Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2025 12:11 Úr eftirlitsmyndavélakerfinu á Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hvor sínum megin við þrítugt hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að smygla kílóum af kókaíni frá meginlandi Evrópu til Íslands með farþegaflugvél. Efnin fundust í ferðatöskum mannanna. Um er að ræða þá Jhymmhy Simon Manuili Mukelenge 38 ára og Steven Felipe Ramirez Valencia 29 ára. Mál þeirra hafa enga aðra tengingu en þá að dómur var kveðinn upp yfir þeim báðum á föstudaginn í Héraðsdómi Reykjaness. Mukalenge var gripinn með tæplega tvö kíló af kókaíni falin í ferðatösku sinni við komuna til Keflavíkur eftir flug frá París í Frakklandi. Styrkleiki efnanna var um 83 prósent. Hann játaði brot sitt greiðlega. Með hliðsjón af dómafordæmum þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Valencia var handtekinn við komuna til landsins þann 10. apríl með tæplega 2,9 kíló af kókaíni eftir flug frá Madrid, höfuðborg Spánar. Styrkleiki efnanna var nokkuð minni eða rúmlega fimmtíu prósent. Hann játaði brot sitt og þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Vísbendingar eru um mikla kókaínneyslu á Íslandi. Það staðfesta bæði mál á borð við þetta en sömuleiðis magn fíkniefna í frárennsli á höfuðborgarsvæðinu. Þá er skemmst að minnast stóra kókaínmálsins sem kom upp árið 2022 þegar hundrað kíló af kókaíni fundust falin í timbursendingu frá Brasilíu. Fimm hafa hlotið þunga dóma í tengslum við málið. Nú síðast var átta ára fangelsisdómur staðfestur í Landsrétti í apríl. Ekki er algilt að reynt sé að smygla kókaíni flugleiðina til Íslands. Bæði hafa innflytjendur verið gripnir glóðvolgir í Norrænu við komuna til Seyðisfjarðar og sömuleiðis hefur verið reynt að smygla fíkniefnum með skemmtiferðaskipum. Þá eru eldri dæmi um að reynt hafi verið að smygla kókaíni til landsins í skútusiglingum. Þrír danskir ríkisborgarar fengu fangelsisdóma í fyrra fyrir tilraun til að smygla um 160 kílóum af hassi til Grænlands með stoppi á Íslandi. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Um er að ræða þá Jhymmhy Simon Manuili Mukelenge 38 ára og Steven Felipe Ramirez Valencia 29 ára. Mál þeirra hafa enga aðra tengingu en þá að dómur var kveðinn upp yfir þeim báðum á föstudaginn í Héraðsdómi Reykjaness. Mukalenge var gripinn með tæplega tvö kíló af kókaíni falin í ferðatösku sinni við komuna til Keflavíkur eftir flug frá París í Frakklandi. Styrkleiki efnanna var um 83 prósent. Hann játaði brot sitt greiðlega. Með hliðsjón af dómafordæmum þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Valencia var handtekinn við komuna til landsins þann 10. apríl með tæplega 2,9 kíló af kókaíni eftir flug frá Madrid, höfuðborg Spánar. Styrkleiki efnanna var nokkuð minni eða rúmlega fimmtíu prósent. Hann játaði brot sitt og þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Vísbendingar eru um mikla kókaínneyslu á Íslandi. Það staðfesta bæði mál á borð við þetta en sömuleiðis magn fíkniefna í frárennsli á höfuðborgarsvæðinu. Þá er skemmst að minnast stóra kókaínmálsins sem kom upp árið 2022 þegar hundrað kíló af kókaíni fundust falin í timbursendingu frá Brasilíu. Fimm hafa hlotið þunga dóma í tengslum við málið. Nú síðast var átta ára fangelsisdómur staðfestur í Landsrétti í apríl. Ekki er algilt að reynt sé að smygla kókaíni flugleiðina til Íslands. Bæði hafa innflytjendur verið gripnir glóðvolgir í Norrænu við komuna til Seyðisfjarðar og sömuleiðis hefur verið reynt að smygla fíkniefnum með skemmtiferðaskipum. Þá eru eldri dæmi um að reynt hafi verið að smygla kókaíni til landsins í skútusiglingum. Þrír danskir ríkisborgarar fengu fangelsisdóma í fyrra fyrir tilraun til að smygla um 160 kílóum af hassi til Grænlands með stoppi á Íslandi.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira