Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2025 20:38 Auk þess sem tíundað er hér að neðan eru nokkrir ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis og nokkrir voru að keyra án ökuréttinda. Vísir/Vilhelm Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um konu sem var öskrandi fyrir utan grunnskóla í Reykjavík. Þegar lögregluþjóna bar að garði var konan ber að ofan en lögregluþjónar þekktu hana vegna fyrri afskipta. Kallað var á sjúkrabíl fyrir konuna, þar sem talið var að hún væri í geðrofi. Í öðru tilfelli barst tilkynning um mann sem gekk berserksgang í verslunarkjarna. Sá braut rúðu og skemmdi vörur og muni í nokkrum verslunum. Við handtöku óskaði maðurinn eftir aðstoð vegna þess að hann ætti við andleg veikindi að stríða og var honum einnig komið í hendur heilbrigðisstarfsmanna. Einnig barst tilkynning um ógnandi mann á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Lögregluþjónar voru beðnir af starfsmönnum um að vísa honum út, sem þeir og gerðu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir að þrír menn hafi verið í strætisvagnaskýli með muni sem þeir voru taldir hafa stolið úr verslun, miðað við upptökur úr versluninni og það að munirnir voru enn með þjófavarnir á þeim. Lögregluþjónar stöðvuðu ökumann vespu í Kópavogi í dag. Sá reyndist eingöngu fjórtán ára gamall og því ekki með aldur til að aka vespunni. Þar að auki var hann með farþega og var vespan ekki hönnuð fyrir það, auk þess sem búið var að eiga við hana svo hægt var að aka henni hraðar en ella. Hald var lagt á vespuna og var samband haft við foreldra drengjanna. Reiðhjólamaður lenti síðan í slysi í Garðabæ. Sá var fluttur til aðhlynningar á sjúkrabíl eftir að hann kenndi sér eymsla á höfði. Lögreglumál Geðheilbrigði Reykjavík Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Í öðru tilfelli barst tilkynning um mann sem gekk berserksgang í verslunarkjarna. Sá braut rúðu og skemmdi vörur og muni í nokkrum verslunum. Við handtöku óskaði maðurinn eftir aðstoð vegna þess að hann ætti við andleg veikindi að stríða og var honum einnig komið í hendur heilbrigðisstarfsmanna. Einnig barst tilkynning um ógnandi mann á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Lögregluþjónar voru beðnir af starfsmönnum um að vísa honum út, sem þeir og gerðu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir að þrír menn hafi verið í strætisvagnaskýli með muni sem þeir voru taldir hafa stolið úr verslun, miðað við upptökur úr versluninni og það að munirnir voru enn með þjófavarnir á þeim. Lögregluþjónar stöðvuðu ökumann vespu í Kópavogi í dag. Sá reyndist eingöngu fjórtán ára gamall og því ekki með aldur til að aka vespunni. Þar að auki var hann með farþega og var vespan ekki hönnuð fyrir það, auk þess sem búið var að eiga við hana svo hægt var að aka henni hraðar en ella. Hald var lagt á vespuna og var samband haft við foreldra drengjanna. Reiðhjólamaður lenti síðan í slysi í Garðabæ. Sá var fluttur til aðhlynningar á sjúkrabíl eftir að hann kenndi sér eymsla á höfði.
Lögreglumál Geðheilbrigði Reykjavík Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira