Þungir dómar fyrir að smygla fleiri lítrum af kókaíni Árni Sæberg skrifar 3. júní 2025 16:47 Fólkið skildi töskurnar með efnunum í eftir í töskusal Leifsstöðvar. Vísir/Sigurjón Karl og kona hafa hlotið 4,5 ára fangelsisdóma fyrir að flytja inn samtals 8,4 lítra af kókaínbasa með flugi frá Mílanó á Ítalíu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 27. maí og birtur í dag, segir að fólkið, Pedro Garcia Mateos og Wdirka Esther Lantigua Castillo, hafi falið efnin í tveimur farangurstöskum sem þau hefðu haft meðferðis í fluginu. Þau hefðu skilið töskurnar eftir í töskusal flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en komið skömmu síðar aftur og ætlað að fá þær afhentar. Þess í stað voru þau handtekin af lögreglu. Neyslustyrkur kókaíns ekki rannsakaður sérstaklega Í dóminum segir að styrkleiki kókaínbasans hafi verið á bilinu 44 til 45 prósent og að hann hafi verið ætlaður til söludreifingar hér á landi. Í málinu hafi matsgerða rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja-og eiturefnafræðum verið aflað hvað styrkleika efnanna varðar. Óskað hafi verið eftir útreikningi á því hversu mikið magn kókaíns í neyslustyrkleika megi vinna úr basanum. „Neyslustyrkleiki kókaíns hér á landi hefur ekki verið rannsakaður sérstaklega. Vitað er að neyslustyrkleiki fíkniefna getur verið breytilegur frá einu landi til annars, frá ári til árs og jafnvel milli borga í sama landi. Í útreikningunum hér á eftir verður gengið út frá tölum um neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku, en hann var að meðaltali 76% á landsvísu árið 2023. Í þessu samhengi er rétt að benda á að mikill breytileiki hefur verið í neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku frá aldamótum. Hæstur var hann 76% árið 2023 og lægstur 16% árið 2007,“ segir í matsgerðinni. Niðurstaða matsgerðanna hafi verið sú að 8,4 lítrarnir af kókaínbasa hefðu dugað til að framleiða alls 5,4 kíló af kókaíni með 76 prósenta styrkleika. Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 89 milljónir króna. Játuðu skýlaust Pedro og Wdirka hafi bæði játað brot sín skýlaust, bæði að því er varðar þau efni sem hvort um sig flutti inn sem og það atriði að hafa staðið að innflutningnum í félagi. Hvorugu þeirra hafi verið gerð refsing hér á landi áður en tvær ástæður til refsiþyngingar eða -mildunar hafa verið afmáðar í dóminum. Með hliðsjón af öllu því sem rakið er í dómnum ákveðist refsing hvors um sig fangelsi í fjögur og hálft ár. Þá sæti þau upptöku á kókaínbasanum sem og áttatíu þúsund króna sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Loks greiði þau allan sakarkostnað, alls 3,6 milljónir króna. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 27. maí og birtur í dag, segir að fólkið, Pedro Garcia Mateos og Wdirka Esther Lantigua Castillo, hafi falið efnin í tveimur farangurstöskum sem þau hefðu haft meðferðis í fluginu. Þau hefðu skilið töskurnar eftir í töskusal flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en komið skömmu síðar aftur og ætlað að fá þær afhentar. Þess í stað voru þau handtekin af lögreglu. Neyslustyrkur kókaíns ekki rannsakaður sérstaklega Í dóminum segir að styrkleiki kókaínbasans hafi verið á bilinu 44 til 45 prósent og að hann hafi verið ætlaður til söludreifingar hér á landi. Í málinu hafi matsgerða rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja-og eiturefnafræðum verið aflað hvað styrkleika efnanna varðar. Óskað hafi verið eftir útreikningi á því hversu mikið magn kókaíns í neyslustyrkleika megi vinna úr basanum. „Neyslustyrkleiki kókaíns hér á landi hefur ekki verið rannsakaður sérstaklega. Vitað er að neyslustyrkleiki fíkniefna getur verið breytilegur frá einu landi til annars, frá ári til árs og jafnvel milli borga í sama landi. Í útreikningunum hér á eftir verður gengið út frá tölum um neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku, en hann var að meðaltali 76% á landsvísu árið 2023. Í þessu samhengi er rétt að benda á að mikill breytileiki hefur verið í neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku frá aldamótum. Hæstur var hann 76% árið 2023 og lægstur 16% árið 2007,“ segir í matsgerðinni. Niðurstaða matsgerðanna hafi verið sú að 8,4 lítrarnir af kókaínbasa hefðu dugað til að framleiða alls 5,4 kíló af kókaíni með 76 prósenta styrkleika. Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 89 milljónir króna. Játuðu skýlaust Pedro og Wdirka hafi bæði játað brot sín skýlaust, bæði að því er varðar þau efni sem hvort um sig flutti inn sem og það atriði að hafa staðið að innflutningnum í félagi. Hvorugu þeirra hafi verið gerð refsing hér á landi áður en tvær ástæður til refsiþyngingar eða -mildunar hafa verið afmáðar í dóminum. Með hliðsjón af öllu því sem rakið er í dómnum ákveðist refsing hvors um sig fangelsi í fjögur og hálft ár. Þá sæti þau upptöku á kókaínbasanum sem og áttatíu þúsund króna sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Loks greiði þau allan sakarkostnað, alls 3,6 milljónir króna.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira