Fíkniefnabrot

Fréttamynd

Kom til landsins með kíló af kókaíni inn­vortis

Maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudaginn til tuttugu mánaða fangelsisvistar og greiðslu rúmra tveggja milljón króna í sakarkostnað fyrir að hafa farið með rúmt kíló af kókaíni földu innvortis til Íslands með flugi frá París.

Innlent
Fréttamynd

Pétur Jökull kom sjálfur á klakann

Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Ill­virki hafi verið unnið

Árni Tómas Ragnarsson læknir segir Ölmu Möller landlækni hafa framið illvirki á skjólstæðingum sínum þegar hún stöðvaði starfsemi hans. Þá gagnrýnir hann Valgerði Rúnarsdóttur yfirlækni á Vogi og sakar um blekkingar.

Innlent
Fréttamynd

Hafa fengið á­bendingar um Pétur Jökul

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist ábendingar um Pétur Jökul Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar. Hann er grunaður um þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Gripinn glóð­volgur með tvö kíló af kókaíni

Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi eftir að hafa verið gripinn með rúmlega tvö kíló af kókaíni í ferðatösku sinni við komuna til landsins í desember síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

„Reddari“ tekinn með haug af kanna­bis og sand af seðlum

Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um að fá að rannsaka innihald síma manns, sem grunaður er um fíkniefnabrot í tveimur málum. Annars vegar póstlagði hann umslag sem innihélt kannabisefni og hins vegar var hann gripinn með mikið magn kannabisefna á sér ásamt hálfri milljón króna í seðlum.

Innlent
Fréttamynd

Lýst eftir Pétri Jökli á vef­síðu Interpol

Lýst er eftir íslenskum karlmanni á vefsíðu Interpol að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Skýringar eigin­konunnar dugðu ekki í Lands­rétti

Landsréttur hefur staðfest skilorðsbundna dóma yfir feðgum fyrir umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Ári eftir að feðgarnir voru handteknir komu þeir á fót sjávarafurðafyrirtæki sem flytur út fisktegundir frá Íslandi um allan heim og veltir milljörðum króna. Eiginkona föðurins sem sýknuð var í héraðsdómi af peningaþvætti var sakfelld í Landsrétti. 

Innlent
Fréttamynd

Fékk níu fíkni­efna­sendingar á ör­fáum mánuðum

Karlmaður hefur fengið sextíu daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur, skilorðsbundin til tveggja ára, fyrir fíkniefnabrot. Á nokkrum mánuðum árið 2021 fékk hann níu sendingar erlendis frá sem innihéldu ýmis fíkniefni sem tollverðir fundu í póstmiðstöð í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Sverrir Þór dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í Brasilíu

Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi Tönn hefur verið dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnabrot. Dómur féll í Ríó de Janeiro þann 23. nóvember síðastliðinn en Sverrir Þór var dæmdur fyrir að hafa í vörslu sinni 150 grömm af maríjúana og 3,6 grömm af kókaíni ætluð til sölu og dreifingar. 

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir smygl á tvö þúsund töflum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla samtals um tvö þúsund töflum af Oxycontin og fleiri lyfseðilsskyldum efnum til landsins með flugi í febrúar síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sannað að Stein­grímur ætti vökvann

Steingrímur Þór Ólafsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fíkniefnabrot sem tengdust umfangsmikilli amfetamínsframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Steingrímur Þór var sýknaður af því að hafa geymt fimm lítra af amfetamínbasa. Landsréttur kvað upp dóm sinn á þriðja tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Með kókaínið falið í fjórum niður­suðu­dósum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt rúmlega tvítugan erlendan karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Maðurinn kom til landsins með flugi frá Brussel í Belgíu og hafði falið efnin í fjórum niðursuðudósum í farangurstösku sinni.

Innlent
Fréttamynd

Milljóna­sekt fyrir lyfja­smygl

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða tæplega 1,1 milljón króna í sekt fyrir að hafa staðið að ólöglegu lyfjasmygli með því að flytja á annað hundrað töflur af ávana- og fíknilyfinu Alprazolam Krka til landsins með flugi.

Innlent