Segir Ísland stunda hvítþvott í svörum til SÞ Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2025 09:49 Grímur segir „skemmtilegt að fá ábendingu frá Íran,“ en jafnvel gagnvart þeim vilji stýrihópurinn fegra myndina sem við blasir á Íslandi. vísir/vilhelm Geðhjálp gerir alvarlegar athugasemdir við svör Íslands við mannréttindaábendingum og spurningum Sameinuðu þjóðanna. Svo virðist sem Ísland fari frjálslega með, til að mynda í svörum við ábendingum íslamska ríkisins Íran og stundi hvítþvott þegar gerð er grein fyrir stöðunni hérlendis. Þetta kemur meðal annars fram á samráðsgátt en þangað hefur Geðhjálp sent inn umsögn. Stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi hefur unnið drög að miðannarskýrslu Íslands vegna allsherjarúttektar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála. Stýrihópurinn hefur sent svör sín inn á samráðsgáttina og Geðhjálp nýtir sér það. (Sjá í tengdum skjölum neðst í greininni.) Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar er ekki par hrifinn af svörum Íslands. Hann nefnir sem dæmi að í svörum framkvæmdavaldsins til Sameinuðu þjóðanna segi til að mynda í fjármálaáætlun: „Sérstaklega skal efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi (bls. 155).“ Óskatexti framkvæmdavaldsins Þetta séu fróm fyrirheit en raunveruleikinn sé sá að dregið hafi úr framlögum til málaflokksins um 3,5 milljarða króna á tímabilinu. „Það sem stendur er óskatexti framkvæmdavaldsins en það hefur ekki nokkur maður tíma til að kafa ofan í þetta. Ég skrifaði grein í Vísi sem hét: Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði. Mannréttindamálin eru þannig líka.“ Grímur segir auðvelt að benda á mannréttindabrot fyrir botni Miðjarðarhafs en svara síðan Íslamska lýðveldinu Íran að hér sé allt tipp topp þegar svo sé svo sannarlega ekki. „Já, skemmtilegt að fá ábendingu frá Íran,“ segir Grímur og má greina kaldhæðni í röddu hans. Hann bendir á að í fyrstu athugasemd umsagnar Geðhjálpar sé bent á lög um réttindi sjúklinga, lög sem framkvæmdavaldið hefur verið að reyna að breyta frá því að umboðsmaður Alþingis sagði við eftirliti á þremur geðdeildum 2019, en þá kom skýrsla hans út: „það skortir lagaheimildir fyrir þeim þvingunaraðgerðum sem voru þar viðhafðar.“ Sjúklingar eru beittir ýmsum þvingunum Grímur segir breytinguna sem reynt hafi verið að ná í gegn heimili þessar aðgerðir. Ekki takmörkun á „beitingu nauðungar“ eins og segi í svarinu. „Lagaheimildir hefur hingað til skort fyrir beitingu þvingana á heilbrigðisstofnunum hér á landi og því væri nærtækast að ætla að þeim væri þar af leiðandi ekki beitt. Reyndin hefur þrátt fyrir það verið sú að sjúklingar eru beittir ýmsum þvingunum og stjórnarskrárvarin réttindi þeirra verið takmörkuð á einn eða annan hátt án þess að fyrir því hafi staðið lagaheimild. Elísabet Gísladóttir lögfræðingur er formaður stýrihópsins.facebook Þykir það varpa ljósi á hversu vandmeðfarið valdið er. Lagt er til að óheimilt verði að beita nauðung í refsiskyni. En hver hefur eftirlit með því að hún verði ekki beitt í þeim tilgangi?“ Grímur spyr í ljósi þess að ekkert eftirlit sé þegar bannað er að beita fólk nauðung og þvingun; hvernig verður þetta þá þegar heimilt verður að beita nauðung og þvingun? Hvítþvottur Íslands gagnvart Íslamska lýðveldinu Íran „Það er ekki verið að styrkja eftirlitsþáttinn neitt,“ segir Grímur og vitnar í svar Geðhjálpar við ábendingu Íslamistanna í Íran: „Þetta svar Íslands er ekki viðunandi eða í samræmi við raunveruleikann. Þrátt fyrir skort á lagaheimildum fyrir þeim inngripum, þvingunum og valdbeitingu sem viðhafðar hafa verið innan deilda og stofnanna þar sem fólk fær þjónustu, þá er þeim beitt daglega.“ Róstursamt hefur verið í Íran og hér má sjá mótmæli við áhrifum leiðtoga Hespollah í febrúar 2025. Í svari við athugasemd írönsku sendiherranefndarinnar stundar íslenski stýrihópurinn hvítþvott, sem Grími þykir magnað.Morteza Nikoubazl/NurPhoto via Getty Images) Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár og alþjóðlegra mannréttindasáttmála er óheimilt að beita einstaklinga nauðung eða takmarka stjórnarskrárvarin réttindi þeirra nema fyrir því standi skýr lagaheimild. Og jafnvel þótt lagaheimild væri til staðar gilda ströng skilyrði um beitingu inngripa gagnvart persónuréttindum er varða líf og frelsi einstaklinga sem búin er sérstök vernd í stjórnarskrá. „Á þetta hefur Geðhjálp bent um langt árabil og mótmælir því að þvingunaraðgerðir og nauðung sem einstaklingar eru beittir daglega á Íslandi séu réttlættar með þeim hætti og í raun hvítþvegnar eins og gert er í þessu svari Íslands til Íslamska lýðveldisins Írans,“ segir Grímur. Tengd skjöl Umsögn_Geðhjálpar_um_Allsherjarúttekt_(2)PDF256KBSækja skjal Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Viðreisn Geðheilbrigði Íran Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Þetta kemur meðal annars fram á samráðsgátt en þangað hefur Geðhjálp sent inn umsögn. Stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi hefur unnið drög að miðannarskýrslu Íslands vegna allsherjarúttektar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála. Stýrihópurinn hefur sent svör sín inn á samráðsgáttina og Geðhjálp nýtir sér það. (Sjá í tengdum skjölum neðst í greininni.) Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar er ekki par hrifinn af svörum Íslands. Hann nefnir sem dæmi að í svörum framkvæmdavaldsins til Sameinuðu þjóðanna segi til að mynda í fjármálaáætlun: „Sérstaklega skal efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi (bls. 155).“ Óskatexti framkvæmdavaldsins Þetta séu fróm fyrirheit en raunveruleikinn sé sá að dregið hafi úr framlögum til málaflokksins um 3,5 milljarða króna á tímabilinu. „Það sem stendur er óskatexti framkvæmdavaldsins en það hefur ekki nokkur maður tíma til að kafa ofan í þetta. Ég skrifaði grein í Vísi sem hét: Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði. Mannréttindamálin eru þannig líka.“ Grímur segir auðvelt að benda á mannréttindabrot fyrir botni Miðjarðarhafs en svara síðan Íslamska lýðveldinu Íran að hér sé allt tipp topp þegar svo sé svo sannarlega ekki. „Já, skemmtilegt að fá ábendingu frá Íran,“ segir Grímur og má greina kaldhæðni í röddu hans. Hann bendir á að í fyrstu athugasemd umsagnar Geðhjálpar sé bent á lög um réttindi sjúklinga, lög sem framkvæmdavaldið hefur verið að reyna að breyta frá því að umboðsmaður Alþingis sagði við eftirliti á þremur geðdeildum 2019, en þá kom skýrsla hans út: „það skortir lagaheimildir fyrir þeim þvingunaraðgerðum sem voru þar viðhafðar.“ Sjúklingar eru beittir ýmsum þvingunum Grímur segir breytinguna sem reynt hafi verið að ná í gegn heimili þessar aðgerðir. Ekki takmörkun á „beitingu nauðungar“ eins og segi í svarinu. „Lagaheimildir hefur hingað til skort fyrir beitingu þvingana á heilbrigðisstofnunum hér á landi og því væri nærtækast að ætla að þeim væri þar af leiðandi ekki beitt. Reyndin hefur þrátt fyrir það verið sú að sjúklingar eru beittir ýmsum þvingunum og stjórnarskrárvarin réttindi þeirra verið takmörkuð á einn eða annan hátt án þess að fyrir því hafi staðið lagaheimild. Elísabet Gísladóttir lögfræðingur er formaður stýrihópsins.facebook Þykir það varpa ljósi á hversu vandmeðfarið valdið er. Lagt er til að óheimilt verði að beita nauðung í refsiskyni. En hver hefur eftirlit með því að hún verði ekki beitt í þeim tilgangi?“ Grímur spyr í ljósi þess að ekkert eftirlit sé þegar bannað er að beita fólk nauðung og þvingun; hvernig verður þetta þá þegar heimilt verður að beita nauðung og þvingun? Hvítþvottur Íslands gagnvart Íslamska lýðveldinu Íran „Það er ekki verið að styrkja eftirlitsþáttinn neitt,“ segir Grímur og vitnar í svar Geðhjálpar við ábendingu Íslamistanna í Íran: „Þetta svar Íslands er ekki viðunandi eða í samræmi við raunveruleikann. Þrátt fyrir skort á lagaheimildum fyrir þeim inngripum, þvingunum og valdbeitingu sem viðhafðar hafa verið innan deilda og stofnanna þar sem fólk fær þjónustu, þá er þeim beitt daglega.“ Róstursamt hefur verið í Íran og hér má sjá mótmæli við áhrifum leiðtoga Hespollah í febrúar 2025. Í svari við athugasemd írönsku sendiherranefndarinnar stundar íslenski stýrihópurinn hvítþvott, sem Grími þykir magnað.Morteza Nikoubazl/NurPhoto via Getty Images) Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár og alþjóðlegra mannréttindasáttmála er óheimilt að beita einstaklinga nauðung eða takmarka stjórnarskrárvarin réttindi þeirra nema fyrir því standi skýr lagaheimild. Og jafnvel þótt lagaheimild væri til staðar gilda ströng skilyrði um beitingu inngripa gagnvart persónuréttindum er varða líf og frelsi einstaklinga sem búin er sérstök vernd í stjórnarskrá. „Á þetta hefur Geðhjálp bent um langt árabil og mótmælir því að þvingunaraðgerðir og nauðung sem einstaklingar eru beittir daglega á Íslandi séu réttlættar með þeim hætti og í raun hvítþvegnar eins og gert er í þessu svari Íslands til Íslamska lýðveldisins Írans,“ segir Grímur. Tengd skjöl Umsögn_Geðhjálpar_um_Allsherjarúttekt_(2)PDF256KBSækja skjal
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Viðreisn Geðheilbrigði Íran Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira