Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. maí 2025 19:04 Íbúðin er í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem er merkt fyrri eigendum, orlofsnefnd húsmæðra. vísir/bjarni Leigusali á Hverfisgötu segist tala fyrir daufum eyrum lögreglu og Reykjavíkurborgar vegna íbúa í húsnæði á vegum borgarinnar sem haldi nágrönnum í heljargreipum. Leigusalinn hafi sjálfur titrað af hræðslu í samskiptum sínum við manninn. Íbúar á Hverfisgötu lýsa ófremdarástandi vegna manns sem haldi þeim í heljargreipum. Maðurinn býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar en húsið er merkt fyrri eigendum, orlofsnefnd húsmæðra. Að þeirra mati ætti maðurinn að vera vistaður á stofnun og er um tifandi tímasprengju að ræða. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu. Hann var fyrir tveimur vikum handtekinn vegna gruns um að hafa frelsissvipt ferðamann og haldið honum nauðugum í íbúðinni í nokkra klukkutíma. Í framhaldinu var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald, en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi fyrir skömmu. Starði á hann inn um gluggann Verjandi Sigurðar sagði í samtali við fréttastofu fyrir tveimur vikum að Sigurður glími við geðrænan vanda. Hann væri bæði hættulegur sjálfum sér og öðrum. Nágrannar Sigurðar sem fréttastofa ræddi við báðust undan því að koma fram undir nafni af ótta um líf sitt og limi. Þau sögðu óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspekktir úti á götu. Stanslaust partýstand og slagsmál væru í íbúðinni. Einn íbúi hafði hringt fimmtán sinnum á lögregluna frá því í janúar án þess að nokkuð hafi verið aðhafst. Í gær vaknaði annar íbúi við að Sigurður hafði klifrað upp á skúr við húsið og starað á hann inn um gluggann. Fyrir um tveimur vikum vaknaði sami maður við að sérsveitin var í garði hans vegna fyrrnefndrar frelsissviptingar. „Ég bara titraði“ Leigusali nágranna Sigurðar á Hverfisgötu segir ástandið ólíðandi. Sigurður hafi sjálfur ógnað honum eftir stutt samtal. Hræðsluástand ríki meðal íbúa í grenndinni. „Síðan labba ég upp Hverfisgötuna og upp sundið þarna og þá kemur hann stökkvandi á eftir mér og hótar mér.“ Hvernig leið þér? „Illa, mjög illa. Ég var lengi að jafna mig eftir þetta og ég bara titraði. Það var bara heppni að hann sló mig ekki eða gerði eitthvað meira.“ Talar fyrir daufum eyrum Hann hafi hringt í lögregluna en talað fyrir daufum eyrum. Sömu sögu sé að segja um samskipti hans við Reykjavíkurborg. „Lögmaðurinn hans og Guðmundur Þóroddsson [formaður Afstöðu] telja hann ekki hæfan til að vera hérna, búandi einan hérna.“ Hvað vilt þú sjá gert? „Að honum sé fundið eitthvað annað húsnæði, inn á einhverja stofnun eða hvernig sem er. Eitthvað viðeigandi úrræði? „Já en það er ekki mitt að finna honum úrræði. Hann á ekki heima hérna því miður.“ Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Íbúar á Hverfisgötu lýsa ófremdarástandi vegna manns sem haldi þeim í heljargreipum. Maðurinn býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar en húsið er merkt fyrri eigendum, orlofsnefnd húsmæðra. Að þeirra mati ætti maðurinn að vera vistaður á stofnun og er um tifandi tímasprengju að ræða. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu. Hann var fyrir tveimur vikum handtekinn vegna gruns um að hafa frelsissvipt ferðamann og haldið honum nauðugum í íbúðinni í nokkra klukkutíma. Í framhaldinu var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald, en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi fyrir skömmu. Starði á hann inn um gluggann Verjandi Sigurðar sagði í samtali við fréttastofu fyrir tveimur vikum að Sigurður glími við geðrænan vanda. Hann væri bæði hættulegur sjálfum sér og öðrum. Nágrannar Sigurðar sem fréttastofa ræddi við báðust undan því að koma fram undir nafni af ótta um líf sitt og limi. Þau sögðu óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspekktir úti á götu. Stanslaust partýstand og slagsmál væru í íbúðinni. Einn íbúi hafði hringt fimmtán sinnum á lögregluna frá því í janúar án þess að nokkuð hafi verið aðhafst. Í gær vaknaði annar íbúi við að Sigurður hafði klifrað upp á skúr við húsið og starað á hann inn um gluggann. Fyrir um tveimur vikum vaknaði sami maður við að sérsveitin var í garði hans vegna fyrrnefndrar frelsissviptingar. „Ég bara titraði“ Leigusali nágranna Sigurðar á Hverfisgötu segir ástandið ólíðandi. Sigurður hafi sjálfur ógnað honum eftir stutt samtal. Hræðsluástand ríki meðal íbúa í grenndinni. „Síðan labba ég upp Hverfisgötuna og upp sundið þarna og þá kemur hann stökkvandi á eftir mér og hótar mér.“ Hvernig leið þér? „Illa, mjög illa. Ég var lengi að jafna mig eftir þetta og ég bara titraði. Það var bara heppni að hann sló mig ekki eða gerði eitthvað meira.“ Talar fyrir daufum eyrum Hann hafi hringt í lögregluna en talað fyrir daufum eyrum. Sömu sögu sé að segja um samskipti hans við Reykjavíkurborg. „Lögmaðurinn hans og Guðmundur Þóroddsson [formaður Afstöðu] telja hann ekki hæfan til að vera hérna, búandi einan hérna.“ Hvað vilt þú sjá gert? „Að honum sé fundið eitthvað annað húsnæði, inn á einhverja stofnun eða hvernig sem er. Eitthvað viðeigandi úrræði? „Já en það er ekki mitt að finna honum úrræði. Hann á ekki heima hérna því miður.“
Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent