Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júní 2025 20:53 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bótakröfu manns sem var handtekinn undir áhrifum kókaíns. Hann vildi meina að orsök þess að kókaínið hefði komist inn í blóðrásina hans væri návígi við skólp, en maðurinn er pípari. Aðdragandi málsins er sá að maðurinn var handtekinn sumarið 2023 á Suðurlandsbraut í Reykjavík og fram kemur í frumskýrslu lögreglu að hann hefði ekið á miklum hraða. Lögreglan stöðvaði bílinn til gá að ástandi og réttindum ökumannsins. Þá segir að ökumaðurinn hafi borið þess merki að vera undir áhrifum fíknefna. Hann hafi verið „með útvíkkuð sjáöldur, mjög þurr í munni, auk þess sem hann [hafi] ítrekað skellt saman tönnum.“ Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn 16. júní síðastliðinn og hann má lesa í heild sinni hér. Kókaínneysla eina skýringin Maðurinn neitaði að hafa innbyrt fíkniefni og kókaín mældist í munnvatnssýni. Hann var í kjölfarið handtekinn og færður á lögreglustöð til blóðsýnatöku. Hann var látinn laus og svo var honum tilkynnt að rannsókn málsins hefði verið hætt. Kókaínið í blóði mannsins hafi ekki verið í mælanlegu magni. Í viðbótarmatsgerð sem gerð var í janúar í ár kemur hins vegar fram að bensóýlekgónin hafi greinst í blóði hans. Það sé umbrotsefni kókaíns sem myndist í líkamanum eftir neyslu kókaíns og greinist lengur en kókaín í blóði. Eina skýring þess að efnið greinist í lífsýnum sé neysla kókaíns. Áður en viðbótarmatsgerðin var lögð fram hafði maðurinn hins vegar lagt fram bótakröfu á hendur ríkinu. Henni var hafnað og þá stefndi hann ríkinu og vísaði til laga um bótarétt þeirra sem bornir hafa verið sökum en mál þeirra er svo fellt niður. Hann sagðist ekkert hafa gert til að stuðla að aðgerðum lögreglu, nefnilega að handtaka hann og flytja hann á lögreglustöð til blóðsýnatöku, og ætti því rétt á bótum. Umbrotsefni kókaíns sogast inn um húðina Maðurinn kvað handtökuna hafa valdið sér álitshnekki og frelsissviptinguna í heild mikilli andlegri vanlíðan. Hann sagði það liggja fyrir að hann hefði verið handtekinn að ósekju, enda hefði blóðprufan staðfest að hann hefði ekki ekið undir áhrifum. Blóðpufan hafi valdið honum töluverðum miska enda hafi með henni verið gengið eins nálægt friðhelgi einkalífs hans og líkama og unnt sé. Hann sagðist ekki skilja hvernig munnvatnssýni á vettvangi hefði gefið til kynna að hann hefði neytt kókaíns og lagði fram ástralska vísindarannsókn sem sýndi fram á að prófið sem notað var á vettvangi skili rangri jákvæðri niðurstöðu í fimm til tíu prósent tilvika er varða greiningu á virka efninu í kannabis. Auðvelt sé að yfirfæra það yfir á kókaín og því óhætt að fullyrða að prófið sé ónákvæmt. Eftir að áðurnefnd viðbótarmatsgerð var lögð fram vísaði lögmaður mannsins til fræðigreinar sem hann afhenti dóminum til hliðsjónar þar sem fram kemur að greina megi kókaínneyslu í samfélagi með því að greina umbrotsefni kókaíns í skólpi viðkomandi samfélags. Hann sagði manninn vinna við pípulagnir og að það umbrotsefni kókaíns sem greint heðfi verið í blóði mannsins hefði mögulega komist í blóðrás hans vegna þess að hann kæmist mikið í tæri við skólp í vinnu sinni. Aðspurður um hvernig umrætt umbrotsefni hefði mögulega komist í blóðrás stefnanda kvaðst hann ekki vera sérfræðingur á þessu sviði en það hefði mögulega átt leið í gegnum húð stefnanda. Kenning verjandans „afar langsótt“ Ríkið sagði manninn hafa stuðlað sjálfur að þeim aðgerðum sem lögreglan beitti hann með of hröðum akstri. Aðgerðir lögreglunnar hafi ekki valdið manninum óþarfa miska eða tjoni umfram það sem óhjákvæmilega hljótist. Þannig ætti maðurinn ekki rétt á bótum. Í niðurstöðum dómsins segir að óhætt sé að ganga út frá því, þrátt fyrir mótmæli mannsins, að hann hafi nokkru fyrir akstur í umrætt sinn neytt kókaíns. Breyti þar engu sú málsástæða sem lögmaður mannsins kynnti til sögunnar í málflutningi sínum að mögulega hefði umbrotsefni kókaíns komist í líkama hans úr skólpi þar sem hann hefði sinnt pípulagningarstörfum. Dómurinn segir hana „afar langsótta“ að sínu mati. Þar að auki hafi lögreglan haft afskipti af manninum eftir að hann hefði ekið á miklum hraða og lögreglumönnum þótt hann sýna merki um fíkniefnaneyslu. Þegar litið er til þessa er það mat dómsins að maðurinn hafi mátt reikna með að þurfa að sæta þeim rannsóknar- og þvingunaraðgerðum sem beitt var við rannsókn málsins. Telur dómurinn því að hann hafi stuðlað að þeim aðgerðum sem hann byggði kröfur sínar á og því beri að sýkna ríkið af öllum kröfum hans. Dómsmál Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Aðdragandi málsins er sá að maðurinn var handtekinn sumarið 2023 á Suðurlandsbraut í Reykjavík og fram kemur í frumskýrslu lögreglu að hann hefði ekið á miklum hraða. Lögreglan stöðvaði bílinn til gá að ástandi og réttindum ökumannsins. Þá segir að ökumaðurinn hafi borið þess merki að vera undir áhrifum fíknefna. Hann hafi verið „með útvíkkuð sjáöldur, mjög þurr í munni, auk þess sem hann [hafi] ítrekað skellt saman tönnum.“ Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn 16. júní síðastliðinn og hann má lesa í heild sinni hér. Kókaínneysla eina skýringin Maðurinn neitaði að hafa innbyrt fíkniefni og kókaín mældist í munnvatnssýni. Hann var í kjölfarið handtekinn og færður á lögreglustöð til blóðsýnatöku. Hann var látinn laus og svo var honum tilkynnt að rannsókn málsins hefði verið hætt. Kókaínið í blóði mannsins hafi ekki verið í mælanlegu magni. Í viðbótarmatsgerð sem gerð var í janúar í ár kemur hins vegar fram að bensóýlekgónin hafi greinst í blóði hans. Það sé umbrotsefni kókaíns sem myndist í líkamanum eftir neyslu kókaíns og greinist lengur en kókaín í blóði. Eina skýring þess að efnið greinist í lífsýnum sé neysla kókaíns. Áður en viðbótarmatsgerðin var lögð fram hafði maðurinn hins vegar lagt fram bótakröfu á hendur ríkinu. Henni var hafnað og þá stefndi hann ríkinu og vísaði til laga um bótarétt þeirra sem bornir hafa verið sökum en mál þeirra er svo fellt niður. Hann sagðist ekkert hafa gert til að stuðla að aðgerðum lögreglu, nefnilega að handtaka hann og flytja hann á lögreglustöð til blóðsýnatöku, og ætti því rétt á bótum. Umbrotsefni kókaíns sogast inn um húðina Maðurinn kvað handtökuna hafa valdið sér álitshnekki og frelsissviptinguna í heild mikilli andlegri vanlíðan. Hann sagði það liggja fyrir að hann hefði verið handtekinn að ósekju, enda hefði blóðprufan staðfest að hann hefði ekki ekið undir áhrifum. Blóðpufan hafi valdið honum töluverðum miska enda hafi með henni verið gengið eins nálægt friðhelgi einkalífs hans og líkama og unnt sé. Hann sagðist ekki skilja hvernig munnvatnssýni á vettvangi hefði gefið til kynna að hann hefði neytt kókaíns og lagði fram ástralska vísindarannsókn sem sýndi fram á að prófið sem notað var á vettvangi skili rangri jákvæðri niðurstöðu í fimm til tíu prósent tilvika er varða greiningu á virka efninu í kannabis. Auðvelt sé að yfirfæra það yfir á kókaín og því óhætt að fullyrða að prófið sé ónákvæmt. Eftir að áðurnefnd viðbótarmatsgerð var lögð fram vísaði lögmaður mannsins til fræðigreinar sem hann afhenti dóminum til hliðsjónar þar sem fram kemur að greina megi kókaínneyslu í samfélagi með því að greina umbrotsefni kókaíns í skólpi viðkomandi samfélags. Hann sagði manninn vinna við pípulagnir og að það umbrotsefni kókaíns sem greint heðfi verið í blóði mannsins hefði mögulega komist í blóðrás hans vegna þess að hann kæmist mikið í tæri við skólp í vinnu sinni. Aðspurður um hvernig umrætt umbrotsefni hefði mögulega komist í blóðrás stefnanda kvaðst hann ekki vera sérfræðingur á þessu sviði en það hefði mögulega átt leið í gegnum húð stefnanda. Kenning verjandans „afar langsótt“ Ríkið sagði manninn hafa stuðlað sjálfur að þeim aðgerðum sem lögreglan beitti hann með of hröðum akstri. Aðgerðir lögreglunnar hafi ekki valdið manninum óþarfa miska eða tjoni umfram það sem óhjákvæmilega hljótist. Þannig ætti maðurinn ekki rétt á bótum. Í niðurstöðum dómsins segir að óhætt sé að ganga út frá því, þrátt fyrir mótmæli mannsins, að hann hafi nokkru fyrir akstur í umrætt sinn neytt kókaíns. Breyti þar engu sú málsástæða sem lögmaður mannsins kynnti til sögunnar í málflutningi sínum að mögulega hefði umbrotsefni kókaíns komist í líkama hans úr skólpi þar sem hann hefði sinnt pípulagningarstörfum. Dómurinn segir hana „afar langsótta“ að sínu mati. Þar að auki hafi lögreglan haft afskipti af manninum eftir að hann hefði ekið á miklum hraða og lögreglumönnum þótt hann sýna merki um fíkniefnaneyslu. Þegar litið er til þessa er það mat dómsins að maðurinn hafi mátt reikna með að þurfa að sæta þeim rannsóknar- og þvingunaraðgerðum sem beitt var við rannsókn málsins. Telur dómurinn því að hann hafi stuðlað að þeim aðgerðum sem hann byggði kröfur sínar á og því beri að sýkna ríkið af öllum kröfum hans.
Dómsmál Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira