Geðheilbrigði

Fréttamynd

HÍ mátti reka nemanda í geðrofi sem hótaði sam­nemanda líf­láti

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema úrskurðaði í dag að Háskóla Íslands hafi verið heimilt að víkja nemanda úr skólanum. Nemandinn, sem stundaði nám við Lyfjafræðideild háskólans, krafðist þess að ákvörðun forseta Heilbrigðisvísindasviðs um að víkja honum úr skólanum yrði felld úr gildi, og yrði breytt þannig að honum yrði ekki heimiluð skólavist. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á það.

Innlent
Fréttamynd

„Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“

„Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið
Fréttamynd

Vissi ekki hvort hún myndi lifa þetta af

Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var sextán ára gömul þegar hún flutti ein erlendis fyrir atvinnumennsku í samkvæmisdansi. Ári síðar var hún orðin Frakklandsmeistari í íþróttinni en nokkrum árum seinna lenti hún algjörlega á vegg eftir löng og ströng veikindi af átröskun. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið
Fréttamynd

„Ég var í mörg ár að fá sjálfa mig til baka“

„Það er baráttukona í mér en það kom mér rosalega á óvart hvað ég var hugrökk í þessu ferli,“ segir tónlistarkonan Jóna Margrét sem hafnaði nýverið öðru sæti í Idolinu. Blaðamaður ræddi við Jónu um tónlistina, taugaáfall í æsku, að byggja sig upp, hafa trú á sér, tileinka sér jákvætt og kraftmikið hugarfar og taka framtíðinni opnum örmum.

Tónlist
Fréttamynd

Bein út­sending: Stjörnur í góðgerðarstreymi í tólf tíma

Tölvuleikjaspilararnir Rósa Björk og Harpa Rós standa fyrir góðgerðarstreymi í tólf tíma í dag og á morgun, laugardag. Streymið hefst klukkan 14:00 og verður í gangi til 02:00 í nótt. Allur ágóði af streyminu rennur til Píeta samtakanna og er hægt að fylgjast með í beinni á Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Litlu hlutirnir sem geta skipt sköpum

Góð geðheilsa er nauðsynleg til að fólk geti notið sín sem best í daglega lífinu og henni þarf að sinna, rétt eins og þeirri líkamlegu, að mati Helgu Dísar Jakobsdóttur, markaðs- og upplifunarstjóra Nettó.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Litli frændi bjargaði lífi Hilmis með einu sím­tali

Hilmir Peteresen Hjálmarsson öndunarþjálfari og bakari ræðir við Marín Möndu Magnúsdóttir í hlaðvarpsþættinum, Spegilmyndin, um það þegar litli frændi hans bjargaði lífi hans með einu símtali daginn sem hann hafði ákveðið að yfirgefa þessa jarðvist. 

Lífið
Fréttamynd

Var hræddur um að pabbi hans myndi hata hann

Raunveruleika- og samfélagsmiðlastjarnan Binni Glee kom út úr skápnum fyrir tæpum níu árum síðan. Honum fannst auðveldara að segja stelpum að hann væri hommi og tók þetta í skrefum en þegar uppi er staðið segist hann einungis hafa fengið ást og stuðning frá fjölskyldu sinni og vinum.

Lífið
Fréttamynd

„Fólk situr uppi með bankalánin þótt það missi húsin sín“

„Ég er fædd og uppalin í þessari borg og áður en Rússarnir komu, hafði ég ekki í eitt augnablik velt því fyrir mér að flytja þaðan. Enda var ég gift, hamingjusöm, átti fjögurra ára strák, er vel menntuð og var í mjög góðu starfi hjá stóru fyrirtæki,“ segir Yulia Zhatkina flóttakona frá Úkraínu.

Áskorun
Fréttamynd

Sorgar­mið­stöð

Sorgarmiðstöð var opnuð árið 2019. Unnið er markvisst að því að samræma úrræði fyrir syrgjendur, efla samfélagsumræðu um sorg, stuðla að skilvirkari upplýsingagjöf og ráðgjöf ásamt því að almennt gæta hagsmuna þeirra sem syrgja.

Skoðun
Fréttamynd

Um­ræða um of­greiningu á ADHD og ein­hverfu

Reglulega kemur upp sú umræða í samfélaginu að það sé verið að ofgreina ADHD og eða einhverfu. Sumir kunna eflaust að hafa rök fyrir þeirri skoðun og halda því fram að á árum áður hafi ekki svona margir verið með greiningu enda er það rétt. En það sem gleymist að taka inn í myndina er sú þróun sem hefur átt sér stað á þessum tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Taka stutt hlé frá leik­húsinu fyrir ferða­lög til Perú og Keníu

„Það er svo gaman að fá að vera umkringd ungu fólki og fólki á öllum aldri. Það er enginn munur á okkur þannig, við erum öll manneskjur,“ segir stórleikkonan Kristbjörg Kjeld. Hún fer með hlutverk í leikritinu Með Guð í vasanum í leikstjórn Maríu Reyndal. Kristbjörg, sem verður 89 ára í sumar, er á leið til Perú í lok mánaðarins og fer sýningin því í pásu fram á vor. 

Menning
Fréttamynd

Margir upp­lifi kvíða áður en þeir fara á eftir­laun

Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hvetur fólk sem er að nálgast eftirlaunaaldur til þess að hugsa um það hvað það vill gera á þessum árum. Mikilvægt sé að skipuleggja sig en eðlilegt er að upplifa kvíða í aðdraganda tímamótanna.

Lífið
Fréttamynd

„Mig langar að lifa lífinu til að njóta þess“

„Þetta var það eina í stöðunni fyrir mig. Ég þekki fólk sem hefur farið í svona aðgerð sem þorir ekki að segja frá því. Það er svo hrætt um að vera dæmt,“ segir raunveruleikastjarnan Binni Glee sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Binni Glee fór í svokallaða míní-hjáveitu sem er magaminnkandi aðgerð og segir að lífið hafi aldrei verið betra en í dag. Hann ræðir þetta og margt annað í Einkalífinu.

Lífið
Fréttamynd

Ást sem kom á hár­réttum tíma

„Þetta er fyrsta lagið sem ég gef út sem fjallar ekki um erfiðar tilfinningar og því þykir mér extra vænt um það,“ segir tónlistarkonan Þórunn Salka sem var að senda frá sér lagið Sumar í febrúar. Hún frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið á degi ástarinnar, Valentínusardeginum.

Tónlist
Fréttamynd

„Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana“

Foreldrar andlega veikrar átján ára gamallar stúlku sem reynt hefur að svipta sig lífi í fjórgang segjast vera ráðþrota. Þau lýsa geðheilbrigðiskerfi þar sem dóttir þeirra lendir á veggjum. Þau segja engan grípa dóttur sína og gagnrýna geðdeild Landspítalans harðlega. Vandamálið sé enn erfiðara nú þegar dóttirin er orðin sjálfráða.

Innlent
Fréttamynd

Vitundar­vakning um fé­lags­fælni

Undanfarin misseri hafa komið fram vísbendingar um að einsemd hafi færst í vöxt á heimsvísu og kunna breyttir samskiptahættir og heimsfaraldur kórónuveirunnar að hafa haft þar áhrif. Þeir sem viðkvæmir voru fyrir, til dæmis kvíðnir eða einangraðir, hafa átt hvað erfiðast með að fóta sig eftir heimsfaraldurinn.

Skoðun
Fréttamynd

Spyr ráðu­neytið um langa bið full­orðinna eftir ADHD-greiningu

Umboðsmaður Alþingis hefur beðið heilbrigðisráðuneytið um upplýsingar um fjölda þeirra sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, hver áætlaður biðtími sé og hvort og þá hvernig hann samræmist þeim viðmiðum sem landlæknir hefur sett um bið eftir heilbrigðisþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

„Það er eins og ég hafi séð fyrir að hann myndi deyja“

„Ég er búin að upplifa ýmis áföll á lífsleiðinni þannig að ég hef svolítið neyðst til að fara í sjálfsvinnu og sjálfsskoðun, byggja mig upp og svona. Svo samtvinnast það tónlistinni þar sem ég nota tónlistina í þessa sjálfsvinnu,“ segir tónlistarkonan Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates.

Tónlist
Fréttamynd

Hló og grét þegar hún seldi fyrir milljón á einum degi

„Jú það kom alveg tími þar sem ég efaðist. Hvort ég ætti að halda áfram eða hætta. Kannski gæti ég þetta ekkert, mér fannst ég ekki nógu sæt eða vita nógu mikið og svo framvegis,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush.

Atvinnulíf