Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2025 12:01 Mikill þungi hefur verið í fíkniefnainnflutningi um Keflavíkurflugvöll á þessu ári. Vísir/Vilhelm Nítján eru í gæsluvarðhaldi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum vegna fíkniefnainnflutnings og tólf hafa verið handteknir í tengslum við slík mál frá tíunda apríl. Yfirlögregluþjónn segir að grunur sé um að ákveðinn hópur standi að baki nokkrum málanna. Síðan á miðvikudag hafa tveir verið handteknir í tveimur aðskildum málum vegna gruns um fíkniefnainnflutning á Keflavíkurflugvelli. Fjölmörg slík mál hafa komið upp á þessu ári og má þar nefna þegar átján ára piltur var handtekinn fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni í byrjun apríl og þegar tvær stúlkur, önnur 17 ára og hin 18 ára voru handteknar fyrir innflutning á tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðanum nitazene. Báðar rannsóknir eru á lokametrunum. Mikil ákefð í innflutningi Nú eru sextán mál til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum og fjörutíu og eitt opið hjá embættinu. Nítján eru í haldi vegna þeirra. „Það er búin að vera mikil ákefð í innflutningi á fíkniefnum á þessu ári og miðað við það meðaltal sem við erum að sjá núna þá er það talsvert hærra en hefur verið,“ segir Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum en að meðaltali hafa átján verið í gæsluvarðhaldi hjá embættinu á hverjum degi á þessu ári. Augljóst sé að glufa sé á markaðnum. „Það getur sagt okkur ýmislegt, í fyrsta lagi hlýtur eitthvað að vanta í landinu þannig að menn eru að reyna. Og ekki síður er þetta merki um öflugt eftirlit lögreglunnar og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli og bara í kringum landið. Við erum farin að læra mynstur, erum fljótari að bregðast við og alþjóðasamstarfið er að skila okkur auknum árangri í þessum málum.“ Grunur um að málin tengist Lagt hefur verið hald á kókaín, metamfetamínkristala, amfetamín- og kókaínbasa og oxycontin - svo fátt eitt sé nefnt. Bjarney segir að skoða þurfi öll málin í samhengi við hvort annað. Er þá grunur um að einhver þessara mála tengist? „Já, já,“ segir Bjarney. Og að það séu sömu aðilar sem standi þarna að baki? „Allavega einhver hópur aðila, já.“ Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. 15. apríl 2025 19:00 Átján ára með 13 kíló af kókaíni Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 14. apríl 2025 19:05 Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. 2. apríl 2025 19:54 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Síðan á miðvikudag hafa tveir verið handteknir í tveimur aðskildum málum vegna gruns um fíkniefnainnflutning á Keflavíkurflugvelli. Fjölmörg slík mál hafa komið upp á þessu ári og má þar nefna þegar átján ára piltur var handtekinn fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni í byrjun apríl og þegar tvær stúlkur, önnur 17 ára og hin 18 ára voru handteknar fyrir innflutning á tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðanum nitazene. Báðar rannsóknir eru á lokametrunum. Mikil ákefð í innflutningi Nú eru sextán mál til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum og fjörutíu og eitt opið hjá embættinu. Nítján eru í haldi vegna þeirra. „Það er búin að vera mikil ákefð í innflutningi á fíkniefnum á þessu ári og miðað við það meðaltal sem við erum að sjá núna þá er það talsvert hærra en hefur verið,“ segir Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum en að meðaltali hafa átján verið í gæsluvarðhaldi hjá embættinu á hverjum degi á þessu ári. Augljóst sé að glufa sé á markaðnum. „Það getur sagt okkur ýmislegt, í fyrsta lagi hlýtur eitthvað að vanta í landinu þannig að menn eru að reyna. Og ekki síður er þetta merki um öflugt eftirlit lögreglunnar og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli og bara í kringum landið. Við erum farin að læra mynstur, erum fljótari að bregðast við og alþjóðasamstarfið er að skila okkur auknum árangri í þessum málum.“ Grunur um að málin tengist Lagt hefur verið hald á kókaín, metamfetamínkristala, amfetamín- og kókaínbasa og oxycontin - svo fátt eitt sé nefnt. Bjarney segir að skoða þurfi öll málin í samhengi við hvort annað. Er þá grunur um að einhver þessara mála tengist? „Já, já,“ segir Bjarney. Og að það séu sömu aðilar sem standi þarna að baki? „Allavega einhver hópur aðila, já.“
Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. 15. apríl 2025 19:00 Átján ára með 13 kíló af kókaíni Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 14. apríl 2025 19:05 Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. 2. apríl 2025 19:54 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. 15. apríl 2025 19:00
Átján ára með 13 kíló af kókaíni Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 14. apríl 2025 19:05
Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. 2. apríl 2025 19:54
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent