„Álagið á konunum okkar erlendis er svona þúsund sinnum meira en hér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 12:00 Aron Jóhannsson er af mörgum talinn vera einn allra besti leikmaður Bestu deildar karla í fótbolta. Vísir/Diego Aron Jóhannsson segir mikinn mun á þátttöku sinni í heimilisstörfunum eftir að hann flutti heim úr atvinnumennskunni. Hann verður í viðtali í öðrum þættinum af Lengsta undirbúningstímabil í heimi í kvöld. Baldur Sigurðsson heldur áfram með þáttinn sinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi á Stöð 2 Sport í kvöld en þá er komið að öðrum þættinum í annarri þáttaröðinni. Þátturinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og í kvöld er komið að Arnari Grétarssyni og lærisveinum hans í Valsliðinu. Baldur þekkir mjög vel til hvað leikmenn liðanna eru að ganga í gegnum yfir veturinn enda á hann að baki langan og glæsilegan feril í efstu deild hér á landi. Í þáttunum er kíkt á bak við tjöldin í undirbúningi liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta sumarið 2024. Baldur mætir á æfingar, æfir með liðunum og ræðir við leikmenn og þjálfara. Klippa: Önnur þáttarröð af LUÍH: Brot úr viðtali við Aron Jóh Í öðrum þætti þáttaraðarinnar fylgir Baldur liði Vals eftir á sínu undirbúningstímabili en þetta er annað tímabil liðsins undir stjórn Arnars Grétarssonar. Hljómar kannski svolítið sjálfselskulega Aron Jóhannsson kom heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta tímabil og hefur nú fengið meira en ár í að aðlagast því að vera aftur að spila fótbolta á Íslandi. „Það sem maður þarf að aðlagast líka er fjölskyldulífið. Þegar ég var erlendis, það hljómar kannski svolítið sjálfselskulega, en þá snerist allt um mig og hvernig ég stend mig,“ sagði Aron Jóhannsson í samtali við Baldur. Skrýtið að segja þetta „Meira að segja þegar ég segi þetta þá er skrýtið að segja þetta. Maður er bara í atvinnumennsku og þegar þú ert kominn á svona hátt getustig þá er hver æfing nánast jafn mikilvæg og leikur,“ sagði Aron. „Munurinn á mér og næsta gæja er kannski bara eitt eða tvö prósent. Það getur bara verið hvort ég svaf illa daginn áður eða borðaði illa. Vaknaði krakkinn grenjandi um nóttina og ég þurfti að fara að sjá um hann. Ef ég geri það tvær til þrjár nætur í röð þá dettur frammistaðan niður,“ sagði Aron. Búinn að girða sig í brók „Álagið á konunum okkar erlendis er svona þúsund sinnum meira en hér. Hún er alltaf að segja það núna að henni líði svolítið eins og ég sé búinn að girða mig í brók eftir að ég flutti heim. Ég er búinn að læra á þvottavélina og uppþvottavélina. Farinn að þvo fötin eftir krakkana,“ sagði Aron. Það má sjá brot úr þætti kvöldsins hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira
Baldur Sigurðsson heldur áfram með þáttinn sinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi á Stöð 2 Sport í kvöld en þá er komið að öðrum þættinum í annarri þáttaröðinni. Þátturinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og í kvöld er komið að Arnari Grétarssyni og lærisveinum hans í Valsliðinu. Baldur þekkir mjög vel til hvað leikmenn liðanna eru að ganga í gegnum yfir veturinn enda á hann að baki langan og glæsilegan feril í efstu deild hér á landi. Í þáttunum er kíkt á bak við tjöldin í undirbúningi liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta sumarið 2024. Baldur mætir á æfingar, æfir með liðunum og ræðir við leikmenn og þjálfara. Klippa: Önnur þáttarröð af LUÍH: Brot úr viðtali við Aron Jóh Í öðrum þætti þáttaraðarinnar fylgir Baldur liði Vals eftir á sínu undirbúningstímabili en þetta er annað tímabil liðsins undir stjórn Arnars Grétarssonar. Hljómar kannski svolítið sjálfselskulega Aron Jóhannsson kom heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta tímabil og hefur nú fengið meira en ár í að aðlagast því að vera aftur að spila fótbolta á Íslandi. „Það sem maður þarf að aðlagast líka er fjölskyldulífið. Þegar ég var erlendis, það hljómar kannski svolítið sjálfselskulega, en þá snerist allt um mig og hvernig ég stend mig,“ sagði Aron Jóhannsson í samtali við Baldur. Skrýtið að segja þetta „Meira að segja þegar ég segi þetta þá er skrýtið að segja þetta. Maður er bara í atvinnumennsku og þegar þú ert kominn á svona hátt getustig þá er hver æfing nánast jafn mikilvæg og leikur,“ sagði Aron. „Munurinn á mér og næsta gæja er kannski bara eitt eða tvö prósent. Það getur bara verið hvort ég svaf illa daginn áður eða borðaði illa. Vaknaði krakkinn grenjandi um nóttina og ég þurfti að fara að sjá um hann. Ef ég geri það tvær til þrjár nætur í röð þá dettur frammistaðan niður,“ sagði Aron. Búinn að girða sig í brók „Álagið á konunum okkar erlendis er svona þúsund sinnum meira en hér. Hún er alltaf að segja það núna að henni líði svolítið eins og ég sé búinn að girða mig í brók eftir að ég flutti heim. Ég er búinn að læra á þvottavélina og uppþvottavélina. Farinn að þvo fötin eftir krakkana,“ sagði Aron. Það má sjá brot úr þætti kvöldsins hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira