Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. maí 2025 22:14 Sigurður Kristinsson hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi í stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar. Hann var árið 2019 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Vísir/Villi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Kristinsson í átta ára fangelsi í stærsta kristal-amfetamínmál Íslandssögunnar. Fjórir hinna meðákærðu munu einnig sæta fangelsisvist en einn, sem nefndur er Y í dómnum, hefur verið sýknaður. Sexmenningarnir, sem allir neituðu sök, voru ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfellt fíkniefnalagabrot, sem ákærðu sammæltust um að fremja, með því að hafa staðið saman að innflutningi á 5,733 kílóum af metamfetamín-kristöllum. Efnin, sem voru með 81 prósent styrkleika í metamfetamínbasa sem samsvarar 100 prósent metamfetamínklóríði, voru falin í Jagúar-bíl af gerðinni Daimler Double Six sem kom til Þorlákshafnar 11. október með flutningaskipinu Mykines frá Rotterdam í Hollandi. Lögregla lagði hald á fíkniefnin þegar bíllinn kom til landsins og skipti þeim út fyrir gerviefni áður en bíllinn var afhentur þremur mannanna, Sigfús Bergmann Svavarssyni, Baldri Þór Sigurðssyni og Y, þann 24. október. Mennirnir færðu síðan þeim fjórða, Agurim Xixa, bílinn í Reykjavík þar sem hann reyndi árangurslaust að fjarlægja efnin úr bílnum. Daginn eftir flutti Agurim bílinn, ásamt Sigurði Kristinssyni, að hesthúsahverfi þar sem Sigurður rétti Agurim og konu efnin og þau báru efnin inn í nærliggjandi hesthús. Lesa má ítarlega um framvindu málsins í yfirferð fréttastofu af aðalmeðferð málsins frá því í mars. Fylgdust með þeim í tvær vikur Fram kemur í dómnum, sem féll þann 28. apríl, að málsatvik séu að mestu óumdeild og á meðal helstu sönnunargagna séu samtímagögn með hljóðupptökum af samtölum ákærðu, myndbandsupptökum, ljósmyndum og upptökum af símtölum milli ákærðu, sem gefi „nokkuð glögga mynd“ af atburðarásinni. Lögreglan hafi þannig aflað dómsúrskurða sem veittu heimild til þess að koma fyrir hljóð- og myndupptökubúnaði undir Daimler-bílnum og komið fyrir hljóðupptökubúnaði í bíl Sigfúsar, sem hann og ákærðu, Baldur og Y, héldu til í. Lögregla hafði því fylgst náið með ferðum ákærðu í tvær vikur, frá því Daimler-bíllinn kom til landsins 11. október 2024 og þar til þeir voru handteknir 25. október. Fimm hljóta dóm en einn sýknaður Niðurstöður dómsins eru eftirfarandi. Sigurður Kristinsson hlýtur átta ára fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.229.714 krónur. Agurim Xixa hlýtur fimm ára og sex mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.335.310 krónur. Baldur Þór Sigurðarson hlýtur fjögurra ára fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.338.140 krónur. Sigfús Bergmann Svavarsson hlýtur þriggja ára og sex mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.849.094 krónur. Þá hlýtur kona tíu mánaða dóm en fresta skal fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður að þremur árum liðnum haldi hún skilorð. Maðurinn sem nefndur er Y í dómnum er sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Sexmenningarnir, sem allir neituðu sök, voru ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfellt fíkniefnalagabrot, sem ákærðu sammæltust um að fremja, með því að hafa staðið saman að innflutningi á 5,733 kílóum af metamfetamín-kristöllum. Efnin, sem voru með 81 prósent styrkleika í metamfetamínbasa sem samsvarar 100 prósent metamfetamínklóríði, voru falin í Jagúar-bíl af gerðinni Daimler Double Six sem kom til Þorlákshafnar 11. október með flutningaskipinu Mykines frá Rotterdam í Hollandi. Lögregla lagði hald á fíkniefnin þegar bíllinn kom til landsins og skipti þeim út fyrir gerviefni áður en bíllinn var afhentur þremur mannanna, Sigfús Bergmann Svavarssyni, Baldri Þór Sigurðssyni og Y, þann 24. október. Mennirnir færðu síðan þeim fjórða, Agurim Xixa, bílinn í Reykjavík þar sem hann reyndi árangurslaust að fjarlægja efnin úr bílnum. Daginn eftir flutti Agurim bílinn, ásamt Sigurði Kristinssyni, að hesthúsahverfi þar sem Sigurður rétti Agurim og konu efnin og þau báru efnin inn í nærliggjandi hesthús. Lesa má ítarlega um framvindu málsins í yfirferð fréttastofu af aðalmeðferð málsins frá því í mars. Fylgdust með þeim í tvær vikur Fram kemur í dómnum, sem féll þann 28. apríl, að málsatvik séu að mestu óumdeild og á meðal helstu sönnunargagna séu samtímagögn með hljóðupptökum af samtölum ákærðu, myndbandsupptökum, ljósmyndum og upptökum af símtölum milli ákærðu, sem gefi „nokkuð glögga mynd“ af atburðarásinni. Lögreglan hafi þannig aflað dómsúrskurða sem veittu heimild til þess að koma fyrir hljóð- og myndupptökubúnaði undir Daimler-bílnum og komið fyrir hljóðupptökubúnaði í bíl Sigfúsar, sem hann og ákærðu, Baldur og Y, héldu til í. Lögregla hafði því fylgst náið með ferðum ákærðu í tvær vikur, frá því Daimler-bíllinn kom til landsins 11. október 2024 og þar til þeir voru handteknir 25. október. Fimm hljóta dóm en einn sýknaður Niðurstöður dómsins eru eftirfarandi. Sigurður Kristinsson hlýtur átta ára fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.229.714 krónur. Agurim Xixa hlýtur fimm ára og sex mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.335.310 krónur. Baldur Þór Sigurðarson hlýtur fjögurra ára fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.338.140 krónur. Sigfús Bergmann Svavarsson hlýtur þriggja ára og sex mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.849.094 krónur. Þá hlýtur kona tíu mánaða dóm en fresta skal fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður að þremur árum liðnum haldi hún skilorð. Maðurinn sem nefndur er Y í dómnum er sýknaður af kröfum ákæruvaldsins.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira