„Lögreglan var ekki að gera það í fyrsta sinn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. júní 2025 20:59 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra lýsir áhyggjum af auknum innflutningi fíkniefna til landsins, og segir tilfelli þar sem einstaklingar sem tengjast erlendum glæpagengjum koma til Íslands vera mun algengari en fólk átti sig á. Aukið magn fíkniefna sem haldlagt er á landamærum sé þó jafnframt til marks um árangur. Nokkur stór fíkniefnamál hafa komið upp á landamærunum á Keflavíkurflugvelli nýverið og, fram hefur komið í fréttum að það gæti stefnt í metár hvað varðar innflutt magn ákveðinna fíkniefna. „Ísland er í stóra samhenginu öruggt land, en við sjáum vissulega breytingar og þær eru dálítið stórstígar,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. „Varðandi innflutninginn þá finnst mér maður geta sagt tvennt um það. Það leynir sér auðvitað ekki að það er markaður á Íslandi fyrir þessi efni, en við erum líka að sjá, og það er það bjarta í þessu, að lögreglan á Suðurnesjum er að ná töluverðum árangri. Þetta eru stórar sendingar sem menn hafa verið að taka og ég er að vonast til þess að við séum líka að trappa okkur upp í það að elta það hvaðan efnin koma,“ segir Þorbjörg. Meintum erlendum glæpamönnum oft vísað frá Þá greindi Rúv frá því á dögunum að háttsettir meðlimir Bandidos-samtakanna hafi nýverið verið stöðvaðir á landamærunum og sendir til baka. Málið er ekki einsdæmi. „Lögreglan stöðvaði tvo háttsetta menn í Bandidos og vísaði þeim frá landi. Þetta er afrakstur alþjóðlegrar samvinnu og líka afrakstur þess að hafa úr farþegalistum að moða, að geta greint það hverjir eru að koma hingað til lands.“ „Lögreglan var ekki að gera það í fyrsta sinn. Dæmi af svipuðu þau eru fleiri, og ég ætla að leyfa mér að segja að þau séu langtum fleiri en rata ekki öll í fjölmiðla. Aftur finnst mér þetta vera vitnisburður um það að sterk lögregla, sem byggir vinnu sína á góðum gögnum og er í sterku alþjóðlegu neti, samstarfi við lögreglu annars staðar frá, hún nær árangri,“ segir Þorbjörg. Í kvöldfréttum Sýnar í gær lýsti hún jafnframt áhyggjum af auknu ofbeldi í garð lögreglumanna og boðar aðgerðir til að bregðast við. Nokkur mál hafa komið upp að undanförnu þar sem lögreglumönnum og jafnvel fjölskyldum þeirra er hótað, þeir beittir ofbeldi, eða skemmdir unnar á eigum þeirra í eða við heimili. Dómsmál Lögreglumál Landamæri Fíkniefnabrot Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Nokkur stór fíkniefnamál hafa komið upp á landamærunum á Keflavíkurflugvelli nýverið og, fram hefur komið í fréttum að það gæti stefnt í metár hvað varðar innflutt magn ákveðinna fíkniefna. „Ísland er í stóra samhenginu öruggt land, en við sjáum vissulega breytingar og þær eru dálítið stórstígar,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. „Varðandi innflutninginn þá finnst mér maður geta sagt tvennt um það. Það leynir sér auðvitað ekki að það er markaður á Íslandi fyrir þessi efni, en við erum líka að sjá, og það er það bjarta í þessu, að lögreglan á Suðurnesjum er að ná töluverðum árangri. Þetta eru stórar sendingar sem menn hafa verið að taka og ég er að vonast til þess að við séum líka að trappa okkur upp í það að elta það hvaðan efnin koma,“ segir Þorbjörg. Meintum erlendum glæpamönnum oft vísað frá Þá greindi Rúv frá því á dögunum að háttsettir meðlimir Bandidos-samtakanna hafi nýverið verið stöðvaðir á landamærunum og sendir til baka. Málið er ekki einsdæmi. „Lögreglan stöðvaði tvo háttsetta menn í Bandidos og vísaði þeim frá landi. Þetta er afrakstur alþjóðlegrar samvinnu og líka afrakstur þess að hafa úr farþegalistum að moða, að geta greint það hverjir eru að koma hingað til lands.“ „Lögreglan var ekki að gera það í fyrsta sinn. Dæmi af svipuðu þau eru fleiri, og ég ætla að leyfa mér að segja að þau séu langtum fleiri en rata ekki öll í fjölmiðla. Aftur finnst mér þetta vera vitnisburður um það að sterk lögregla, sem byggir vinnu sína á góðum gögnum og er í sterku alþjóðlegu neti, samstarfi við lögreglu annars staðar frá, hún nær árangri,“ segir Þorbjörg. Í kvöldfréttum Sýnar í gær lýsti hún jafnframt áhyggjum af auknu ofbeldi í garð lögreglumanna og boðar aðgerðir til að bregðast við. Nokkur mál hafa komið upp að undanförnu þar sem lögreglumönnum og jafnvel fjölskyldum þeirra er hótað, þeir beittir ofbeldi, eða skemmdir unnar á eigum þeirra í eða við heimili.
Dómsmál Lögreglumál Landamæri Fíkniefnabrot Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent