábæran fótboltamann og þjálfara. Leikmaðurinn Hareide var einn af okkar allra fyrstu stórstjörnum í ensku úrvalsdeildinni, með Norwich og Manchester City. Sem þjálfari er hann risi á Norðurlöndum,“ sagði Jonas Gahr Störe forsætisráðherra við NTB eftir fréttirnar af fráfalli Hareide. Mun sakna örlætis hans og hlýju „Meistaratitlar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku tala sínu máli. Sama gildir um tíma hans sem landsliðsþjálfari Noregs, Danmerkur og Íslands. Norski fótboltaheimurinn mun sakna skapgerðar Hareide á bekknum og örlætis hans og hlýju utan vallar. Hugur minn er hjá fjölskyldu og nánustu Åge Hareide,“ sagði Störe. „Ég mun minnast hans fyrir fótboltaþekkingu hans og sem samstarfsmanns í sjónvarpsveri. En mest af öllu mun ég minnast hans sem virts samstarfsmanns með húmor, hvassar athugasemdir og hjartanlegan hlátur,“ sagði Andrine Hegerberg, samstarfskona hans úr þættinum „Bakrommet“ og sérfræðingur. „Að hafa fengið tækifæri til að setjast niður með Åge í einrúmi og heyra sögur hans og hugleiðingar er eitthvað sem ég mun alltaf búa að,“ sagði hún. Skilur eftir sig gríðarleg spor „Maður finnur að þetta er manneskja sem hefur þýtt mikið fyrir mann og hann skilur eftir sig gríðarleg spor. Það fallega er að það eru margir sem finna fyrir einhverju sérstöku og það segir enn meira um manneskjuna. Sérstaklega í fótboltaheiminum hefur hann virkilega unnið með öllum á ferli sínum,“ sagði Carl-Erik Torp, fótboltasérfræðingur NRK. Idag har Åge Hareide gjort sin sista match som fotbollstränare. Från Malmö FF:s sida vill vi säga stort tack Åge. Du kommer alltid ha en särskild plats i våra hjärtan! pic.twitter.com/RjzmKZZcyR— Malmö FF (@Malmo_FF) November 6, 2022 „Þetta er grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið,“ sagði Torp. Ola By Rise, fyrrum aðstoðarþjálfari Hareide, er sorgmæddur yfir fréttunum. „Ég vissi auðvitað að ástandið væri slæmt, en það er samt áfall þegar skilaboðin berast,“ sagði Rise við NRK. Hann hefur unnið náið með Hareide á mörgum sviðum. „Við spiluðum saman í landsliðinu og síðar vorum við samstarfsmenn sem þjálfarar hjá Rosenborg og í landsliðinu, þannig að við höfum eytt mörgum dögum, vikum og mánuðum saman. Það eru margar góðar minningar frá þeim tíma,“ sagði Rise. Verður minnst sem eins af þeim stóru Rise hrósar ferli Hareide. „Hann hefur svo sannarlega sett mark sitt á söguna og hans verður minnst sem eins af þeim stóru á sínu tímabili. Það er góður vinur og samstarfsmaður sem er fallinn frá, vitur og þægilegur maður,“ sagði Rise. Fyrrverandi leikmaður Liverpool, John Arne Riise, var þjálfaður af Hareide í norska landsliðinu. „Kæri Åge. Ég er svo ótrúlega sorgmæddur. Svo leiður. Þetta gerðist svo hratt að ég náði varla að skilja það. Og nú ertu farinn á vit feðra þinna,“ skrifaði Riise á Snapchat. „Þetta voru virkilega sorglegar fréttir. Hann er goðsögn í Noregi bæði innan og utan vallar. Frábær persóna sem mætti öllum með brosi og góðri orku. Ég votta allri fjölskyldunni samúð mína,“ sagði fyrrverandi landsliðsmaðurinn Joshua King við NRK. Med sorg har vi mottatt nyheten om at vår tidligere trener Åge Hareide er død, 72 år gammel.Våre tanker går til hans familie, venner og alle som sto han nær. 🕊️Hvil i fred, Åge. 💙 pic.twitter.com/wlfpYyVeaN— Viking Fotball (@vikingfotball) December 18, 2025 Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, sem starfaði sem slíkur undir stjórn Norðmannsins Åge Hareide, minnist norsku goðsagnarinnar sem lést í kvöld. 18. desember 2025 22:41 Åge Hareide látinn Åge Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er látinn 72 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein í heila síðustu mánuði. 18. desember 2025 20:31 Hareide með krabbamein í heila Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er með krabbamein í heila. Hann komst að því í sumar og segir frá veikindum sínum í viðtali við norska miðilinn VG í dag. 24. nóvember 2025 19:44 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, Åge Hareide, glímir við sjúkdóm en það kom fram á blaðamannafundi Ståle Solbakken fyrir leik Norðmanna og Ítalíu á morgun. Ekki hefur komið fram hverskonar sjúkdóm Åge glímir við. 15. nóvember 2025 18:11 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Sjá meira
Åge Hareide, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins og goðsögn í þjálfaraheiminum á Norðurlöndum, sofnaði svefninum langa á fimmtudag. Norska ríkisútvarpið heyrði í fyrrverandi samstarfsmönnum hans eftir að fréttirnar voru opinberar af fjölskyldu Hareide. Ótrúlega, ótrúlega sorglegt „Þetta er bara ótrúlega, ótrúlega sorglegt. Åge er maður sem hefur þýtt mjög mikið fyrir mig, bæði sem vinur og þjálfari,“ sagði Arild Stavrum við NRK. Stavrum skrifaði ævisögu Hareide – „Åge Hareide – et fotballiv“ eða „Åge Hareide – fótboltalíf“. „Mér finnst þetta virkilega, virkilega þungbært og hugsa mikið til fjölskyldu hans, sem ég þekki vel,“ sagði Stavrum og heldur áfram. „Ég hef eytt kvöldinu í að hugsa um allar góðu minningarnar sem ég á með Åge,“ sagði Stavrum. Frétt hjá norska ríkusútvarpinu um viðbrögð við fráfalli Åge Hareide.NRK Sport „Með honum hefur Noregur misst frábæran fótboltamann og þjálfara. Leikmaðurinn Hareide var einn af okkar allra fyrstu stórstjörnum í ensku úrvalsdeildinni, með Norwich og Manchester City. Sem þjálfari er hann risi á Norðurlöndum,“ sagði Jonas Gahr Störe forsætisráðherra við NTB eftir fréttirnar af fráfalli Hareide. Mun sakna örlætis hans og hlýju „Meistaratitlar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku tala sínu máli. Sama gildir um tíma hans sem landsliðsþjálfari Noregs, Danmerkur og Íslands. Norski fótboltaheimurinn mun sakna skapgerðar Hareide á bekknum og örlætis hans og hlýju utan vallar. Hugur minn er hjá fjölskyldu og nánustu Åge Hareide,“ sagði Störe. „Ég mun minnast hans fyrir fótboltaþekkingu hans og sem samstarfsmanns í sjónvarpsveri. En mest af öllu mun ég minnast hans sem virts samstarfsmanns með húmor, hvassar athugasemdir og hjartanlegan hlátur,“ sagði Andrine Hegerberg, samstarfskona hans úr þættinum „Bakrommet“ og sérfræðingur. „Að hafa fengið tækifæri til að setjast niður með Åge í einrúmi og heyra sögur hans og hugleiðingar er eitthvað sem ég mun alltaf búa að,“ sagði hún. Skilur eftir sig gríðarleg spor „Maður finnur að þetta er manneskja sem hefur þýtt mikið fyrir mann og hann skilur eftir sig gríðarleg spor. Það fallega er að það eru margir sem finna fyrir einhverju sérstöku og það segir enn meira um manneskjuna. Sérstaklega í fótboltaheiminum hefur hann virkilega unnið með öllum á ferli sínum,“ sagði Carl-Erik Torp, fótboltasérfræðingur NRK. Idag har Åge Hareide gjort sin sista match som fotbollstränare. Från Malmö FF:s sida vill vi säga stort tack Åge. Du kommer alltid ha en särskild plats i våra hjärtan! pic.twitter.com/RjzmKZZcyR— Malmö FF (@Malmo_FF) November 6, 2022 „Þetta er grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið,“ sagði Torp. Ola By Rise, fyrrum aðstoðarþjálfari Hareide, er sorgmæddur yfir fréttunum. „Ég vissi auðvitað að ástandið væri slæmt, en það er samt áfall þegar skilaboðin berast,“ sagði Rise við NRK. Hann hefur unnið náið með Hareide á mörgum sviðum. „Við spiluðum saman í landsliðinu og síðar vorum við samstarfsmenn sem þjálfarar hjá Rosenborg og í landsliðinu, þannig að við höfum eytt mörgum dögum, vikum og mánuðum saman. Það eru margar góðar minningar frá þeim tíma,“ sagði Rise. Verður minnst sem eins af þeim stóru Rise hrósar ferli Hareide. „Hann hefur svo sannarlega sett mark sitt á söguna og hans verður minnst sem eins af þeim stóru á sínu tímabili. Það er góður vinur og samstarfsmaður sem er fallinn frá, vitur og þægilegur maður,“ sagði Rise. Fyrrverandi leikmaður Liverpool, John Arne Riise, var þjálfaður af Hareide í norska landsliðinu. „Kæri Åge. Ég er svo ótrúlega sorgmæddur. Svo leiður. Þetta gerðist svo hratt að ég náði varla að skilja það. Og nú ertu farinn á vit feðra þinna,“ skrifaði Riise á Snapchat. „Þetta voru virkilega sorglegar fréttir. Hann er goðsögn í Noregi bæði innan og utan vallar. Frábær persóna sem mætti öllum með brosi og góðri orku. Ég votta allri fjölskyldunni samúð mína,“ sagði fyrrverandi landsliðsmaðurinn Joshua King við NRK. Med sorg har vi mottatt nyheten om at vår tidligere trener Åge Hareide er død, 72 år gammel.Våre tanker går til hans familie, venner og alle som sto han nær. 🕊️Hvil i fred, Åge. 💙 pic.twitter.com/wlfpYyVeaN— Viking Fotball (@vikingfotball) December 18, 2025
Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, sem starfaði sem slíkur undir stjórn Norðmannsins Åge Hareide, minnist norsku goðsagnarinnar sem lést í kvöld. 18. desember 2025 22:41 Åge Hareide látinn Åge Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er látinn 72 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein í heila síðustu mánuði. 18. desember 2025 20:31 Hareide með krabbamein í heila Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er með krabbamein í heila. Hann komst að því í sumar og segir frá veikindum sínum í viðtali við norska miðilinn VG í dag. 24. nóvember 2025 19:44 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, Åge Hareide, glímir við sjúkdóm en það kom fram á blaðamannafundi Ståle Solbakken fyrir leik Norðmanna og Ítalíu á morgun. Ekki hefur komið fram hverskonar sjúkdóm Åge glímir við. 15. nóvember 2025 18:11 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Sjá meira
Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, sem starfaði sem slíkur undir stjórn Norðmannsins Åge Hareide, minnist norsku goðsagnarinnar sem lést í kvöld. 18. desember 2025 22:41
Åge Hareide látinn Åge Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er látinn 72 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein í heila síðustu mánuði. 18. desember 2025 20:31
Hareide með krabbamein í heila Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er með krabbamein í heila. Hann komst að því í sumar og segir frá veikindum sínum í viðtali við norska miðilinn VG í dag. 24. nóvember 2025 19:44
Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, Åge Hareide, glímir við sjúkdóm en það kom fram á blaðamannafundi Ståle Solbakken fyrir leik Norðmanna og Ítalíu á morgun. Ekki hefur komið fram hverskonar sjúkdóm Åge glímir við. 15. nóvember 2025 18:11