
Geðheilbrigði

„Endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“
„Ég man að ég var að drepast úr hræðslu. Ég var svo viss um að ég væri að deyja og hugsaði með mér að ég hefði ekki náð að kveðja strákana mína almennilega. Að ég vildi ekki að þetta endaði svona,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly.

Þegar kvíðinn tekur völdin
Kvíði er gagnlegur upp að vissu marki og stuðlar að því að við hugsum okkur um áður en við særum aðra eða komum okkur í klandur. Hann getur bjargað lífi okkar í hættu og orðið til þess að við hrökkvum eða stökkvum þegar bíll nálgast okkur á ógnarhraða.

Leiðtogakulnun: Þegar yfirmaðurinn er alveg búinn á því
Síðustu árin hefur samfélagið smátt og smátt lært meira um kulnun og helstu einkenni. Samhliða hefur atvinnulíf og fólk almennt orðið meðvitaðra um hvernig best er að fyrirbyggja kulnun.

Vika einmanaleikans
Manneskjan er í eðli sínu félagsvera og mætir í þennan heim með líffræðilega þörf fyrir félagsleg tengsl. Þessi þörf fyrir að tilheyra er mismikil eftir einstaklingum en hún felur í sér meðfædda löngun eftir hlýju, snertingu og jákvæðum, mannlegum samskiptum.

Takkaborð tilfinninga minna
Ég hef stundum líkt tilfinningalífi mínu við svona takkaborð sem ljósa- og hljóðmenn nota í leikhúsinu eða á tónleikum. Á slíku borði eru bæði on & off takkar, snúningstakkar og svona sleðar sem auka eða draga úr tilfinningum eða viðbrögðum mínum. Alla jafna eru stillingarnar bara svona frekar rétt stilltar og bæði birta og hljóð bara nokkuð þægileg og í góðu flæði fyrir skilningarvit mín.

„Ég hef aldrei horft á mig sem fórnarlamb“
„Þegar allt kemur til alls skiptir máli að ég sé ekki að bregðast sjálfri mér, það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst,“ segir ofurhlauparinn Mari Järsk en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu.

Gæti orðið að Gísla á Uppsölum ef hún ögrar sér ekki
„Þetta er það erfiðasta sem ég hef á ævi minni gert og ég kom til baka algjörlega hökkuð á sál og líkama. Þetta er áhrifamesta reynsla lífs míns og það breytti mér varanlega að gera þetta,“ segir fjölmiðlakonan og lífskúnstnerinn Guðrún Sóley Gestsdóttir um Grænlandsævintýri sitt. Hún ræddi við blaðamann um viðburðaríkan feril sinn, lífið og tilveruna, ævintýraleg áhugamál, náttúruást og margt fleira.

„Orðið var við aukna umræðu um að vinnan eigi ekki að valda álagi“
„Það sem er að gerast núna og má segja að sé samfélagsleg breyting, er að atvinnulífið er að reyna að gera betur á marga vegu, þó það sé kannski mjög margt í einu,“ segir Helgi Héðinsson, mannauðsleiðtogi hjá Orkuveitunni og Veitum.

„Þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman“
„Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar,“ segir ofurhlaupakonan og stjarnan Mari Järsk. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir um ástina, hlaupin, nýjasta Íslandsmeistaratitilinn, æskuna, uppeldið í SOS þorpinu, hugarfarið, ómetanlega vináttu og margt fleira.

Ráðleggja gegn samþykkt MDMA sem meðferð við áfallastreituröskun
Ráðgjafanefnd hefur ráðlagt Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) að samþykkja ekki notkun MDMA sem meðferðarúrræði við áfallastreituröskun. Nefndin segir ekki sannað að meðferðin virki né að ávinningur hennar sé meiri en áhættan.

Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans
„Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf.

„Það eina sem ég vildi var bara að lifa“
„Ég var hræddur og ég vildi bara eiga líf. Það eina sem ég vildi var bara að lifa,“ segir tónlistarmaðurinn Ísak Morris sem hefur átt viðburðaríka ævi en segist nú loksins hafa fundið sig. Ísak hefur verið viðloðinn tónlist frá unglingsaldri og vinnur nú að plötu sem hann stefnir á að gefa út í sumar. Blaðamaður ræddi við hann um tónlistina, æskuna, fíknina, edrúmennskuna, ástina og margt fleira.

Tölum um tilfinningar
„Það besta sem ég gerði við líf mitt var að finna ráðgjöf í Berginu.“ Mikið er rætt um geðeilsu unga fólksins og hversu mikilvægt sé að hlú að henni, enda sýna tölur að líðan ungs fólks fari versnandi.

Ráðherrar hafa áhyggjur af valdbeitingu
Á fréttamiðlum í gær mátti lesa að ráðherra í ríkisstjórn Íslands telur mikilvægt að farið sé vandlega yfir verkferla þegar lögregla beitir valdi gegn borgurum landsins. Þetta kemur í kjölfar þess að nokkrir kjósendur hans fengu yfir sig piparúða þegar þeir mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Ráðherran segist nú hafa gefið út fyrirmæli til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis að fara ætti yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu í svona málum.

„Svo góð tilfinning að endurheimta sjálfa sig“
„Það er svo skrýtin samblanda að vera glöð og hamingjusöm með börnin sín en á sama tíma vera ótrúlega þungur í sálinni,“ segir tónlistarkonan Salka Sól. Salka Sól skaust upp á stjörnuhimininn árið 2014 og fagnar nú áratugi í tónlistinni.

Erum við að sjúkdómavæða hegðun og höfum við verið að innleiða aumingjagang inn í samfélagið okkar?
Pabbi heitinn spurði mig einu sinni sem oftar að þessu þegar við vorum skeggræða þjóðfélagsmál. Kannski voru þetta réttmætar áhyggjur hjá pabba gamla á sínum tíma sem dó snemma á árinu, þá átti hann einn mánuð í það að verða 91 árs blessuð sé minning hans.

„Hann eyðileggur alltaf alla stemningu um leið og hann kemur“
„Oft er þetta bara einn starfsmaður á vinnustaðnum sem er ekki að taka ábyrgð á starfinu sínu, stuðar fólk eða hegðar sér þannig að allir eru á tánum í kringum viðkomandi og enginn þorir að segja neitt,“ segir Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence sem dæmi um aðstæður á vinnustað þar sem þögla herinn er að finna.

Óttast að þvingun og nauðung verði færð í lög
Þvingun og nauðung verður gerð lögleg nái frumvarp dómsmálaráðherra um nauðungarvistanir fram að ganga. Þetta segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið notenda og telur boðaðar breytingar vera í miklu ósamræmi við samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Ástandið í Hafnarfirði geti haft langvarandi áhrif á börn
Á mánaðartímabili hafa komið upp fjögur tilvik þar sem veist er að eða setið um börn í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir þetta ástand geta haft mjög alvarleg áhrif á börnin. Þau geti alið með sér ótta, kvíða eða þunglyndi. Tilvikin eru enn til rannsóknar hjá lögreglu sem er með aukið eftirlit í hverfinu með foreldrum.

Syngja með Grease á fyrstu skynsegin sýningu Íslandssögunnar
Blásið verður til sérstakrar sing-along sýningar á Grease í Bíó Paradís fyrir skynsegin fólk í kvöld. Skipuleggjandi segir um að ræða fyrstu sýninguna sinnar tegundar hér á landi en gripið verður til ýmissa ráðstafana til að tryggja viðeigandi skynsegin skilyrði í kvikmyndahúsinu.

Af hverju skjólshús?
Það er hálf öld síðan að svokölluð „Safehouses“ hófu starfsemi í Bandaríkjunum og Evrópu, hér nefnd skjólshús. Úrræði sem sköpuð voru af fólki sem hafði reynslu af geðheilbrigðisþjónustunni og vildi eiga val. Rannsóknir hafa sýnt að þessi úrræði gefa hefðbundinni nálgun ekkert eftir hvað varðar árangur.

Fangi segir fangelsin „mislélegar kjötgeymslur“
Ólafur Ágúst Hraundal fangi segir of lítið gert fyrir fanga og úrræðaleysið mikið. Hann segir metnaðarleysi núverandi forstöðumanns fangelsanna að Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni nær algert. Hann gagnrýnir sinnuleysi starfsmanna og spyr hvernig samfélagið vilji fá fanga aftur út eftir afplánun.

„Nú á dögunum tók sonur minn líf sitt innan veggja fangelsisins“
Móðir sem missti son sinn nýlega þegar hann fyrirfór sér í fangelsi á Íslandi segist vona að andlát hans muni hafa áhrif á breytingar til hins betra á geðheilbrigði fanga og þjónustu fyrir þá. Hún skorar á yfirvöld að efla geðheilsuteymi fanga og styrkja betur við starf Afstöðu – félags fanga á Íslandi.

Bréf frá móður
Foreldrar ungmenna sem leiðst hafa út í vímuefnaneyslu og afbrot þekkja tilfinninguna þegar að barnið þeirra situr í fangelsi þá er það öruggt.

Almenn kvíðaröskun: léttvægt vandamál eða áhyggjuefni?
Ég hef gjarnan pirrað mig á því þegar ég heyri heilbrigðisstarfsfólk og aðra ræða um almenna kvíðaröskun sem „almennan kvíða“. Orðið „almennur“ er notað léttúðlega líkt og um sé að ræða léttvægt vandamál sem þarfnast ekki sérstakrar meðhöndlunar.

Hreyfing og tengsl
Talið er að um helmingur mannkyns þurfi að takast á við andleg veikindi á einhverjum tímapunkti ævinnar, en félagslegur stuðningur er verndandi þáttur sem getur hæglega aukið lífsgæði, viðhaldið andlegri heilsu og almennt stuðlað að auknum árangri í lífi einstaklinga, jafnvel þó að þeir hafi gengið í gegnum mikla erfiðleika eða mótlæti.

„Hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti“
Dómsmálaráðherra kveðst hafa haft áhyggjur af fangelsismálum frá því hún tók við embætti. Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag séu með þeim hætti að erfitt sé að tryggja öryggi fanga. Maður fannst látinn í klefa fangelsisins um liðna helgi.

Ungfrú Bandaríkin afsalar sér titlinum
Ungfrú Bandaríkin, Noelia Voigt, hefur ákveðið að afsala sér titlinum vegna heilsufarsástæðna. Voigt fór með sigur af hólmi þegar keppnin fór fram í september síðastliðnum. Í tilkynningu sem hún sendi frá sér á Instagram sagðist hún trúa á það að gera það sem er best fyrir „sjálfan sig og geðheilsuna“.

Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta
Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið.

Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni
Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu.