Valur

Fréttamynd

U-beygja í leik­manna­málum

Segja má að nokkur lið Bestu deildar karla í knattspyrnu hafi tekið algjöra U-beygju í leikmannamálum sínum fyrir komandi tímabil. Lið sem hafa áður sótt þekktar stærðir hafa sóst meira í yngri leikmenn og lið sem hafa tekið inn unga leikmenn undanfarin ár hafa sótt þekktar stæðir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ekki einu sinni 20 stigum undir“

Kiana Johnson skoraði mest allra í naumum sigri Vals á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Subway deildar kvenna.

Körfubolti
Fréttamynd

Um­fjöllun og viðtöl: KA - Valur 1-1 | Valur Lengju­bikar­meistari eftir víta­spyrnu­keppni

Valur er Lengjubikarmeistari 2023 eftir sigur gegn KA í vítaspyrnukeppni. Liðin mættust á Greifavellinum á Akureyri í dag og var staðan 1-1 eftir venjulega leiktíma en Birkir Már Sævarsson skoraði jöfnunarmark leiksins á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Halllgrímur Mar skoraði mark KA úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik. Í vítaspyrnukeppninni klikkaði KA á tveimur spyrnum en Valur á einni.

Fótbolti
Fréttamynd

Þór­dís Hrönn ekki með Val í sumar

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals í Bestu deild kvenna í knattspyrnu, mun ekki spila neitt á komandi tímabili þar sem hún sleit krossband nýverið. Frá þessu greindi hún sjálf á samfélagsmiðlum sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Björgvin birtir öll samskiptin við Donna

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Rúnar um undan­úr­slitin: „Það verður stríð um Reykja­nes­bæ sem enginn má missa af“

„Tilfinningin er rosalega góð,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir magnaðan sigur gegn Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokaumferðin fór fram og sigur Njarðvíkur, sá 7. í röð, sendi Val niður í 3. sætið. Íslandsmeistarar Njarðvíkur koma þar á eftir og eru á leið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar ásamt Keflavík, Haukum og Val.

Körfubolti
Fréttamynd

„Búið að vera ótrúlegt dæmi“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

„Sá alveg fullt af tækifærum“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að bæta fyrir slæmt tap fyrir Göppingen á Hlíðarenda í síðustu viku þegar liðin mætast að nýju í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Okkur langar að dreyma“

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, kveðst meðvitaður um að liðið eigi við ofurefli að etja er það sækir Göppingen heim í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. Um er að ræða erfiðan útivöll og þeir þýsku eru með sjö marka forskot eftir fyrri leikinn á Hlíðarenda.

Handbolti
Fréttamynd

Benedikt varð eftir heima

Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, er ekki með hópnum sem er staddur í Göppingen og mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í dag. Hann glímir við meiðsli.

Handbolti