„Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. október 2025 07:01 Eva Magnúsdóttir ráðgjafi og framkvæmdastjóri Podium, segir mörg fyrirtæki hafa verið búin að leggja í heilmikla vinnu við reglugerð sem nú er fyrirséð að ESB er að einfalda og mun eiga við innan við tíu fyrirtæki á Íslandi eftir breytingu. Að hennar mati, feli þessi vinna þó í sér forskot. Vísir/Anton Brink „Það er bara lítill hópur sem les 100 blaðsíðna sjálfbærniskýrslur og þróunin verður sú að þessar skýrslur munu minnka og verða á endanum hluti af árskýrslunni,“ segir Eva Magnúsdóttir, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Podium, í samtali um sjálfbærniskýrslur fyrirtækja. Sem Eva segir fyrirtæki vera um þessar mundir að setja sig í stellingar fyrir. „Það skiptir samt miklu máli að fyrirtækin séu góð í að segja sögurnar og séu með góða mælikvarða á þeim markmiðum sem þau hafa sett sér. Helst þannig að hægt sé að sjá hvernig gengur að vinna að þeim markmiðum sem þegar hefur verið boðað að fyrirtækið ætli að ná á milli ára.“ Eva segir ýmsar breytingar hafa orðið á lagaumhverfinu á Íslandi á stuttum tíma. „Það sem ber kannski hæst fyrir skýrslur næsta árs er að boðuð reglugerð CRD hefur ekki verið innleidd því nú er verið að einfalda hana hjá Evrópusambandinu og hún verður því ekki innleidd hér, fyrr en þeirri vinnu er lokið,“ segir Eva en bætir við: „Mörg fyrirtæki voru þó langt komin í þeirri vinnu að mæta þeirri reglugerð og ég myndi hvetja þau fyrirtæki til að halda þeirri vinnu áfram og ekki tapa því forskoti sem þau hafa.“ Léttari kvaðir jákvæðar fréttir Það hljómar í raun ekki vel að vinna vegna boðaðrar reglugerðar, CSRD, hafi nú þegar verið mikil hjá fyrirtækjum en nú sé búið að tilkynna að ekki verði af þeirri reglugerð nema í gjörólíkri mynd. Því ekki aðeins á að einfalda regluverkið heldur hefur það þegar verið tilkynnt að þær kvaðir sem CSRD mun fela í sér munu eingöngu gilda um fyrirtæki sem eru með 1000 starfsmenn eða fleiri. Sem á Íslandi þýðir innan við tíu fyrirtæki. „Ég lít samt á þetta sem jákvæða þróun,“ segir Eva og bætir við: Því það sem búið var að boða var mjög íþyngjandi og það eitt og sér að það eigi að einfalda þessa reglugerð hlýtur því að vera af hinu góða. Það gefst því meiri tími til aðlögunar, enda boðað að létta eigi á kröfunum.“ Eva segir þennan snúning hafa komið til vegna þess að nokkuð var um að evrópsk fyrirtæki hefðu þá þegar aðlagað sig að reglugerðinni og byrjað að vinna eftir henni. „Sem sýndi sig þó strax að þetta var alltof íþyngjandi og flókið og þau töldu regluverkið rýra samkeppnisstöðu evrópskra fyrirtækja.“ Áður hafði boðað regluverk náð til fyrirtækja sem er með 500 starfsmenn eða fleiri. Það hefði þýtt töluvert fleiri íslensk fyrirtæki en enn sem komið er, eru sjálfbærniskýrslurnar upplýsingagjöf sem aðeins stærstu fyrirtækin þurfa að sinna. Eva telur þó að það muni breytast í framtíðinni. Þar sem sjálfbærniupplýsingar verða sjálfsagður hluti af árskýrslum fyrirtækja, lítilla sem stórra en sú þróun er þegar hafin. „Í FKA erum við til dæmis með sjálfbærnihóp til að mæta þessu og við ætlum til að mynda að undirbúa smærri fyrirtæki undir þá þróun að vinna að sínum sjálfbærnimálum og skýrslugjöf í samræmi við stærri félög enda eru þau oft hluti af virðiskeðju þeirra.“ Eva segir þróunina þá að sjálfbærniskýrslurnar verði á endanum aðeins hluti af árskýrslum fyrirtækja. Þó sé mikilvægt að sögur þeirra um sjálfbærni séu framsettar og sagðar þannig að þær nái til sem flestra. Enda geti stolt starfsmanna vinnustaða oft verið tengt sjálfbærni fyrirtækisins.Vísir/Anton Brink Betri rekstur En hvers vegna að hvetja fyrirtæki til að halda áfram þeirri vinnu sem þau voru nú þegar búin að setja í gang fyrir boðaða CSRD reglugerð, nú þegar vitað er að hún mun gilda fyrir mjög fá íslensk fyrirtæki? „Það sem gerist í allri þessari vinnu er að fyrirtæki fara að þekkja sína eigin starfsemi betur. Koma jafnvel auga á einhver tækifæri sem annars hefðu ekki verið jafn sýnileg,“ svarar Eva og bætir við: „Því stóra málið í þessu öllu saman er að fyrirtæki þurfa að temja sér þá hugsun að sjálfbærni er fjárhagslega hagkvæm fyrir reksturinn.“ Því til stuðnings segir Eva hægt að benda á margt. Jafnrétti sé til dæmis hluti af sjálfbærni og löngum hefur verið vitað að aukin fjölbreytni og jafnrétti innan fyrirtækja, leiðir til meiri árangurs. „En það er líka vitað að ungt fólk horfir sérstaklega til sjálfbærnimálanna þegar það velur sína vinnustaði,“ nefnir Eva líka sem dæmi um hvernig samkeppni framtíðarinnar um hæfasta fólkið, getur tengst sjálfbærnimálunum sem og jafnréttismálum. „Mörg fyrirtæki voru búin að leggja á sig mikla vinnu til að undirbúa sig undir boðaða reglugerð. Og þau geta unnið þá vinnu ótrauð áfram, geta kannski hægt aðeins á en nýtt tímann þar til léttari útgáfa af því sem koma skal, verður innleidd,“ segir Eva og bætir við: „Því sjálfbærnimálin verða ekki hluti af DNA fyrirtækisins fyrr en það er gegnumgangandi komið inn í stefnur og alla starfsemina. Þetta er til dæmis málaflokkur sem mér finnst stjórnir eiga að hafa á sinni málaskrá og ræða reglulega. Fjárfestar eru farnar að gera kröfur til fyrirtækja um sjálfbærni og þess vegna ættu stjórnarmenn að kynna sér málin vel.“ Eva segir tækifæri oft verða sýnileg, þegar fyrirtæki eru í þeirri vinnu sem sjálfbærniskýrslurnar kalla á. „Því þá er farið að skoða alls kyns mál. Til dæmis hvernig hægt er að minnka notkun á jarðefnaeldsneyti eða spara í samgöngum. Hvort hægt sé að nýta betur hráefni sem annars færu í urðun og minnka þannig kostnað.“ Þegar tækifærin verða sýnileg, fæðast markmiðin. „Markmiðin þurfa þó að vera mælanleg og því mikilvægt að fyrirtæki styðjist við mælikvarða sem eru helst einhver upplýsingakerfi eða stafrænir mælikvarðar,“ segir Eva og útskýrir að þarna sé hún fyrst og fremst að meina að fyrirtæki treysti ekki eingöngu á útreikninga í excel sem nægilega góðan mælikvarða. Mestu skipti líka að viðhorfið til sjálfbærnivinnunnar, sé jákvætt. Því við megum ekki gleyma því að ástæðan fyrir því að verið er að keyra áfram þessar kvaðir um sjálfbærni fyrirtækja er að sjálfbærnin gerir rekstur skilvirkari, samkeppnishæfari og leiðir af sér margfalt meiri nýsköpun. Sem síðan verður tekjuauki til framtíðar.“ Eva segir sjálfbærnimálin fyrst og fremst snúast um skilvirkari rekstur, sem verður samkeppnishæfari og auki á nýsköpun. Mikilvægt sé að fyrirtæki horfi á sjálfbærnimálin jákvæðum augum og þau þurfi helst að vera hluti af DNA fyrirtækisins. Vísir/Anton Brink Að kunna að segja sögurnar Hvað segir þú um þessa gagnrýni sem stundum heyrist að sum fyrirtæki fari of langt í að vinna sjálfbærniskýrslur sem markaðsgögn, frekar en að þetta séu alvöru haldbær gögn? „Ég kem auðvitað úr þessu blaða- og fréttamannaumhverfi þannig að ég sjálf legg alltaf áherslu á að skýrslurnar séu góðar í því að segja sögur. Því saga sem er ekki nægilega vel sögð, nær ekki til fólks,“ segir Eva og útskýrir að skýrsla sem er mögulega of sérhæfð eða jafnvel of stór leiði þá oft til þess að aðeins fámennur hópur sérfræðinga lesi hana. Aðrir ekki. „Að vinna í því að skýrslan sé markaðslega vel unnin getur því verið af hinu góða. Hún þarf auðvitað innihaldslega fyrst og fremst að vera rétt, mælanleg og rekjanleg en það að hún sé þannig sett fram að sem flestir hafi áhuga á þeim sögum sem þarna eru sagðar, er af hinu góða.“ Eva segir fyrirtæki líka geta horft á ýmsar aðrar leiðir en sjálfbærniskýrsluna sem slíka, til að segja sínar sögur. „Það getur verið staðlaður kafli sem sagður er í árskýrslunni en aðrar leiðir nýttar allt árið til að koma sögum af verkefnum sem fyrirtækin eru að vinna að dag frá degi og gaman er að segja frá,“ segir Eva og nefnir sem dæmi að miðla sögum á Facebook eða öðrum samfélagsmiðlum. „Sögurnar geta byggst á ýmsum félagslegum þáttum eða umhverfisþáttum enda nær sjálfbærni til svo margra ólíkra þátta. Að sýna og segja frá því hvað fyrirtæki er að gera í sjálfbærnimálum er líka eitthvað sem þarf að miðla til allra hagaðila. Ekki bara fjárfesta eða utanaðkomandi aðila heldur ekkert síður til fólksins þíns á vinnustaðnum sjálfum,“ segir Eva og bætir við: Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna af því að vinna hjá fyrirtækjunum, sérstaklega þegar sjálfbærniverkefnin eru sjálfsprottin innan úr fyrirtækjunum. Sjálfbærni Tengdar fréttir Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða. Fatlað fólk notar sömu salernin og ég spyr því bara á móti: Þýðir það að fatlað fólk er eitthvað kynlausara en aðrir?“ segir Erna Dís Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og gæðasviðs Íslandshótela. 10. september 2025 07:01 Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Við völdum fyrirtæki sem stúdentar eru að versla mikið við því þetta eru fyrirtæki sem við viljum einfaldlega að séu með hlutina í lagi; starfi eftir þeim gildum sem við viljum hafa að leiðarljósi,“ segir Arent Orri Jónsson Claessen, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands um þau 400 fyrirtæki sem sjónunum er beint að í átakinu Stúdentar taka til. 26. mars 2025 07:00 Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Niðurstöður Sjálfbærniásins í fyrra sýna að unga fólkið er greinilega að hugsa mikið um sjálfbærnimálin. Þannig sögðu 60% fólks á aldrinum 18-24 ára að sjálfbærnimál fyrirtækja skipti miklu máli. 13. mars 2025 07:02 Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ „Það þarf ákveðna ástríðu til að halda þessu verkefni gangandi. Og snertifletirnir eru margir. Í stuttu máli má segja að við erum öll að pissa í sömu laugina en verðum bara að hætta því,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK og stjórnarkona í ýmsum öðrum stjórnum, svo sem Freyju, Sjóvá og Votlendissjóðs. 1. nóvember 2024 07:02 Litlu fyrirtækin: Upplifa sjálfbærni sem aukavinnu og vesen Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskóla Opna háskólans, segir sjálfbærni nú þegar farna að hafa mikil áhrif á lítil fyrirtæki. 16. ágúst 2024 07:00 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Sem Eva segir fyrirtæki vera um þessar mundir að setja sig í stellingar fyrir. „Það skiptir samt miklu máli að fyrirtækin séu góð í að segja sögurnar og séu með góða mælikvarða á þeim markmiðum sem þau hafa sett sér. Helst þannig að hægt sé að sjá hvernig gengur að vinna að þeim markmiðum sem þegar hefur verið boðað að fyrirtækið ætli að ná á milli ára.“ Eva segir ýmsar breytingar hafa orðið á lagaumhverfinu á Íslandi á stuttum tíma. „Það sem ber kannski hæst fyrir skýrslur næsta árs er að boðuð reglugerð CRD hefur ekki verið innleidd því nú er verið að einfalda hana hjá Evrópusambandinu og hún verður því ekki innleidd hér, fyrr en þeirri vinnu er lokið,“ segir Eva en bætir við: „Mörg fyrirtæki voru þó langt komin í þeirri vinnu að mæta þeirri reglugerð og ég myndi hvetja þau fyrirtæki til að halda þeirri vinnu áfram og ekki tapa því forskoti sem þau hafa.“ Léttari kvaðir jákvæðar fréttir Það hljómar í raun ekki vel að vinna vegna boðaðrar reglugerðar, CSRD, hafi nú þegar verið mikil hjá fyrirtækjum en nú sé búið að tilkynna að ekki verði af þeirri reglugerð nema í gjörólíkri mynd. Því ekki aðeins á að einfalda regluverkið heldur hefur það þegar verið tilkynnt að þær kvaðir sem CSRD mun fela í sér munu eingöngu gilda um fyrirtæki sem eru með 1000 starfsmenn eða fleiri. Sem á Íslandi þýðir innan við tíu fyrirtæki. „Ég lít samt á þetta sem jákvæða þróun,“ segir Eva og bætir við: Því það sem búið var að boða var mjög íþyngjandi og það eitt og sér að það eigi að einfalda þessa reglugerð hlýtur því að vera af hinu góða. Það gefst því meiri tími til aðlögunar, enda boðað að létta eigi á kröfunum.“ Eva segir þennan snúning hafa komið til vegna þess að nokkuð var um að evrópsk fyrirtæki hefðu þá þegar aðlagað sig að reglugerðinni og byrjað að vinna eftir henni. „Sem sýndi sig þó strax að þetta var alltof íþyngjandi og flókið og þau töldu regluverkið rýra samkeppnisstöðu evrópskra fyrirtækja.“ Áður hafði boðað regluverk náð til fyrirtækja sem er með 500 starfsmenn eða fleiri. Það hefði þýtt töluvert fleiri íslensk fyrirtæki en enn sem komið er, eru sjálfbærniskýrslurnar upplýsingagjöf sem aðeins stærstu fyrirtækin þurfa að sinna. Eva telur þó að það muni breytast í framtíðinni. Þar sem sjálfbærniupplýsingar verða sjálfsagður hluti af árskýrslum fyrirtækja, lítilla sem stórra en sú þróun er þegar hafin. „Í FKA erum við til dæmis með sjálfbærnihóp til að mæta þessu og við ætlum til að mynda að undirbúa smærri fyrirtæki undir þá þróun að vinna að sínum sjálfbærnimálum og skýrslugjöf í samræmi við stærri félög enda eru þau oft hluti af virðiskeðju þeirra.“ Eva segir þróunina þá að sjálfbærniskýrslurnar verði á endanum aðeins hluti af árskýrslum fyrirtækja. Þó sé mikilvægt að sögur þeirra um sjálfbærni séu framsettar og sagðar þannig að þær nái til sem flestra. Enda geti stolt starfsmanna vinnustaða oft verið tengt sjálfbærni fyrirtækisins.Vísir/Anton Brink Betri rekstur En hvers vegna að hvetja fyrirtæki til að halda áfram þeirri vinnu sem þau voru nú þegar búin að setja í gang fyrir boðaða CSRD reglugerð, nú þegar vitað er að hún mun gilda fyrir mjög fá íslensk fyrirtæki? „Það sem gerist í allri þessari vinnu er að fyrirtæki fara að þekkja sína eigin starfsemi betur. Koma jafnvel auga á einhver tækifæri sem annars hefðu ekki verið jafn sýnileg,“ svarar Eva og bætir við: „Því stóra málið í þessu öllu saman er að fyrirtæki þurfa að temja sér þá hugsun að sjálfbærni er fjárhagslega hagkvæm fyrir reksturinn.“ Því til stuðnings segir Eva hægt að benda á margt. Jafnrétti sé til dæmis hluti af sjálfbærni og löngum hefur verið vitað að aukin fjölbreytni og jafnrétti innan fyrirtækja, leiðir til meiri árangurs. „En það er líka vitað að ungt fólk horfir sérstaklega til sjálfbærnimálanna þegar það velur sína vinnustaði,“ nefnir Eva líka sem dæmi um hvernig samkeppni framtíðarinnar um hæfasta fólkið, getur tengst sjálfbærnimálunum sem og jafnréttismálum. „Mörg fyrirtæki voru búin að leggja á sig mikla vinnu til að undirbúa sig undir boðaða reglugerð. Og þau geta unnið þá vinnu ótrauð áfram, geta kannski hægt aðeins á en nýtt tímann þar til léttari útgáfa af því sem koma skal, verður innleidd,“ segir Eva og bætir við: „Því sjálfbærnimálin verða ekki hluti af DNA fyrirtækisins fyrr en það er gegnumgangandi komið inn í stefnur og alla starfsemina. Þetta er til dæmis málaflokkur sem mér finnst stjórnir eiga að hafa á sinni málaskrá og ræða reglulega. Fjárfestar eru farnar að gera kröfur til fyrirtækja um sjálfbærni og þess vegna ættu stjórnarmenn að kynna sér málin vel.“ Eva segir tækifæri oft verða sýnileg, þegar fyrirtæki eru í þeirri vinnu sem sjálfbærniskýrslurnar kalla á. „Því þá er farið að skoða alls kyns mál. Til dæmis hvernig hægt er að minnka notkun á jarðefnaeldsneyti eða spara í samgöngum. Hvort hægt sé að nýta betur hráefni sem annars færu í urðun og minnka þannig kostnað.“ Þegar tækifærin verða sýnileg, fæðast markmiðin. „Markmiðin þurfa þó að vera mælanleg og því mikilvægt að fyrirtæki styðjist við mælikvarða sem eru helst einhver upplýsingakerfi eða stafrænir mælikvarðar,“ segir Eva og útskýrir að þarna sé hún fyrst og fremst að meina að fyrirtæki treysti ekki eingöngu á útreikninga í excel sem nægilega góðan mælikvarða. Mestu skipti líka að viðhorfið til sjálfbærnivinnunnar, sé jákvætt. Því við megum ekki gleyma því að ástæðan fyrir því að verið er að keyra áfram þessar kvaðir um sjálfbærni fyrirtækja er að sjálfbærnin gerir rekstur skilvirkari, samkeppnishæfari og leiðir af sér margfalt meiri nýsköpun. Sem síðan verður tekjuauki til framtíðar.“ Eva segir sjálfbærnimálin fyrst og fremst snúast um skilvirkari rekstur, sem verður samkeppnishæfari og auki á nýsköpun. Mikilvægt sé að fyrirtæki horfi á sjálfbærnimálin jákvæðum augum og þau þurfi helst að vera hluti af DNA fyrirtækisins. Vísir/Anton Brink Að kunna að segja sögurnar Hvað segir þú um þessa gagnrýni sem stundum heyrist að sum fyrirtæki fari of langt í að vinna sjálfbærniskýrslur sem markaðsgögn, frekar en að þetta séu alvöru haldbær gögn? „Ég kem auðvitað úr þessu blaða- og fréttamannaumhverfi þannig að ég sjálf legg alltaf áherslu á að skýrslurnar séu góðar í því að segja sögur. Því saga sem er ekki nægilega vel sögð, nær ekki til fólks,“ segir Eva og útskýrir að skýrsla sem er mögulega of sérhæfð eða jafnvel of stór leiði þá oft til þess að aðeins fámennur hópur sérfræðinga lesi hana. Aðrir ekki. „Að vinna í því að skýrslan sé markaðslega vel unnin getur því verið af hinu góða. Hún þarf auðvitað innihaldslega fyrst og fremst að vera rétt, mælanleg og rekjanleg en það að hún sé þannig sett fram að sem flestir hafi áhuga á þeim sögum sem þarna eru sagðar, er af hinu góða.“ Eva segir fyrirtæki líka geta horft á ýmsar aðrar leiðir en sjálfbærniskýrsluna sem slíka, til að segja sínar sögur. „Það getur verið staðlaður kafli sem sagður er í árskýrslunni en aðrar leiðir nýttar allt árið til að koma sögum af verkefnum sem fyrirtækin eru að vinna að dag frá degi og gaman er að segja frá,“ segir Eva og nefnir sem dæmi að miðla sögum á Facebook eða öðrum samfélagsmiðlum. „Sögurnar geta byggst á ýmsum félagslegum þáttum eða umhverfisþáttum enda nær sjálfbærni til svo margra ólíkra þátta. Að sýna og segja frá því hvað fyrirtæki er að gera í sjálfbærnimálum er líka eitthvað sem þarf að miðla til allra hagaðila. Ekki bara fjárfesta eða utanaðkomandi aðila heldur ekkert síður til fólksins þíns á vinnustaðnum sjálfum,“ segir Eva og bætir við: Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna af því að vinna hjá fyrirtækjunum, sérstaklega þegar sjálfbærniverkefnin eru sjálfsprottin innan úr fyrirtækjunum.
Sjálfbærni Tengdar fréttir Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða. Fatlað fólk notar sömu salernin og ég spyr því bara á móti: Þýðir það að fatlað fólk er eitthvað kynlausara en aðrir?“ segir Erna Dís Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og gæðasviðs Íslandshótela. 10. september 2025 07:01 Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Við völdum fyrirtæki sem stúdentar eru að versla mikið við því þetta eru fyrirtæki sem við viljum einfaldlega að séu með hlutina í lagi; starfi eftir þeim gildum sem við viljum hafa að leiðarljósi,“ segir Arent Orri Jónsson Claessen, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands um þau 400 fyrirtæki sem sjónunum er beint að í átakinu Stúdentar taka til. 26. mars 2025 07:00 Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Niðurstöður Sjálfbærniásins í fyrra sýna að unga fólkið er greinilega að hugsa mikið um sjálfbærnimálin. Þannig sögðu 60% fólks á aldrinum 18-24 ára að sjálfbærnimál fyrirtækja skipti miklu máli. 13. mars 2025 07:02 Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ „Það þarf ákveðna ástríðu til að halda þessu verkefni gangandi. Og snertifletirnir eru margir. Í stuttu máli má segja að við erum öll að pissa í sömu laugina en verðum bara að hætta því,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK og stjórnarkona í ýmsum öðrum stjórnum, svo sem Freyju, Sjóvá og Votlendissjóðs. 1. nóvember 2024 07:02 Litlu fyrirtækin: Upplifa sjálfbærni sem aukavinnu og vesen Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskóla Opna háskólans, segir sjálfbærni nú þegar farna að hafa mikil áhrif á lítil fyrirtæki. 16. ágúst 2024 07:00 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða. Fatlað fólk notar sömu salernin og ég spyr því bara á móti: Þýðir það að fatlað fólk er eitthvað kynlausara en aðrir?“ segir Erna Dís Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og gæðasviðs Íslandshótela. 10. september 2025 07:01
Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Við völdum fyrirtæki sem stúdentar eru að versla mikið við því þetta eru fyrirtæki sem við viljum einfaldlega að séu með hlutina í lagi; starfi eftir þeim gildum sem við viljum hafa að leiðarljósi,“ segir Arent Orri Jónsson Claessen, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands um þau 400 fyrirtæki sem sjónunum er beint að í átakinu Stúdentar taka til. 26. mars 2025 07:00
Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Niðurstöður Sjálfbærniásins í fyrra sýna að unga fólkið er greinilega að hugsa mikið um sjálfbærnimálin. Þannig sögðu 60% fólks á aldrinum 18-24 ára að sjálfbærnimál fyrirtækja skipti miklu máli. 13. mars 2025 07:02
Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ „Það þarf ákveðna ástríðu til að halda þessu verkefni gangandi. Og snertifletirnir eru margir. Í stuttu máli má segja að við erum öll að pissa í sömu laugina en verðum bara að hætta því,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK og stjórnarkona í ýmsum öðrum stjórnum, svo sem Freyju, Sjóvá og Votlendissjóðs. 1. nóvember 2024 07:02
Litlu fyrirtækin: Upplifa sjálfbærni sem aukavinnu og vesen Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskóla Opna háskólans, segir sjálfbærni nú þegar farna að hafa mikil áhrif á lítil fyrirtæki. 16. ágúst 2024 07:00
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur