Bræðurnir spila sinn fyrsta landsleik: „Gott að geta rifist aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 08:00 Bræðurnir Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson á fyrstu landsliðsæfingunni í Grikklandi í vikunni. Instagram/@hsi_iceland Benedikt Gunnar Óskarsson átti sannkallaðan draumadag á laugardag þegar hann varð bikarmeistari í handbolta, skoraði 17 mörk í úrslitaleiknum og var svo boðinn velkominn í landsliðið strax eftir leik. Bróðir hans, Arnór Snær, er einnig mættur til Aþenu þar sem þeir munu spila sína fyrstu landsleiki gegn Grikklandi á næstu dögum. Fyrri leikurinn við Grikki er á morgun en sá seinni á laugardaginn. Benedikt og Arnór voru samherjar hjá Val og léku þar undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara, Snorra Steins Guðjónssonar, áður en Arnór fór í atvinnumennsku til Þýskalands síðasta sumar. Þeir voru ekki í upphaflega landsliðshópnum sem Snorri valdi fyrir leikina við Grikki og fengu því gleðitíðindin seinna en aðrir – Benedikt á laugardag og Arnór á mánudaginn. „Held ég hafi ekki verið hærra uppi“ „Ég var að spila í Höllinni og hitti svo Snorra eftir leikinn og hann óskaði mér til hamingju, og sagði mér að ég væri að fara með honum til Grikklands,“ segir Benedikt sem hafði sett met með því að skora sautján mörk í úrslitaleiknum gegn ÍBV, þegar hann fékk svo að vita að hann væri kominn í landsliðið. „Ég held ég hafi ekki verið hærra uppi. Þetta er alltaf markmiðið en ég bjóst kannski ekki við þessu núna. En mann langaði alltaf að vera hérna.“ Arnór hefur undanfarið leikið undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í Þýskalandi. Hann var valinn í landsliðið fyrir leiki við Tékka fyrir ári síðan en kom ekkert við sögu þá, svo nú er komið að hans fyrstu landsleikjum. „Á sunnudaginn var leikur hjá mér með Gummersbach og ég var svo á æfingu á mánudeginum, búinn að kaupa mér flug heim til Íslands í helgarferð, þegar Guðjón hringdi í mig og sagði að ég væri ekkert á leiðinni heim heldur til Grikklands. Snorri hringdi svo í mig og ég fór beint upp í vél. Það hefur alltaf verið draumur hjá manni að spila fyrir landsliðið þannig að maður var mjög glaður að fá símtalið. Svo þegar maður er mættur hingað þá er það alvöru „reality check“, að vera mættur með öllum strákunum. Ógeðslega gaman,“ segir Arnór. „Stoltur stóri bróðir“ Bræðurnir njóta þess að vera saman á ný og Arnór kveðst ekki hafa fundið neina afbrýðisemi þó að litli bróðir hans væri valinn í landsliðið tveimur dögum fyrr en hann. „Ég var bara stoltur fyrir hans hönd. Þetta er ekkert keppni á milli okkar um hvor verði á undan í landsliðið, þó að það væri vissulega gaman að fara á sama tíma og spila með honum, eins og við erum að gera núna. En ég er fyrst og fremst stoltur stóri bróðir, hann hendir í 17 mörk og verður bikarmeistari, og er svo valinn í landsliðið,“ segir Arnór. „Það er langt síðan að ég hitti Benna svo það er gott að geta spjallað aftur og farið að rífast aftur eins og við gerðum í Valsheimilinu,“ bætir hann við og Benedikt er sama sinnis. „Við getum rifist vel á æfingum en erum bara eðlilegir hérna inni á hóteli,“ segir hann léttur. Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Sjá meira
Fyrri leikurinn við Grikki er á morgun en sá seinni á laugardaginn. Benedikt og Arnór voru samherjar hjá Val og léku þar undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara, Snorra Steins Guðjónssonar, áður en Arnór fór í atvinnumennsku til Þýskalands síðasta sumar. Þeir voru ekki í upphaflega landsliðshópnum sem Snorri valdi fyrir leikina við Grikki og fengu því gleðitíðindin seinna en aðrir – Benedikt á laugardag og Arnór á mánudaginn. „Held ég hafi ekki verið hærra uppi“ „Ég var að spila í Höllinni og hitti svo Snorra eftir leikinn og hann óskaði mér til hamingju, og sagði mér að ég væri að fara með honum til Grikklands,“ segir Benedikt sem hafði sett met með því að skora sautján mörk í úrslitaleiknum gegn ÍBV, þegar hann fékk svo að vita að hann væri kominn í landsliðið. „Ég held ég hafi ekki verið hærra uppi. Þetta er alltaf markmiðið en ég bjóst kannski ekki við þessu núna. En mann langaði alltaf að vera hérna.“ Arnór hefur undanfarið leikið undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í Þýskalandi. Hann var valinn í landsliðið fyrir leiki við Tékka fyrir ári síðan en kom ekkert við sögu þá, svo nú er komið að hans fyrstu landsleikjum. „Á sunnudaginn var leikur hjá mér með Gummersbach og ég var svo á æfingu á mánudeginum, búinn að kaupa mér flug heim til Íslands í helgarferð, þegar Guðjón hringdi í mig og sagði að ég væri ekkert á leiðinni heim heldur til Grikklands. Snorri hringdi svo í mig og ég fór beint upp í vél. Það hefur alltaf verið draumur hjá manni að spila fyrir landsliðið þannig að maður var mjög glaður að fá símtalið. Svo þegar maður er mættur hingað þá er það alvöru „reality check“, að vera mættur með öllum strákunum. Ógeðslega gaman,“ segir Arnór. „Stoltur stóri bróðir“ Bræðurnir njóta þess að vera saman á ný og Arnór kveðst ekki hafa fundið neina afbrýðisemi þó að litli bróðir hans væri valinn í landsliðið tveimur dögum fyrr en hann. „Ég var bara stoltur fyrir hans hönd. Þetta er ekkert keppni á milli okkar um hvor verði á undan í landsliðið, þó að það væri vissulega gaman að fara á sama tíma og spila með honum, eins og við erum að gera núna. En ég er fyrst og fremst stoltur stóri bróðir, hann hendir í 17 mörk og verður bikarmeistari, og er svo valinn í landsliðið,“ segir Arnór. „Það er langt síðan að ég hitti Benna svo það er gott að geta spjallað aftur og farið að rífast aftur eins og við gerðum í Valsheimilinu,“ bætir hann við og Benedikt er sama sinnis. „Við getum rifist vel á æfingum en erum bara eðlilegir hérna inni á hóteli,“ segir hann léttur.
Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Sjá meira