Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. maí 2025 22:14 Sigurður Kristinsson hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi í stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar. Hann var árið 2019 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Vísir/Villi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Kristinsson í átta ára fangelsi í stærsta kristal-amfetamínmál Íslandssögunnar. Fjórir hinna meðákærðu munu einnig sæta fangelsisvist en einn, sem nefndur er Y í dómnum, hefur verið sýknaður. Sexmenningarnir, sem allir neituðu sök, voru ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfellt fíkniefnalagabrot, sem ákærðu sammæltust um að fremja, með því að hafa staðið saman að innflutningi á 5,733 kílóum af metamfetamín-kristöllum. Efnin, sem voru með 81 prósent styrkleika í metamfetamínbasa sem samsvarar 100 prósent metamfetamínklóríði, voru falin í Jagúar-bíl af gerðinni Daimler Double Six sem kom til Þorlákshafnar 11. október með flutningaskipinu Mykines frá Rotterdam í Hollandi. Lögregla lagði hald á fíkniefnin þegar bíllinn kom til landsins og skipti þeim út fyrir gerviefni áður en bíllinn var afhentur þremur mannanna, Sigfús Bergmann Svavarssyni, Baldri Þór Sigurðssyni og Y, þann 24. október. Mennirnir færðu síðan þeim fjórða, Agurim Xixa, bílinn í Reykjavík þar sem hann reyndi árangurslaust að fjarlægja efnin úr bílnum. Daginn eftir flutti Agurim bílinn, ásamt Sigurði Kristinssyni, að hesthúsahverfi þar sem Sigurður rétti Agurim og konu efnin og þau báru efnin inn í nærliggjandi hesthús. Lesa má ítarlega um framvindu málsins í yfirferð fréttastofu af aðalmeðferð málsins frá því í mars. Fylgdust með þeim í tvær vikur Fram kemur í dómnum, sem féll þann 28. apríl, að málsatvik séu að mestu óumdeild og á meðal helstu sönnunargagna séu samtímagögn með hljóðupptökum af samtölum ákærðu, myndbandsupptökum, ljósmyndum og upptökum af símtölum milli ákærðu, sem gefi „nokkuð glögga mynd“ af atburðarásinni. Lögreglan hafi þannig aflað dómsúrskurða sem veittu heimild til þess að koma fyrir hljóð- og myndupptökubúnaði undir Daimler-bílnum og komið fyrir hljóðupptökubúnaði í bíl Sigfúsar, sem hann og ákærðu, Baldur og Y, héldu til í. Lögregla hafði því fylgst náið með ferðum ákærðu í tvær vikur, frá því Daimler-bíllinn kom til landsins 11. október 2024 og þar til þeir voru handteknir 25. október. Fimm hljóta dóm en einn sýknaður Niðurstöður dómsins eru eftirfarandi. Sigurður Kristinsson hlýtur átta ára fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.229.714 krónur. Agurim Xixa hlýtur fimm ára og sex mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.335.310 krónur. Baldur Þór Sigurðarson hlýtur fjögurra ára fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.338.140 krónur. Sigfús Bergmann Svavarsson hlýtur þriggja ára og sex mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.849.094 krónur. Þá hlýtur kona tíu mánaða dóm en fresta skal fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður að þremur árum liðnum haldi hún skilorð. Maðurinn sem nefndur er Y í dómnum er sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður þeirra sem beri ábyrgð á stríðsglæpum Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Sjá meira
Sexmenningarnir, sem allir neituðu sök, voru ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfellt fíkniefnalagabrot, sem ákærðu sammæltust um að fremja, með því að hafa staðið saman að innflutningi á 5,733 kílóum af metamfetamín-kristöllum. Efnin, sem voru með 81 prósent styrkleika í metamfetamínbasa sem samsvarar 100 prósent metamfetamínklóríði, voru falin í Jagúar-bíl af gerðinni Daimler Double Six sem kom til Þorlákshafnar 11. október með flutningaskipinu Mykines frá Rotterdam í Hollandi. Lögregla lagði hald á fíkniefnin þegar bíllinn kom til landsins og skipti þeim út fyrir gerviefni áður en bíllinn var afhentur þremur mannanna, Sigfús Bergmann Svavarssyni, Baldri Þór Sigurðssyni og Y, þann 24. október. Mennirnir færðu síðan þeim fjórða, Agurim Xixa, bílinn í Reykjavík þar sem hann reyndi árangurslaust að fjarlægja efnin úr bílnum. Daginn eftir flutti Agurim bílinn, ásamt Sigurði Kristinssyni, að hesthúsahverfi þar sem Sigurður rétti Agurim og konu efnin og þau báru efnin inn í nærliggjandi hesthús. Lesa má ítarlega um framvindu málsins í yfirferð fréttastofu af aðalmeðferð málsins frá því í mars. Fylgdust með þeim í tvær vikur Fram kemur í dómnum, sem féll þann 28. apríl, að málsatvik séu að mestu óumdeild og á meðal helstu sönnunargagna séu samtímagögn með hljóðupptökum af samtölum ákærðu, myndbandsupptökum, ljósmyndum og upptökum af símtölum milli ákærðu, sem gefi „nokkuð glögga mynd“ af atburðarásinni. Lögreglan hafi þannig aflað dómsúrskurða sem veittu heimild til þess að koma fyrir hljóð- og myndupptökubúnaði undir Daimler-bílnum og komið fyrir hljóðupptökubúnaði í bíl Sigfúsar, sem hann og ákærðu, Baldur og Y, héldu til í. Lögregla hafði því fylgst náið með ferðum ákærðu í tvær vikur, frá því Daimler-bíllinn kom til landsins 11. október 2024 og þar til þeir voru handteknir 25. október. Fimm hljóta dóm en einn sýknaður Niðurstöður dómsins eru eftirfarandi. Sigurður Kristinsson hlýtur átta ára fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.229.714 krónur. Agurim Xixa hlýtur fimm ára og sex mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.335.310 krónur. Baldur Þór Sigurðarson hlýtur fjögurra ára fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.338.140 krónur. Sigfús Bergmann Svavarsson hlýtur þriggja ára og sex mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.849.094 krónur. Þá hlýtur kona tíu mánaða dóm en fresta skal fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður að þremur árum liðnum haldi hún skilorð. Maðurinn sem nefndur er Y í dómnum er sýknaður af kröfum ákæruvaldsins.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður þeirra sem beri ábyrgð á stríðsglæpum Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels