Valsmenn í viðræðum við Gylfa Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2024 11:01 Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur í fótboltann á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Líkurnar virðast sífellt aukast á því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, spili á Íslandi í sumar, í fyrsta sinn á löngum meistaraflokksferli. Gylfa er frjálst að semja við hvaða félag sem er eftir að hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í vetur, til að einbeita sér að endurhæfingu á Spáni vegna meiðsla. Gylfi hefur æft undir handleiðslu sjúkraþjálfara á Spáni og einnig tekið þátt í æfingum með liðum Fylkis og nú Vals, í þeirra æfingaferðalögum á hlýrri slóðum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfestir við RÚV í dag að Valsmenn séu í viðræðum við Gylfa um að hann gangi til liðs við félagið. Gylfi hefur áður æft með Valsmönnum en þá hér á landi, síðasta sumar, þegar hann vann að endurkomu í fótboltann eftir tveggja ára hlé vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi samdi þó ekki við Valsmenn í fyrra en sneri aftur í fótboltann sem leikmaður Lyngby í Danmörku. Hann sneri líka aftur í landsliðið og lék með því í október á síðasta ári, og sló markametið með tveimur mörkum gegn Liechtenstein. Hann hefur þar með skorað 27 mörk fyrir íslenska landsliðið. Nær útilokað er þó talið að Gylfi verði með landsliðinu eftir tíu daga, þegar það spilar gegn Ísrael í umspilinu um sæti á EM. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur sagt nauðsynlegt að leikmenn séu að spila með sínu félagsliði til þess að geta verið með. Gylfi hefur eins og fyrr segir aldrei leikið í meistaraflokki hér á landi. Þessi 34 ára gamli leikmaður lék í áratug í ensku úrvalsdeildinni og tvö tímabil í efstu deild Þýskalands, en fór aðeins 16 ára gamall frá Íslandi og gekk til liðs við enska félagið Reading. Hann er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út, og hefur því aldrei spilað fyrir Val sem nú gæti orðið nýja félagið hans. Lið Vals er það lið sem margir telja best til þess búið að veita ríkjandi Íslandsmeisturum Víkings Reykjavíkur samkeppni á komandi tímabili í Bestu deildinni. Piltarnir af Hlíðarenda eru þessa dagana í sinni æfingaferð fyrir tímabilið á Montecastillo við suðurströnd Spánar, ekki langt frá borginni Sevilla, og verða þar í viku til viðbótar. Næsti leikur Vals er gegn ÍA á Hlíðarenda miðvikudaginn 20. mars, í undanúrslitum Lengjubikarsins. Besta deild karla Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Gylfa er frjálst að semja við hvaða félag sem er eftir að hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í vetur, til að einbeita sér að endurhæfingu á Spáni vegna meiðsla. Gylfi hefur æft undir handleiðslu sjúkraþjálfara á Spáni og einnig tekið þátt í æfingum með liðum Fylkis og nú Vals, í þeirra æfingaferðalögum á hlýrri slóðum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfestir við RÚV í dag að Valsmenn séu í viðræðum við Gylfa um að hann gangi til liðs við félagið. Gylfi hefur áður æft með Valsmönnum en þá hér á landi, síðasta sumar, þegar hann vann að endurkomu í fótboltann eftir tveggja ára hlé vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi samdi þó ekki við Valsmenn í fyrra en sneri aftur í fótboltann sem leikmaður Lyngby í Danmörku. Hann sneri líka aftur í landsliðið og lék með því í október á síðasta ári, og sló markametið með tveimur mörkum gegn Liechtenstein. Hann hefur þar með skorað 27 mörk fyrir íslenska landsliðið. Nær útilokað er þó talið að Gylfi verði með landsliðinu eftir tíu daga, þegar það spilar gegn Ísrael í umspilinu um sæti á EM. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur sagt nauðsynlegt að leikmenn séu að spila með sínu félagsliði til þess að geta verið með. Gylfi hefur eins og fyrr segir aldrei leikið í meistaraflokki hér á landi. Þessi 34 ára gamli leikmaður lék í áratug í ensku úrvalsdeildinni og tvö tímabil í efstu deild Þýskalands, en fór aðeins 16 ára gamall frá Íslandi og gekk til liðs við enska félagið Reading. Hann er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út, og hefur því aldrei spilað fyrir Val sem nú gæti orðið nýja félagið hans. Lið Vals er það lið sem margir telja best til þess búið að veita ríkjandi Íslandsmeisturum Víkings Reykjavíkur samkeppni á komandi tímabili í Bestu deildinni. Piltarnir af Hlíðarenda eru þessa dagana í sinni æfingaferð fyrir tímabilið á Montecastillo við suðurströnd Spánar, ekki langt frá borginni Sevilla, og verða þar í viku til viðbótar. Næsti leikur Vals er gegn ÍA á Hlíðarenda miðvikudaginn 20. mars, í undanúrslitum Lengjubikarsins.
Besta deild karla Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira