Úr „besta klúbbnum á Íslandi“ niður í 1. deild: „Stundum verður maður að breyta til“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2024 23:02 Birkir tók óvænta beygju frá Val heim til Þórs. Hann mun þó, allavega að hluta, æfa áfram í Reykjavík. Vísir/Arnar Birkir Heimisson hefur óvænt yfirgefið silfurlið síðasta Íslandsmóts til að semja við uppeldisfélagið Þór á Akureyri sem leikur í næstefstu deild. Hann fékk einfaldlega tilboð sem hann gat ekki hafnað. Birkir spilaði sex deildarleiki fyrir Þór aðeins 16 ára gamall sumarið 2016 en hélt svo út til Hollands og lék með Heerenveen áður en hann kom aftur heim í Val árið 2020. Hann vann Íslandsmeistaratitil með liðinu sumarið 2020 og hefur verið lykilmaður þar síðan. Það vekur því athygli að hann yfirgefi topplið í efstu deild og færi sig niður í fyrstu deildina. Hann segir Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs - sem var aðstoðarþjálfari Vals í fyrra - hafa mikið um ákvörðunina að segja. „Það var bara mikill áhugi og þeir settu bara allt í þetta. Siggi er bara eins og hann er, toppþjálfari, þannig mér fannst þetta bara vera skothelt,“ sagði Birkir í samtali við Stöð 2 í dag. „Ég var í besta klúbbnum á Íslandi, finnst mér, en stundum verður maður bara að breyta til og mér fannst bara vera kominn tími á það. Ég er bara spenntur fyrir þessu.“ Valur hafnaði lánstilboði Þórs í Birki en tóku kauptilboði frá félaginu. Birkir mun þó ekki fara beint norður þar sem hann er bæði að jafna sig á brotnu beini í hönd og þá er unnusta hans Petra Jasonardóttir á steypinum og eiga þau von á sínu fyrsta barni á allra næstu dögum. Birkir mun því búa áfram á höfuðborgarsvæðinu fyrstu vikurnar í það minnsta en líklega æfa áfram með Völsurum samhliða Þór þegar tímabilið er komið af stað. „Við verðum hér og barnið fæðist í Reykjavík. Ég fæ að æfa áfram með Völsurunum og það er náttúrulega frábært að æfa þar. Þannig að ég verð í toppstandi þegar tímabilið byrjar.“ Þá segir hann enga pressu frá Þórsurum að hann komi sem fyrst norður. „Þetta fer náttúrulega bara allt eftir því hvernig gengur með barnið og svo tökum við stöðuna þegar að því kemur,“ sagði Birkir, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þór Akureyri Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Birkir spilaði sex deildarleiki fyrir Þór aðeins 16 ára gamall sumarið 2016 en hélt svo út til Hollands og lék með Heerenveen áður en hann kom aftur heim í Val árið 2020. Hann vann Íslandsmeistaratitil með liðinu sumarið 2020 og hefur verið lykilmaður þar síðan. Það vekur því athygli að hann yfirgefi topplið í efstu deild og færi sig niður í fyrstu deildina. Hann segir Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs - sem var aðstoðarþjálfari Vals í fyrra - hafa mikið um ákvörðunina að segja. „Það var bara mikill áhugi og þeir settu bara allt í þetta. Siggi er bara eins og hann er, toppþjálfari, þannig mér fannst þetta bara vera skothelt,“ sagði Birkir í samtali við Stöð 2 í dag. „Ég var í besta klúbbnum á Íslandi, finnst mér, en stundum verður maður bara að breyta til og mér fannst bara vera kominn tími á það. Ég er bara spenntur fyrir þessu.“ Valur hafnaði lánstilboði Þórs í Birki en tóku kauptilboði frá félaginu. Birkir mun þó ekki fara beint norður þar sem hann er bæði að jafna sig á brotnu beini í hönd og þá er unnusta hans Petra Jasonardóttir á steypinum og eiga þau von á sínu fyrsta barni á allra næstu dögum. Birkir mun því búa áfram á höfuðborgarsvæðinu fyrstu vikurnar í það minnsta en líklega æfa áfram með Völsurum samhliða Þór þegar tímabilið er komið af stað. „Við verðum hér og barnið fæðist í Reykjavík. Ég fæ að æfa áfram með Völsurunum og það er náttúrulega frábært að æfa þar. Þannig að ég verð í toppstandi þegar tímabilið byrjar.“ Þá segir hann enga pressu frá Þórsurum að hann komi sem fyrst norður. „Þetta fer náttúrulega bara allt eftir því hvernig gengur með barnið og svo tökum við stöðuna þegar að því kemur,“ sagði Birkir, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Þór Akureyri Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira