Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. maí 2025 07:02 Það glíma svo margir við kvíða að kvíði á í raun ekki að vera neitt feimnismál né endilega eitthvað sem við burðumst bara við sjálf. Að leita aðstoðar hjá fagfólki eða ræða vin samstarfsfélaga eða yfirmann getur hjálpað. Og sumir vilja meina að við getum nýtt kvíðann okkar þannig að á endanum umbreytist hann í styrkleika. Það er ekki ólíklegt að kvíði sé sú tegund vanlíðunar sem flest fólk þekkir á eigin skinni. Því það er enginn, nákvæmlega enginn í heiminum, sem getur sagt að hann/hún hafi aldrei upplifað kvíða yfir einhverju. Það sem gerir lífið samt erfiðara er þegar kvíðinn verður svo ríkjandi að hann nær að hamla okkur í daglegu lífi; Við erum kvíðin í vinnunni, kvíðin heima, kvíðin yfir því sem er í dag, verður á morgun og svo framvegis. Að sporna við kvíða eða leita aðstoðar vegna kvíða er alltaf af hinu góða þegar kvíði er orðinn viðvarandi. En getur verið að kvíði geti orðið okkur til framdráttar, jafnvel að okkar helsta styrkleika? Svo vill rithöfundurinn Morra Aarons-Mele meina, en hún er stjórnenda- og starfsframaráðgjafi, heldur úti nokkuð vinsælu hlaðvarpi í Bandaríkjunum og er höfundur bókarinnar The Anxious Achiever. Bókin er gefin út af Harvard Business Review en hún innifelur ýmsar persónulegar frásagnir af því hvernig fólk upplifir kvíða í vinnunni og síðan æfingar og verkfæri til að nýta með það að markmiði að umbreyta kvíðanum í styrkleika. Nánar má lesa um bókina hér. Höfundurinn Aarons-Mele þekkir sjálf, hversu hamlandi kvíði getur verið. Ekki síst í starfsframanum. Það tók hana þó langan tíma að átta sig á því að það væri einna helst kvíðinn hennar sem var að skemma fyrir. Lengi vel sagðist hún einfaldlega ekki hafa skilið hvers vegna hlutirnir væru ekki að ganga betur upp hjá henni. Þó var hún ein margra sem var reglulega að díla við mikinn kvíða og á stundum þunglyndi. Þegar Aarons-Mele var um þrítugt hætti hún að vinna hjá stóru og góðu fyrirtæki, meðal annars vegna þess að henni leið svo illa. En í kjölfarið fékk hún loksins þetta „Aha“ móment sem oft þarf til svo við áttum okkur sjálf á hlutunum. Sem þýddi að loksins fattaði hún að helsti óvinurinn hennar í starfsframa sem og öðru var kvíðinn. Eftir þetta „Aha“ móment segist Aarons-Mele hafa gert sér grein fyrir því að hún þyrfti að fara að vinna öðruvísi og hugsa öðruvísi. Sem á endanum leiddi hana til þess að hún vill meina að kvíðinn hennar hafi umbreyst í styrkleika og orðið henni til framdráttar. Sem hún síðan skrifaði um í umræddri bók. Þrjú atriði segir Aaron-Mele þó geta nýst fólki mjög vel sem upplifir oft kvíða í vinnunni. Þessi þrjú atriði eru: Skref #1: Rannsóknarlögga (e. Be a detective) Aarons-Mele segir fyrsta skrefið vera að rannsaka ofan í kjölinn hvað það er sem triggerar kvíðann okkar og hvað við yfir höfuð teljum vera upptökin af kvíðanum. Aarons-Mele segir það hjálpa okkur að við finnum fyrir kvíðanum líkamlega. Í þessum rannsóknarleiðangri okkar þurfum við því að skrá niður hjá okkur öll móment þar sem kvíðinn lætur á sig kræla, líka þótt hann sé bara mildur. Skref #2: Hvað svo? (e. Notice your reactions) Næst er að rýna í það hvernig við bregðumst við kvíðanum. Því það er okkur öllum eðlislægt að reyna sjálfkrafa að láta okkur ekki líða illa, heilinn okkar er einfaldlega forritaður á þann veg. Stundum bregðumst við því við kvíða með því að hunsa eitthvað eða fresta hlutum. Til dæmis hunsum að svara tölvupósti eða frestum því eins lengi og við komumst upp með að taka erfitt samtal. Skref #3: Snúðu á‘ann (e. Beat ‘anxiety trickle-down’) Þegar við erum búin að átta okkur vel á greiningunni miðað við skref eitt og tvö, kemur loks að þriðja og síðasta atriðinu sem Aarons-Mele nefnir. Sem allir telja eflaust að snúist um þá pínu og það grettistak að reyna að sigrast á kvíðanum sjálf: Anda djúpt inn og út, taka kvíðalyf, lifa heilbrigðu lífi og vera í rútínu með svefn, hreyfingu, gott matarræði og fleira, taka rökhugsunina á kvíðann og tala hann niður, nýta verkfærin úr hugrænu atferlismeðferðinni sem margir hafa lært og nýtist einmitt oft svo vel. Fleira mætti nefna sem fólk grípur til. Það er hins vegar allt annað atriði sem Aarons-Mele nefnir. Því hún segir þriðja lykilatriðið vera að tala við einhvern í vinnunni okkar um kvíðan; Upplýsa um hann og ræða út frá þessari greiningu sem við vorum að klára að gera. Að tala við einhvern gæti verið samstarfsfélagi og vinur í vinnunni. Eða yfirmaðurinn okkar. Sem mögulega er ekki hægt því eitt dæmið sem Aarons-Mele nefnir er að starfsfólk upplifi kvíða vegna þess að þeim finnst yfirmaðurinn vera svo mikið með nefið ofan í öllu sem viðkomandi er að gera. En þá spyr Aarons-Mele: Er það ekki sterk vísbending um að yfirmaðurinn sé að glíma við kvíða? Það sem Aarons-Mele er fyrst og fremst að benda á er að kvíði þarf ekki að vera neitt feimnismál. Ekki heldur í vinnunni. Því kvíði er svo þekkt fyrirbæri að það truflar miklu fleira fólk en við oft áttum okkur á. Með því að opna á umræðuna og ræða við einhvern í vinnunni um kvíðann okkar erum við að taka stórt skref í að skora kvíðann á hólm: Og á endanum að snúa á‘ann. Geðheilbrigði Góðu ráðin Tengdar fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu. 24. janúar 2025 07:02 „Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00 Fjárhagsáhyggjur fólks hafa bein áhrif á vinnuna Stýrivaxtahækkanir, verðbólga, greiðsluvandi fólks og erfiðleikar framundan eru allt fréttir sem hafa verið fyrirferðarmiklar í fréttum fjölmiðla undanfarið. 16. júní 2023 07:01 Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02 Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01 Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Það sem gerir lífið samt erfiðara er þegar kvíðinn verður svo ríkjandi að hann nær að hamla okkur í daglegu lífi; Við erum kvíðin í vinnunni, kvíðin heima, kvíðin yfir því sem er í dag, verður á morgun og svo framvegis. Að sporna við kvíða eða leita aðstoðar vegna kvíða er alltaf af hinu góða þegar kvíði er orðinn viðvarandi. En getur verið að kvíði geti orðið okkur til framdráttar, jafnvel að okkar helsta styrkleika? Svo vill rithöfundurinn Morra Aarons-Mele meina, en hún er stjórnenda- og starfsframaráðgjafi, heldur úti nokkuð vinsælu hlaðvarpi í Bandaríkjunum og er höfundur bókarinnar The Anxious Achiever. Bókin er gefin út af Harvard Business Review en hún innifelur ýmsar persónulegar frásagnir af því hvernig fólk upplifir kvíða í vinnunni og síðan æfingar og verkfæri til að nýta með það að markmiði að umbreyta kvíðanum í styrkleika. Nánar má lesa um bókina hér. Höfundurinn Aarons-Mele þekkir sjálf, hversu hamlandi kvíði getur verið. Ekki síst í starfsframanum. Það tók hana þó langan tíma að átta sig á því að það væri einna helst kvíðinn hennar sem var að skemma fyrir. Lengi vel sagðist hún einfaldlega ekki hafa skilið hvers vegna hlutirnir væru ekki að ganga betur upp hjá henni. Þó var hún ein margra sem var reglulega að díla við mikinn kvíða og á stundum þunglyndi. Þegar Aarons-Mele var um þrítugt hætti hún að vinna hjá stóru og góðu fyrirtæki, meðal annars vegna þess að henni leið svo illa. En í kjölfarið fékk hún loksins þetta „Aha“ móment sem oft þarf til svo við áttum okkur sjálf á hlutunum. Sem þýddi að loksins fattaði hún að helsti óvinurinn hennar í starfsframa sem og öðru var kvíðinn. Eftir þetta „Aha“ móment segist Aarons-Mele hafa gert sér grein fyrir því að hún þyrfti að fara að vinna öðruvísi og hugsa öðruvísi. Sem á endanum leiddi hana til þess að hún vill meina að kvíðinn hennar hafi umbreyst í styrkleika og orðið henni til framdráttar. Sem hún síðan skrifaði um í umræddri bók. Þrjú atriði segir Aaron-Mele þó geta nýst fólki mjög vel sem upplifir oft kvíða í vinnunni. Þessi þrjú atriði eru: Skref #1: Rannsóknarlögga (e. Be a detective) Aarons-Mele segir fyrsta skrefið vera að rannsaka ofan í kjölinn hvað það er sem triggerar kvíðann okkar og hvað við yfir höfuð teljum vera upptökin af kvíðanum. Aarons-Mele segir það hjálpa okkur að við finnum fyrir kvíðanum líkamlega. Í þessum rannsóknarleiðangri okkar þurfum við því að skrá niður hjá okkur öll móment þar sem kvíðinn lætur á sig kræla, líka þótt hann sé bara mildur. Skref #2: Hvað svo? (e. Notice your reactions) Næst er að rýna í það hvernig við bregðumst við kvíðanum. Því það er okkur öllum eðlislægt að reyna sjálfkrafa að láta okkur ekki líða illa, heilinn okkar er einfaldlega forritaður á þann veg. Stundum bregðumst við því við kvíða með því að hunsa eitthvað eða fresta hlutum. Til dæmis hunsum að svara tölvupósti eða frestum því eins lengi og við komumst upp með að taka erfitt samtal. Skref #3: Snúðu á‘ann (e. Beat ‘anxiety trickle-down’) Þegar við erum búin að átta okkur vel á greiningunni miðað við skref eitt og tvö, kemur loks að þriðja og síðasta atriðinu sem Aarons-Mele nefnir. Sem allir telja eflaust að snúist um þá pínu og það grettistak að reyna að sigrast á kvíðanum sjálf: Anda djúpt inn og út, taka kvíðalyf, lifa heilbrigðu lífi og vera í rútínu með svefn, hreyfingu, gott matarræði og fleira, taka rökhugsunina á kvíðann og tala hann niður, nýta verkfærin úr hugrænu atferlismeðferðinni sem margir hafa lært og nýtist einmitt oft svo vel. Fleira mætti nefna sem fólk grípur til. Það er hins vegar allt annað atriði sem Aarons-Mele nefnir. Því hún segir þriðja lykilatriðið vera að tala við einhvern í vinnunni okkar um kvíðan; Upplýsa um hann og ræða út frá þessari greiningu sem við vorum að klára að gera. Að tala við einhvern gæti verið samstarfsfélagi og vinur í vinnunni. Eða yfirmaðurinn okkar. Sem mögulega er ekki hægt því eitt dæmið sem Aarons-Mele nefnir er að starfsfólk upplifi kvíða vegna þess að þeim finnst yfirmaðurinn vera svo mikið með nefið ofan í öllu sem viðkomandi er að gera. En þá spyr Aarons-Mele: Er það ekki sterk vísbending um að yfirmaðurinn sé að glíma við kvíða? Það sem Aarons-Mele er fyrst og fremst að benda á er að kvíði þarf ekki að vera neitt feimnismál. Ekki heldur í vinnunni. Því kvíði er svo þekkt fyrirbæri að það truflar miklu fleira fólk en við oft áttum okkur á. Með því að opna á umræðuna og ræða við einhvern í vinnunni um kvíðann okkar erum við að taka stórt skref í að skora kvíðann á hólm: Og á endanum að snúa á‘ann.
Geðheilbrigði Góðu ráðin Tengdar fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu. 24. janúar 2025 07:02 „Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00 Fjárhagsáhyggjur fólks hafa bein áhrif á vinnuna Stýrivaxtahækkanir, verðbólga, greiðsluvandi fólks og erfiðleikar framundan eru allt fréttir sem hafa verið fyrirferðarmiklar í fréttum fjölmiðla undanfarið. 16. júní 2023 07:01 Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02 Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01 Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu. 24. janúar 2025 07:02
„Heilsukvíði hrjáir um 4% fólks og er jafnalgengur meðal karla og kvenna“ Heilsukvíði er flókið fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á líf og störf fólks. 9. mars 2022 07:00
Fjárhagsáhyggjur fólks hafa bein áhrif á vinnuna Stýrivaxtahækkanir, verðbólga, greiðsluvandi fólks og erfiðleikar framundan eru allt fréttir sem hafa verið fyrirferðarmiklar í fréttum fjölmiðla undanfarið. 16. júní 2023 07:01
Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02
Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent